17.5.2008 | 11:26
Leyndarmálið
Hálfdán Helgi : Mamma, hann Atli (besti vinurinn) sagði mér leyndarmál og ég má ekki segja NEINUM!!
Mamman datt niður á planið að verða 5 ára líka, alveg að springa úr forvitni, hvaða mögulega svakalega leyndarmál tveir næstum 5 ára guttar gætu átt saman.
Þannig að mamman varð 5 ára og.. : Hvaða leyndarmál er það?
Hálfdán Helgi: ég má ekki segja það, það er leyndarmál!
Mamman: Um hvern er leyndarmálið? (og samstundis fékk mamman móral yfir að nýta sér hinn raunverulega aldursmun og veiða upplýsingar upp úr syninum, í stað þess að láta þetta eiga sig og leyfa vinunum tveimur að eiga leyndarmál í friði.)
Hálfdán Helgi (sem sökum aldurs fellur beint í gildruna): Það er um mömmu hans Atla!
Nú segir mamman og sama forvitni og drap köttinn var u.þ.b. að drepa mömmuna.
Mamman: Já, er hún með barn í maganum (týpískt, fyrsta sem konum dettur í hug)
Hálfdán Helgi: Nei!... Hún kann að GALDRA
Mamman: Já er það! (og með enn meiri móral yfir að kenna ekki syninum að segja ekki frá leyndarmálum, heldur veiða þau upp úr honum.)
Mamman ákvað þarna að láta kyrrt liggja og leyfa vinunum tveimur að eiga saman í friði leyndarmálið um rammgöldróttu mömmu hans Atla, enda ekkert of sannfærð um þessa galdrahæfileika.
Þrátt fyrir góðan ásetning og í huganum ósk um betrumbót að kenna börnunum að þegja yfir leyndarmálum , þá situr hún ekki á sér kerlingin og dreyfir sögunni á netið. Ef hann Hálfdán minn bara vissi hversu svikul þessi mamma hans er, hún kann sko greinilega ekki að þegja yfir góðum leyndarmálum. Fyrr á öldum hefði svo þessi sögusögn orðið valdur að því að mamma hans Atla hefði verið brend á báli!
. Ekki það að heima hjá vinum hans Hálfdáns Helga ganga örugglega sögur um "skrítnu" mömmu hans Hálfdáns í formi leyndarmála! ...Væri gaman að vita yfir hvaða ofurhæfileikum ég bý yfir!
Kveðja, mamman
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.5.2008 | 09:54
mússí múss
Greinilega kominn smá sumarfílingur í mann, með tilheyrandi bloggleti. Sest frekar út á pall með kaffið en að sitja yfir tölvunni!
Óvissuferðin á föstudag var skemmtileg, enda með endæmum skemmtilegt fólk sem ég vinn með. Ferðin hófst í Keiluhöllinni þar sem hópurinn minn Skytturnar sex(y) rústuðum keppninni, þrátt fyrir að vera með mig í liðinu. Ég er sum sé með þeim lélegri sem hefur sést. Var ekki nema þriðja lægst með smá svindli. Ég held að allavegana fyrstu3 umferðirnar þá felldi ég ekki eina keilu og geri aðrir betur. Endaði með 40 stig, með því að láta eina úr hópnum spila eina umferð fyrir mig á meðan ég fór út að fá mér nikótínblandað súrefni með smá blásýru og græddi 16 stig á því. Það fyndna er að áður en við byrjuðum, þá hugsaði ég þetta er nú örugglega ekkert mál, en svo var ég bara ógeðslega léleg. Næsta stopp var potturinn á Mecca Spa, voða notó tókum nokkur sundtök og spor úr Svanavatninu í bland. Þriðji og síðasti viðkomustaður var heim til einnar úr vinnunni, þar var borðað, drukkið og SUNGIÐ. Já eiginlega bara sungið þar til tími var til að halda heim. Mikið stuð!
Á laugardag var haldið í bústaðinn, þar sem öll stórfamilían var saman komin. Þrátt fyrir leiðinda rigningu létu ungarnir það ekki stoppa sig og maður var svona í því að klæða í og úr pollagallanum. Fórum í menningarferð á Gullfoss og Geysi, já börnin mín hafa séð Gullfoss en sváfu af sér Geysi. Kannski pínu vonbrygði en þau áttu auðvitað von á að sjá foss úr gulli. Annars fannst mér svaka gaman að rifja upp þessi gömlu kynni, ekki komið þarna í mörg, mörg ár og deila útsýninu með 300 túristum.
Framundan er menningarreisa til Kóngsins Köbenhavn í lok næstu viku. Ætla með strákunum í Tónsölum að skoða rythmiska Konsið og annan rthmyskan tónlistarskóla fyrir yngri nemendur Og græði auðvitað að mæta í afmælið hennar Önnu systur! En alveg róleg Áslaug mín, heil vika í það!
Eitthvað hálf andlaus, svo hvernig væri að þú myndir segja mér eitthvað skemmtilegt
.(athugasemda dálkurinn hér fyrir neðan)
Knús í krús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.5.2008 | 16:42
Tækni smækni
Velkomin á tækniöld Áslaug mín, hugsaði ég inni í sjoppunni í hverfinu mínu. Nei, ég var ekki að kaupa nammi! Auðvitað var ég að svala þessari óþolandi fíkn, sem heitir nikótín. Ég leit í kringum mig og spurði svo afgreiðslumanninn hva, eruð þið hættir með vídeóleiguna? Nei, nei svaraði hann, sérðu skjáina á gólfinu þarna og við mér blöstu 4 svartir stautar upp í loftið sem upp á voru voða penir tölvuskjáir, meira að segja svona snertiskjáir. Sum sé öll video og DVD hulstur horfin og maður notar skjáinn til að velja sér mynd og segir svo afgreiðslumanninum hvað mann langar að sjá! .. Ég veit, þú auðvitað löngu búinn að prófa þetta og allt og ég bara einhver svona steinaldarfígúra. Er ekki viss um samt að þetta muni auka viðskipti mín, en ég svo sem enginn markhópur í sjálfu sér.
Allir kátir í höllinni og svo sem ekkert markvert gerst svona á helstu vígstöðvum.
Ég á leið í óvissuferð með vinnufélögum mínum á morgun. Held að þetta sé doldið spennandi, en ég skal lofa sögu af ævintýrinu mikla. Mæti með sundföt og sólgleraugu og svo eitthvað sem kallast söngvatn. Hef svo sem aldrei þurft neinn vökva til að láta til mín taka á þeim vettvangi, nema kannski í hávaðatíðni.
Upptökurnar mínar eru að keyrast í gang aftur og annaðkvöld verður spilaður inn Hammond af ekki ómerkilegri manni en Stefáni Henryssyni sem er grúvbolti mikill. Ég verð samt fjarri góðu gamni, já á bólakafi í sundfötunum í söngvatninu, en hlakka mikið til að heyra afraksturinn! Prímadonna? Nei, ég ber bara svona mikið traust til strákalinganna vina minna að þeir massi þetta án mín! Þeir eru nefnilega allir svo duglegir að lesa hljóma þessar elskur!
Held að þetta sé ágætis updeit í bili og sendi bara stÓÓÓÓrt knús til þín frá mér!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.4.2008 | 13:27
Það er komið sumar..
Matthías minn ætlar greinilega að verða einn af þessum stórlöxum sem þurfa að toppa allt og alla í samræðum. Hann var uppi í Mosó um daginn hjá Helgu systur (eins og svo oft áður) og var að spjalla við Arnar frænda sem er notabene 23 árum eldri en Matthías. Arnar var að segja Matthíasi að hann hefði verið á Akureyri og hefði farið í flugvél, þá segir Matthías: Vinur minn hann Atli (sem er n.b. besti vinur hans Hálfdáns Helga en ekki hans), hann fór líka til Akureyrar. Nú já, segir Arnar, og fór hann líka með flugvél. Nei, segir Matthías, hann fór gangandi!
Í dag sit ég heima með hálsbólgu og hálfa rödd, óttalega rám og rokkuð eitthvað! Held að allt súrefni helgarinnar hafi alveg farið með mig. Maður er búinn að sitja inni í allan vetur, kemur svo ekki bara sólin og maður er eins og kýrnar á vori hlaupandi um í garðinum að týna ruslið. Gera pallinn sómasamlegan aðkomu. Fara með liðið í hjólaferð. Og það sem gerist er auðvitað óverdós af súrefni. Í dag dunda ég mér við nótnalestur og sex and the sity svona á víxl!
Og enn af facebook, tímaþjófur af bestu gerð. Búin að taka svo mörg sjálfspróf að ég er farin að stór-efast um sjálfa mig, lífið og tilveruna. Það sem ég hélt að ég væri og vildi, það er bara ekki þannig! Allavegana ekki samkvæmt útkomunum sem ég fæ varðandi sjálfa mig í þessum greinilega óyggjandi sjálfsprófum. Hvað um það, ég er greinilega bara svona klofinn persónuleiki , sem heldur.. að ég viti, en í raun.. veit ekkert um sjálfa mig. Ég og hin ég, verðum bara að reyna lifa saman í sátt og samlyndi. Þetta eru örugglega vísindalega útfærð próf, er það ekki?
Knús í krús, Áslaug
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.4.2008 | 11:03
.....
Gleðilegt sumar!
sumarknús frá mér til þín
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.4.2008 | 17:27
Allt og ekkert
Nýja áhugamálið FACEBOOK í fullum blóma, var kannski of gagnrýnin, þó ég skilji ekki enn tilganginn. Skemmtileg afþreyjing að sjá gömul (þó ekki endilega í árum) andlit. Er enn óttalegur illi og ýti á fullt af vitlausum tökkum.
Fékk boð á tónleika FTT (félag tónskálda og textahöfunda) á fimmtudagskvöldið. Það var svei mér áhugaverðir tónleikar og ánægð með að búið sé að ættleiða hann Svabba inn í þessa miklu tónlistarfjölskyldu sem flutti megnið af prógramminu. Fór út að borða á Caruso á undan og fékk mér Canelloni með spínati, osti og kjötfyllingu. Mjög gott og bráðnauðsynlegar upplýsingar til að varpa fram á alnetinu.
Bakaði köku og fylgdist með öðru auganu á hina spennandi keppni um söngvarastöðuna í bandinu hans Bubba á föstudagskvöldið. Frábærir söngvarar báðir þessir strákar. Sigurvegarinn lofaði að taka aldrei þátt í Evróvision, en sú bón stjórnandans fannst mér doldið eins og að skammast út í hægri löppina, þegar maður stendur á þeirri vinstri , staddur í miðjum raunveruleikasjónvarpsþætti. Kakan var hins vegar mjög góð, heit súkkulaðikaka með ís!
Laugardagskvöld, Borgarleikhúsið, Jesus Christ Superstar. Var ekki alveg viss hvað mér fannst, allir söngvararnir komu mér þó á óvart, hver á sinn háttinn. Leikmyndin sem fór í taugarnar á mér fyrir hlé var tekin í sátt eftir hlé og þjónaði vel sínum tilgangi. Hljómsveitin var klikkgóð, ótrúlega þétt, sannfærandi og flott útsett! Alveg gaman að sjá þetta í doldið öðruvísi búning, engar gæsir þó sem flugu hátt þegar ég sá þetta fyrir einhverjum doldið mörgum árum.
Sunnudagur og hersingin fór í gönguferð út í Gróttu. Þvílíkt sport og stuð að henda steinum út í sjó. Stubbarnir reyndu þrír saman að rogast með risastóra hnullunga sem hæglega gátu lent á litlum tám, samt skárra en þegar litlu steinarnir fuku í áttina að næstu hausum. Hjördís mín, þú verður að miða! Það er enginn miði á þessum stein!. Hálfdán Helgi ætlar að fara fljótlega aftur og byggja sér hús úr stráum, en stráunum sem hafði verið safnað, var vinsamlegast vísað út úr bílnum! Já, þetta fullorðna fólk er svo skrítið.
Knús knús, Kv. Áslaug
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.4.2008 | 14:14
Sápur
Áttu þér draum? Ég á marga drauma! Haltu áfram að láta þig dreyma, því það stórkostlega við drauma er að þú getur látið þig dreyma... (G.A. eða Grace Anatomy)
Kannski spurning um að ég fari að snúa mér að einhverju innihaldsríkara og meira life. Búin með 2 seríur af Desperate Houswifes, er að klára 3 seríu af Grace Anatomy, geri mig klára í að byrja á sex in the sity seríunum...
Ég er allt sem ég þoli ekki, doldið glatað og pínu aumkunnarvert...
Best að drífa sig í ræktina, svo ég líti nú bráðum skikkanlega út eins og allar amerísku vinkonur mínar..
Ætla svo að láta mig dreyma um að mitt líf sé skrifað upp úr amerískum sápuþáttum þar sem ótrúlega spennandi hlutir gerast, já bara hérna við þröskuldinn...
Helgi framundan.. já hér í núinu gerast sko hlutirnir á sínum hraða, ný helgi og engin hraðspólun fram um vikur og mánuði, eins og í Ameríkunni..
Njóttu, því tíminn líður allt of hratt
Knús sápukúlustelpan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.4.2008 | 18:40
Hó hó
- Voða eitthvað bissí þessa dagana
- Tónleikarnir gengu frábærlega, rosa stuð og voða gaman.
- Heyrði eina góða sögu í vinnunni í dag af tveimur litlum guttum í skólanum. Þeir voru að spjalla saman og eitthvað að spá í hvað þeir ætluðu að verða og hvað maður þyrfti þá að læra mikið. Þá segir annar við hinn: samt skiptir það engu máli hvað maður lærir mikið, því það sem skiptir máli er að maður hlýði konunni sinni, því ef maður gerir það ekki, þá endar maður hvort sem er á götunni!
knús, Áslaug
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.4.2008 | 13:58
TÓNLEIKAR...
Á morgun, laugardag 12 apríl, kl. 17 í sal FÍH, Rauðagerði 27, verður:Gaman, gaman, kostar: ekki neitt! Vonandi sjáumst við!!!!!!!!!!!!!
Kveðja og knús, Áslaug
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2008 | 13:01
Spænskunámskeið óskast
Ég er ekki tölvunörd. Jú, kannski er ég tölvunörd í þeim skilningi að ég er rosalega ótæknilega sinnuð. Ótæknilegur er orð, er það ekki? Ég er ekki vinkona tölvunnar og hún er ekki vinkona mín. Þess vegna er kannski með ólíkindum að ég geti haldið úti bloggsíðu! Ég hef aldrei farið í heimabankann og ef ég þyrfti að sjá um að borga reikningana, þá færi ég í röðina með öllu eldra fólkinu sem er eins og ég, nota ekki tölvur. Ekki það að það er fullt af eldra fólki, sem kann á tölvur, en ekki allir og við yrðum saman í röðinni! Afhverju er ég að spá í þetta? Jú, myspace- síðan mín, sem er annað ólíkindatól sem ég er með, er á spænsku! Síðan er búin að vera á spænsku í tölvunni minni (eða ekki minni, ég á ekki tölvu), í marga daga. Líklegasta skíringin er að einhver hafi krakkað sig inn í tölvuna. Ég spyr, afhverju? Til hvers? Svarið sem ég fæ er, afhverju er fólk að senda vírusa í tölvur? Vá skemmtilegt hobbý!
Facebook, það er nú annað. Allir á facebook, allir að tala um facebook. Ég er með facebook en ég skil ekki facebook. Ég skil ekki afhverju ég ætti að selja vini mina og kaupa nýja í staðinn. Ég reyndar kann ekkert á þetta, ýti bara á einhverja takka og vona að ég móðgi ekki neinn. Svo fæ ég skilaboð að einhver maður úti í heimi, sem heitir hjfghjdshf og spyr hvort við getum ekki verið pennavinir penfriends. Og hvað á ég að gera, rífa upp skrifblokkina og byrja að skrifa, ha? Googla heimilisfangið, setja frímerki á og setja í póst. Þá værum við alvöru pennavinir, en nei, hann og allir hinir eikdkhæ og jsdkææ og dsajksaæ verða sko ekki pennavinir mínir!
Þarf að hætta, er nefnilega að fara og læra spænsku eða ekki
Knús!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
sax
-
metal
-
thoragudmanns
-
sibbulina
-
ragnaremil
-
fjolan
-
benjonikla
-
siggav
-
ingvarvalgeirs
-
peturorn
-
nesirokk
-
saxi
-
ktomm
-
gudnim
-
jakobsmagg
-
ivg
-
swiss
-
millarnir
-
fjola
-
hjolaferd
-
smarijokull
-
kristmundsdottir
-
joningvar
-
hogmogskhihollandi
-
judas
-
hallurg
-
bless
-
josi
-
hofi
-
gunnarfreyr
-
ingo
-
olafurfa
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
charliekart
-
gunnarpalsson
-
gossipp
-
handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1326
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar