Það geta víst ekki alltaf verið jól

Ferðin hófst á föstudag fyrir viku síðan.  Ég var stödd í vinnunni og fékk símtal af leikskólanum, þar sem mér var tjáð að Matthíasi væri svo illt í hausnum.  Heilinn fór auðvitað samstundis af stað „hm. Ætli hann sé þurr“,“hm, það getur eiginlega ekki verið, því hann var tengdur í nótt“, voru meðal annars samræðurnar sem ég átti við sjálfa mig á leiðinni upp í leikskóla.

Matthías var kominn með hita, 38.8, prinsinn titraði og skalf og tæpum klukkutíma seinna var hitinn 39.8.  Skjálftinn vakti upp mynningu og „leggsýking“ kom upp í hugann.  Brunuðum að sjálfsögðu upp á bráðamóttöku, þar sem tekin var ræktun úr legg, sem og blóðprufur.

Skemmst frá því að segja að næstu dagar fóru í sýklalyf í æð, ekkert ræktaðist úr leggnum, sem og allir veirutíterarnir sem voru teknir svöruðu engu.  Ekki baktería, ekki veira, en crp 355 og blóðflögurnar hröpuðu niður í 24 þús.  Já, hvað veldur?  Ég býð fallegan bikar í verðlaun fyrir þann sem getur svarað!   En svona er lífið, tataraddata, surprise! 

Til að kóróna ferðina, fór ytri hluti leggsins í sundur, sem þýddi nýjan legg, svæfingu, stuð og stemningu sem bónus í þessari ferð.  Á föstudeginum (í upphafi ferðar) hafði Matthías sagt, án þess að nokkur væri að ræða eitt né neitt í kringum hann „það er allt í lagi að fara á spítalann, en ég ætla ekki að hitta fólkið í grænu fötunum“.  Mamman sem hafði nærri lofað því að ef við færum á spítalann, þá þyrfti hann ekki að hitta fólkið í „grænu fötunum“ (svæfing/skurðstofa), þurfti nú að draga loforð sitt til baka.  Loforð um stór verðlaun, dugðu þó ekki til, tárin trilluðu hjá prinsinum.

Leggurinn sem átti að fara inn á þriðjudegi, fór inn á fimmtudegi, eftir skraf, ráðagerðir og valdatafl í konungaríkinu Hringbraut.  Matthías sópaði til sín verðlaununum.  Ætli prinsinn hafi ekki verið hvað kátastur með áritað „Silfursafnið“ frá Páli Óskari, en líka himinlifandi yfir öllum hinum fínu gjöfunum.  Kannski ekki skrítið að Hjördís Anna sé farin að segja „ég vil vera veik og vera á spítalanum“, þegar litli bróðir kemur í hvert sinn heim, með fulla tösku af hinum ýmsu verðlaunum, fyrir vel heppnaða skapgerð í hverri ferð.

7-9-13, knock on wood og vonandi lengra á milli ferða í næsta sinn!

Knús og kveðja, Áslaug


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona að læknarnir fari nú að finna hvað er að litla prinsinum og 'lækni' það :)

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 23:00

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Já! vá! maður er eiginlega næstum alveg hætt að trúa að það verði einhverns tíma. Knús Þóra mín :)

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 12.6.2009 kl. 07:17

3 identicon

Úff, móðurhjartað tekur kipp í hvert sinn sem ég les þessar frásagnir af Matthíasi litla.
Þetta er svo ósanngjarnt... þið eruð algerar hetjur.

Berglind (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 22:35

4 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Já, aðlögunarhæfni mannsins er með ólíkindum og við reynum vonandi flest að standa í lappirnar þegar á þarf að halda.. því lífið býður sífellt upp í nýjan dans og þá er eins gott að vera snöggur að læra sporin :) Knús og kveðja

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 13.6.2009 kl. 06:46

5 Smámynd: Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Elsku Áslaug mín, mikið finn ég til með ykkur. Þið eruð algjörar hetjur, ég tek sko alveg undir það. Ég sendi þér og ykkur baráttukveðjur. Ég hlakka til að sjá ykkur, knús og kossar héðan úr Ameríkunni

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir, 16.6.2009 kl. 18:39

6 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Þóra mín hlakka mikið til að sjá þig í sumar, frétti hjá mömmu þinni inni á vöknun (hitti hana reglulega þar :) ) að þú yrðir á Egilstöðum á svipuðum tíma og við í júlí...Stuð! Hetjuskapur..varla... meiri svona sjálfsbjargarviðleitni ;)

Knús og kveðja

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 19.6.2009 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1169

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband