Strákapör

Stráklingunum mínum tókst að gera sig útlæga úr garði nágrannans. Bakkabræður tröðkuðu niður nokkur blóm í stórum blómapotti, blómin hafa það þó ágætt miðað við aðstæður og þurfti móðirin ekki að bæta tjónið með fjárútlátum. Þeir máttu þó eiga það félagarnir að þeir viðurkenndu verknaðinn áður en upp komst og Matthías mætti fyrir hönd bræðranna og bað nágrannann afsökunar, enda hafði hann víst verið sá sem labbaði yfir blómin í stóra pottinum. Nágranninn (sem er örugglega farinn að óska þess að við flytjum) tók afsökunina gilda en lét Matthías þó vita af því að það væri ekki vel séð að þeir bræðurnir mættu inn í húsið óboðnir, maður bankaði eða dinglaði fyrst. Mamman reyndi að klóra í bakkann og segja syninum til syndanna og auðvitað dauðskammaðist sín, ekki nóg með að skæruliðarnir, stæðu fyrir skemmdarverkum á blómum heldur höfðu þeir tekið upp á því að gerast hústökumenn í miðju úthverfi. Að lokum nefndi nágranninn við Matthías að það væri ekki sniðugt að vera að leika sér með verkfærin í garðinum, henda kantskeranum upp í loftið og svona (verkfærin! Aftur! hugsaði mamman). Þegar inn í hús var komið hófust ræðuhöld móðurinnar við undirtektir föðurins og ákveðið var að bræðurnir færu í bann við að leika í garði nágrannans í einhverja daga, nú eða vikur ef með þarf. Þakka svo mínum sæla að ég eigi ekki marga nágranna.

Nýtt lag í spilarann „Silly song“ lag og texti eftir hana mig. Lagið fullkomlega laust við að vera nokkuð sem kallast listrænt, óttalega tjillað, vitlaust og bara nokkuð hresst  Kom út á safndisk nú í byrjun júní, sem heitir „Trúbatrix, Taka 1“ þar sem 17 tónlistarkonur sameinast um útgáfu á disk með eigin tónlist. Mjög skemmtilegt verkefni og held að diskurinn fáist í helstu verslunum, sem selja geisladiska.
Kemur kannski ekki á óvart en ber þó að nefna að Matti spilar á harmonikku, Jón Geir á trommur, Þröstur á gítar og mandolín og Ingó á kontrabassa ...voða flínkir að venju!

Með sól í hjarta vona ég að dagurinn verði góður..
Knús og kveðja, Áslaug


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herra 400

Grallaraspóar.

Á ekki að búa til einhverja síðu fyrir jazzband Kristins Guðmundssonar?

kv

hjaltinn

Herra 400, 28.6.2009 kl. 11:04

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Nei sko bara kominn með nýja síðu :) Held þú verðir að spyrja tölvumanninn að því, ég er svo óttalega takmörkuð.. en lagið er snilld og Kiddi auðvitað næsta jazzstjarna okkar Íslendinga :) Kveðja

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 1.7.2009 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1169

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband