6.9.2007 | 18:49
Haust
Vá, tíminn líður og klikkað að gera! Er búin að vera hrikalega bissí, við að koma haustprógramminu í gang. Kennsla og það sem því fylgir sem og annar undirbúningur. Já, undirbúningur við að ég verði gerð að heiðviðri konu og lausaleikskrógarnir mínir losni undan þeirri ánauð. Sem sagt brjálað að gera á öllum vígstöðvum.
Á haustin virðist sociallífið blómstra og nóg á dagskrá. Til að bæta aðeins á kapphlaup við tímann og almenn fjölskylduverk, þá innritar maður börnin sín í einhverja tómstundaiðkun sem mann langaði sjálfan að vera æðislega góður í. Til að mynda er Hjördís Anna að fara í ballet, en mér hafa alltaf fundist ballerínur ægilega glæsilegar. Ég á mér að sjálfsögðu þann draum að hún verði aðeins agaðri og penni á allan hátt heldur en mamma sín, sem reyndar var aldrei send í ballet, enda kannski ekki alveg týpan í það. Innst inni hræðist ég þó að dóttirin sé haldin sama trilluganginum og mamma sín. En það kemur í ljós!
Hálfdán Helgi fer hins vegar í fótbolta í vetur, en það finnst honum svakalega töff! Afi hans átti sér einmitt þann draum að Matti (pabbi Hálfdáns)yrði mikill fótboltamaður. Matti var skikkaður á fótboltaæfingu 5 eða 6 ára gamall. Eftir fyrstu æfinguna kemur hann heim og tilkynnir foreldrum sínum: Ég læt ekki hafa mig að svona fífli, hlaupandi á eftir einhverjum bolta. Þannig fór nú það. Hálfdán Helgi hins vegar veit meira um fótbolta 4 ára gamall heldur en foreldrarnir. Besti vinur hans er nefnilega fótboltakall og segir honum ýmislegt varðandi þessa iðju. Hálfdán heldur með Barcelona, Breiðablik og sagði familíunni í Mosó að hann héldi með Snæfelli í körfubolta. Ekki rétti vettvangurinn að básúna því þar, þar sem Kristrún frænka er fyrirliði Haukaliðsins í Körfuboltanum.
Matthías Davíð mætti í fyrstu heimsókn á göngudeildina eftir sumarfrí og leist mönnum og konum vel á kauða. Matthías litli hefur átt gott sumar og lengst um heila 3 cm og eitthvað pínulítið tifað upp á viktinni. Hann er þó alltaf svolítill stubbur, enda þó að ekkert annað amaði að, þá hefur hann nú ekki alveg genin með sér í þeim efnum þ.e. hæðinni (ekki þyngdinni, hm). Við, foreldrarnir svo sem ekkert á leiðinni í heimsmetabókina fyrir að vera hávaxin. Doksins sagði mömmunni að halda ætti Matthíasar dag í September, þar sem hann og annar sérfræðingur myndu spá, spekulera og lesa sér til um aminosýrutap og sitthvað fleira. Líst vel á það og finnst að það ætti að vera Matthíasardagur á hverju ári, þar sem sest er yfir undarleg fyrirbæri veraldar eins og hann Matthías minn. Í framhaldi að því verða líklegast gerðar einhverjar rannsóknir í byrjun október.
Við skulum segja það í bili
Sendi kæra kveðju á þig í keðju
Bless, bless, kornflex (aðaldjókurinn hjá ungunum á heimilinu!)
Áslaug
Bloggar | Breytt 7.9.2007 kl. 07:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.8.2007 | 16:51
Ótrúlega mikið fjör..
Menningarnótt
Arrrrg hvað það var gaman!!! Dixiebandið Öndin hóf skrúðgönguna frá Kaffi Vín, sem reyndar er greinilega búið að loka. Staðurinn var staðsettur ofarlega á Laugarveginum. Okkur til ómældrar ánægju voru ýmsir mættir til að taka þátt í göngunni með okkur. Við reiknuðum okkur 45 mínútur til að komast niður allan Laugarveginn að því gefnu að við þyrftum að troða okkur í gegnum mannfjöldann. Ég var vopnuð gjallarhorni til gauls og mikið er það nú skemmtilegt söngtæki.. mæli með að þið prófið það við tækifæri. Gangan lagði af stað og fólk elti, mikið fjör og mikið gaman. Hvergi þurfti að ryðja leiðina, því fólk hafði fært sig á gangstéttina og beið eftir göngunni. Myndatökumaður frá RÚV fylgdi okkur niður hálfan Laugarveginn og fannst þetta greinilega skemmtilegt myndefni, enda myndarlegur hópur þar á ferð. Við sammáluðumst um það að þessi ganga þyrfti að vera árlegur viðburður við tónleika Andarinnar á Menningarnótt. Algjör snilld! Klikkuðum lítið eitt á tímasetningu, en gangan tók sirka 20 mínútur. Munum það næst.
Tónleikarnir hófust svo með pompi og prakt kl.21 í garðinum á Hressó. Ó hvað það var gaman. Fyrir okkur sem spilum með Öndinni (já, að syngja er líka að spila á hljóðfæri! ég spila á raddbönd!), þá eru tónleikarnir á Menningarnótt eins og árshátíð, þar sem bandið spilar ekki mjög oft þar fyrir utan. Árshátíðin gengur út á það að skemmta okkur og vonandi líka þeim sem hlusta. Það tókst, við skemmtum okkur ógrynni vel, og fullt, fullt,fullt af fullu og ófullu fólki að horfa. Voða, voða gaman. Eftir giggið var svo tekin rispa af kjaftagangi og tilheyrandi (hm). Var svo komin heim kl. 02.30, sem að mér heyrist sé bara þokkalega snemmt fyrir Menningarnótt. Ég varð ekki vör við óspektir annarra og sýndist þetta bara ganga doldið vel allt saman. Finnst þetta skemmtileg veitsla!
Ætla að vera ósammála fjöldanum
Ég var orðin ansi spennt, þar sem ég sat í sófanum og horfði á tónleikana frá Laugardalsvelli, í endursýningu! Á þeim bloggsíðum sem ég les (reyndar ekkert svaka margar), þá virtust menn og konur sammála um það að Stuðmenn hefðu pissað í buxurnar, eða því sem næst. Þar með var spennan orðin gífurleg, hvað þeir hefðu eiginlega verið að gera þarna á sviðinu. Ég næstum kafnaði úr hlátri þegar þeir stigu á svið, rafmagnstrommusett, hljómborð og hljóðgerflar og þessir flottu búningar. Mér fundust Stuðmenn æðislegir! Hvaða önnur hljómsveit myndi þora eða réttara sagt leyfa sér að gera svona? Líklegast engin. Og á svona stórum tónleikum, þar sem allir búast við að sjá Stuðmenn í sama gír og síðustu 1oo, nei kannski ekki alveg 100 ár! Þetta var á sínum tíma stofnað sem gleðiband og ýmsir gjörningar viðhafðir. Þetta er e.t.v. afturhvarf til þess. Mér fannst þetta fyndið og skemmtileg nýbreytni, enda ekki á allra færi að spila þessi lög með þessa hljóðfæra skipan og voru þéttir. Fólkið virtist skemmta sér (sá þetta auðvitað bara í TVinu) og það er það sem skiptir máli. Snillingar!
Kveðja og knús til þín mitt litla svín, sem stundum hrín svo í þér hvín en ægilega ertu fín,ástin mín..um þig mér birtist sýn, þú klædd í lín Jæja, kannski komin tími til að hætta, held það,
Áslaug
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.8.2007 | 09:56
Bjútí is pein
Pínu uppdeit
Það fór auðvitað eins og í öllum ástarsamböndum að maður fer að sjá gallana. Elsku safapressan sem ég sagði þér frá í síðasta bloggi er nefnilega ekki alveg gallalaus eins og hefði mátt halda. Það er nefnilega svo leiðinlegt að þrífa hana! Sem stoppar mann auðvitað stundum í samskiptaferlinu. Þá er að meta, kostir versus gallar og enn sem komið er þá eru kostirnir mun fleiri. Ég hef því tekið metvitaða ákvörðun um að nýta mér hæfileika hennar einu sinni á dag, í mesta lagi tvisvar. Sjáum hvað setur, samt enn brjálæðislega skotin.
Ég tók svona bjútí rispu um daginn. Fór og hitti hárgreiðslukonuna sem er með hárið mitt í meðferð. Skemmtilegt að senda hárið í meðferð. Jæja, fékk gullfallegar strípur, en nóg um það. Eftir miklar vangaveltur og spekúlasjónir við nokkrar vinkonur mínar. Ákvað ég að fara í fótsnyrtingu og vax á lappirnar. Ég er ekki mikil svona dúllerís kona, en þetta var hin mesta skemmtun. Ég hafði mestar áhyggjur af því að lappirnar væru svo slæmar að ég þyrfti frekar að fara á fótaðgerðastofu, en ekki snyrtistofu. Viti menn, hún sagði að ég væri með svo fínar lappir (kannski var það samt bara sölutrix). Afskaplega varð ég nú glöð, var nefnilega búin að búa mig undir að hún myndi fleygja mér út, og án umhugsunar get ég haldið áfram að kaupa mér krem og nota þau ekki! Ég fékk meira að segja naglalakk á táneglurnar svaka pæja. Vaxið var ekki eins gaman, samt mun minna sársaukafullt en ég átti von á, - (þú mátt samt ekki skilja það sem svo að ég sé alltaf kafloðin á leggjunum, ég hef bara aldrei farið á snyrtistofu í þessa aðgerð). Ég hins vegar held ég sé alveg hætt við bikinívaxið, sem ein vinkona mín hefur verið að mana mig í. Lappirnar okey en, nei, nei, nei, nei. Held við látum aðrar aðferðir duga við vaxtarskerðingu þar! Á svo eftir að prófa airbrush, sem er svona brúnkumeðferð, sem dugar kannski í viku. Mjög spennandi! En meðan sólin skín úti, þá finnst mér það nú hálf kjánalegt, og það bíður betri tíma. Það er greinilegt að aupairin mín er komin aftur.
Þetta er nú að verða ansi undarleg bloggfærsla, en hvað um það! Að lokum ætla ég að minna þig á að Dixiebandið Öndin verður á Hressó milli kl. 21-23 á menningarnótt, endilega komdu. Þetta verður mikið stuð og mikið gaman. Í ár er bandið skipað 11manns ah. Forvitnilegt ekki satt!
Sjáumst
Áslaug
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.8.2007 | 10:01
Það er svo margt...
Ég er ástfangin. Ég er hreinlega yfir mig ástfangin. Það fer ekki leynt og allir sem að hitta okkur saman sjá að ég er fallin, gersamlega kolfallin. Ég ber mikla virðingu fyrir þessum nýja félaga mínum og mér finnst allt sem hann gerir stórkostlegt. Hann gerir kannski ekki margt, en það sem hann kann, gerir hann undursamlega. Ég set í og fæ ótrúlegan nýpressaðan safann. Mm. Minnst tvisvar á dag. Hver annar fengi mig til að láta í mig hálfan ananas og heilan mangó, á einu bretti. Nýja ávaxta- og grænmetissafavélin mín. Ég held ég eigi í mínu fyrsta lesbíska ástarsambandi, því félaginn er jú vél og vél er kvk orð, ekki satt? Svo er hins vegar spurning hvenær nýja brumið fer af vinkonunni og ég nenni ekki að leika við hana. Einn daginn endar hún svo ofan í skúffu. Ég held ég hafi samt aldrei verið svona hrifin, þvílíkt tæki!
Sama dag og besta vinkonan kom í hús, var fjárfest í öðrum grip. Nýja hjólið mitt! Við erum að læra að tala saman. Ég var reyndar mest hrædd um að ég kynni ekki lengur að hjóla. Enn og aftur sannaðist máltækið þetta er eins og að hjóla. Já, ég þeystist af stað, þar til kom að brekku og þá löbbuðum við bara saman, það var ágætt. Í gær hjólaði ég svo upp hálfa brekkuna, löbbuðum svo saman smá spöl. Ég kríaði út þennan kosta grip með þeim orðum að þá get ég alltaf hjólað í vinnuna. Það er eins gott að standa við stóru orðin. Hef það þó á tilfinningunni að þetta verði auðveldara eftir því sem maður brúkar gripinn oftar. Mér finnst þessi hjálmur bara svo hallærislegur. Verð samt að vera börnunum fyrirmynd og setja hann á hausinn. Ég á hjóli með hjálminn held ég að sé rosalega lítið kúl.. kannski skánar það þegar ég er farin að hjóla upp alla brekkuna.. ekki alveg jafn aumkunnarvert! Vona bara að ávaxta- og grænmetisvélin sjái mig ekki!
Fleira sniðugt. Já, detox! Var að byrja að drekka einhvern hreinsandi safa, mjög mildur samt. Þarf ekki að drekka nema 1 og hálfan líter af þessu gutli á dag. Er reyndar alveg fram á kvöld að klára skammtinn, en 3 dagur af 10 er að hefjast. Fyrstu nóttina vaknaði ég og mig langaði að gubba. En núna, þá held ég að ég finni mun innra með mér. Já, kannski virkar það bara að hreinsa líffærin og út með allt ógeðið, sem safnast víst í manni. Drekka einhverjar jurtir og þær þrífa bara fyrir mann. Mjög sniðugt. Vildi að það væri hægt að hella sápu yfir húsið og svo mundi það bara hreinsa sig sjálft.
Mál að linni og glöð í sinni
Kveðja Áslaug
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.8.2007 | 11:42
Losað um stífluna
Eitthvað hefur farið lítið fyrir skrifum á síðuna. Svo langt er liðið að það er ekki lengur hægt að kommenta í athugasemdadálkinn við síðasta pistil. Þóra mín sendu mér nú netfangið þitt!
Danmerkur reisan gekk rosalega vel, sérstaklega miðað við það að vera með fimm ferðafélaga, en sá elsti náði 11ta árinu í ferðinni.
Við enturheimtum aupairina okkar, sem þýðir að aðgengi úr húsinu auðveldast til muna.. enda tók ég strax smá heimsóknartörn í síðustu viku.
Menningarnóttin (18 ágúst) er auðvitað framundan og Dixiebandið Öndin verður EKKI á sínum stað þetta árið. Skrúðganga verður frá Café Vín (kl. 20.15, þar sem Öndin hefur verið síðustu ár) og niður á Hressó, þar sem Öndin mun leika milli kl. 21 23. EKKI, já ekki, láta það fram hjá þér fara.
Annars er bara bjart framundan og mikil gleði. Því til viðbótar lærði ég að skrifa orðið SYSTKIN, sem minnst tvisvar hefur verið ritað rangt hér á síðunni og biðst ég velvirðingar á því!
Þar til næst
Kveðja Áslaug
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.7.2007 | 16:37
Síðan skein sól
Á ég að segja ykkur hvernig þeir tala í Kínlandi? Þeir segja bara eitthvað svona: fdsajl fdjkhh sajlj. Já, er það Guðrún Thelma sögðum við, ég og Baldur Snær. Þeir tala kannski líka svona í Japlandi, Spánlandi og á Krítlandi. Alltaf gaman þegar fjölskyldan fær sér göngu saman og spjallar dálítið í leiðinni. Við fórum í Sniglaskóginn hans Hálfdáns Helga og reyndum annaðhvort að forðast það að drepa sniglana eða hrópa upp af gleði ef aumingjans snigill endaði ævina undir kerruhjólum eða skóm. Risastórir rauðir og svartir slímugir sniglar. Sumir voru nú ekki alveg að kaupa það að þessi ógeðslegu dýr ættu tilverurétt. Ekki fundum við Mikka ref og Lilla klifurmús í þessum skógi, í þessari ferð enda eiga þeir líka heima á Íslandi, en allir hafa séð Snigla.
Sniglarnir eru reyndar algjör plága í garðinum hennar Önnu. Þeir fá þó miðað við aðstæður (nartandi í lífrænt ræktaða kálið hennar Önnu) nokkuð mildan dauðdaga ef þeir finnast þar. Þeim er safnað í krukku þar sem þeir drepast í einhverjum óþverra. Palli (maðurinn hennar Önnu), var að vasast í garðinum eitt kvöldið. Hvað er Palli að gera? Spyr einhver. Hann er örugglega að athuga með Sniglana sína svarar Guðrún Thelma, enda að verða fátt sem kemur henni lengur á óvart. Fólkið sem á íkornann Rauðtopp í garðinum sínum, hlýtur líka að vera safna sniglunum sem gæludýrum, sér til skemmtunar!
Þess ber þó að geta að Guðrún Thelma verður sífellt hugaðri í sniglabransanum. Í gærkvöldi aðstoðaði hún Ragnheiði (Möggu Öldu dóttur) við sniglaveiðar. Guðrún Thelma sá um að koma með krukkuna og rétta Ragnheiði hanskann.
Rauðtoppur virðist hafa flúið heimili sitt til margra ára vegna ágangs hóps íslenskra barna. Það hefur sést til hans í næsta garði, þar sem allir eru farnir í sumarfrí. Vonum þó að Rauðtoppur snúi aftur til sins heima í lok vikunnar.
Kveðja Áslaug, sem er alls ekki á móti sól
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.7.2007 | 12:18
Svo kom sólin
Hiti, sviti, og morgunkaffið úti í garði!
Hrakfarir III
Aumingjans Hálfdán Helgi á það til að vera pínu lítið óheppinn. Eitt sinn eftir kvöldmat fer Hálfdán niður og byrjar á því að fljúga á hausinn á bleikhærðri hárkollu sem liggur á gólfinu. Því næst flýgur hann aftur á hausinn og núna dettur hann um sjálfan sig (hvernig sem maður fer nú að því). Anna frænka sér fallið og það lítur nú ekki út fyrir að vera neitt svakalegt slys. Svo lítur Hálfdán Helgi upp og var allur blóðugur. Þá hafði hornið á spönginni á gleraugunum hans skorist í augabrúnina og komið lítill skurður. Þar sem við erum svo heppin að búa heima hjá ofurhjúkku og ofurfrænku, þá þurfti enga slysavarðstofu, þar sem skurðurinn var ekki svo djúpur. Anna límdi skurðinn saman með sterilstrippi, sem er ofurplástur og allt varð gott aftur. Allt er þá er þrennt er, eða er það ekki?...
Kaldhæðni
Forsagan er sú að þeir bræður Matthías Davíð og Hálfdán Helgi hafa mikið dálæti á þeim Karíusi og Baktusi. Þeir kunna held ég nærri því um það bil allt leikritið í heild sinni. Oft dunda þeir sér við að leika senur úr verkinu, sér og öðrum til skemmtunar.
Eins og svo oft fer Matthías sínar eigin leiðir. Við sitjum öll úti í stóra garðinum hennar Önnu, þegar Matthías röltir sér af stað. Það er auðvitað kallað á eftir honum Matthías, komdu, Matthías hvert ertu að fara, ekkert svar og engin viðbrögð. Matthías gengur upp tröppurnar, greinilega á leiðinni inn, snýr sér svo og segir þungum rómi Ég er nærri dauður úr sulti og fer inn!
Kaldhæðnin er auðvitað sú að barnið sem fær næringu í æð 12 tíma á sólarhring, segist vera nærri dauður úr sulti.
Ps. Matthías og við öll þökkum Blöndun í Apóteki LSH fyrir frábæra þjónustu, við fáum næringuna senda hingað til okkar heim að dyrum og án þessa frábæra fólks gæti Matthías ekki fengið að sjá heiminn og auðvitað er það líka fólkið sem sér til þess að Matthías Davíð er í rauninni ekki að deyja úr sulti, Takk!
Sólarkveðjur Áslaug
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.7.2007 | 19:37
Einræðisherrann
Vill einhver giska hver það er ? Jú auðvitað, Matthías Davíð eða litli snillingurinn og sprelligosinn okkar. Í garðinum hennar Önnu eru rólur, 2 rólur. 5 börn og tvær rólur getur verið ansi snúið. Í raun er samt bara 1 róla handa fjórum börnum. Frá fyrsta degi hefur Matthías litli nefnilega eignað sér aðra róluna. Matthías rólar og rólar og rólar og ef hann slysast til að fara úr rólunni, þá má enginn annar fara í róluna, nema að fengnu leyfi frá einræðisherranum. Þá er eins gott að hitta á hann á góðri stundu og sannfæra hann blíðlega um að fá róluna lánaða. Ekki sakar að færa honum gjafir s.s dót eða nammi í skiptum fyrir smá ról! Hann rólar og rólar og svo spyr hann Pabbi, er þetta góður hraði? (hann er 2 og hálfs) Pabbi, viltu ýta mér, Baldur Snær (sniðugur, þá eru helmingi meiri líkur að annar hvor svari: já). Ef einhver verður pínu lítið þreyttur á frekjunni í litla varg, þá gerir hann eitthvað sniðugt, svo allir fara að hlægja. Stundum leikur hann Karíus og Baktus með Hálfdáni Helga. Stundum syngur hann og sprellar eða hlær rosalega djúpt og hátt. Matthías stjórnar ferðinni, allir gera eins og Matthías segir, hann er yfirkrútt og lítill einræðisherra!
Uppáhaldið hans Matthíasar er Helga frænka. Þegar hann er spurður hvar er Helga frænka á meðan þú ert í Danmörku?, þá svarar hann ALLTAF hún situr í sófanum heima og bíður eftir mér. Í kvöld bætti hann svo við og hún sefur ekki! .
Matthías Davíð býr um þessar mundir í drottningarríkinu Danmörku. Danmörk er 900 fermetra lóð. Allt fyrir utan girðinguna er ekki Danmörk. Matthías fer í lestina, Matthías fer á bát, Matthías fer í tívolí , Matthías ætlar í dýragarðinn. En þegar allt kemur til alls, þá segir hann alltaf á endanum. Ég vil fara heim til Danmerkur, Hvenær förum við heim til Danmerkur. Húsið hennar Önnu og garðurinn eru Danmörk. Það sem við hin köllum Danmörk er ekki Danmörk, allavegana ekki í augum stubbalingsins Matthíasar Davíðs.
Bloggar | Breytt 14.7.2007 kl. 06:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.7.2007 | 07:30
Enn af Emil okkar..
Enn rignir í landi Dana. Við látum það samt ekki á okkur fá, enda von á sól eftir hádegið. En í stað þess að drekka morgunkaffið úti í garði, þá sit ég inni, fyrir framan tölvuna og því ekki að henda inn tveimur stuttum sögum af ferðafélögum mínum!
Hrakfarir II
Alltaf dettur tvíbbunum tveimur eitthvað sniðugt í hug. Þau fundu sér sitthvort tréð í garðinum hennar Önnu til að klifra í. Það vill þó ekki betur til en svo að Matthías Davíð kemur stormandi og truflar Hjördísi Önnu í klifrinu, hún rennur niður og fær sár á lappirnar og stóra rifu undir hendina. Anna frænka kemur til bjargar, en þar sem hún er að hugga skottuna litlu, heyrist Ó, ó, ó, ó, Ó . Hálfdán Helgi hafði dottið niður úr trénu, þannig að hausinn og búkurinn snéru á hvolfi niðri á jörðinni en löppin sat föst í trénu. Anna frænka hleypur til og losar löppina. Núna er heimurinn hans Hálfdáns ekki lengur á hvolfi. Tvibbarnir tveir lærðu að það er kannski ekkert voðalega sniðugt að klifra í trjám. Allavegana ekki þegar maður er bara 4 ára!
Pælingar
Í garðinum hennar Önnu frænku er stór aparóla, sem fest er í gamalt tré. Rólan er tekin niður við hátíðleg tækifæri þ.e. þegar allir eru farnir að hlaupa í hringi, þar sem hún er heldur rosaleg fyrir strumpana að vesenast einir í henni. Í fyrsta sinn sem aparólan var tekin niður voru allir að sjálfsögðu svaka spenntir. Allir fóru í röð við snúrustaurinn og biðu (mis rólegir) eftir að röðin kæmi að þeim. Hálfdán Helgi er svaka hugsi, svo kemur röðin að honum og hann situr og sveiflar sér í rólunni og segir loks: Átti Anna frænka einu sinni apa?
Kveðja Áslaug
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.7.2007 | 19:23
Þessir litlu vinir mínir..
Hrakfarir
Allir voru á leiðinni út úr húsinu hennar Önnu frænku þegar allt í einu heyrist: ég er fastur. Mamman, Pabbinn, Anna frænka og systkynin horfa öll stórum augum á aumingja Hálfdán Helga, sem hafði náð að troða hausnum á sér á milli rimlanna á kjallara stiganum. Nú var ég viss um hvernig mömmu Emils í Kattholti hefði liðið, þegar grautarskálin sat föst á hausnum á vesalings Emil. Anna segir: það sem kemst í gegn kemst til baka aftur! Pabbinn stóð í kjallaranum og togaði rimlana í sundur og Anna frænka hélt um hausinn á Hálfdáni. Mamman stóð bara eins og þvara og það sem rann í gegnum hugann var : Ætti ég að ná í myndavélina. Hausinn komst í gegn og allt fór vel, en engin mynd náðist af atvikinu.
Þegar þarf að redda málunum
Stóru börnin áttu að fá kvöld út af fyrir sig og fara í Tívolí. Það átti að leggja af stað fyrir kvöldmat, sem þýddi að tribbarnir (H.A, H.H, M.D) myndu ekki vera sofnaðir. Þau fóru auðvitað að forvitnast um hvert við ætluðum að fara. Ekki það að þau áttu að fá spes kvöld með Önnu frænku. Guðrún Thelma sem alltaf er með svör (mis trúverðug) við öllum spurningum systkyna sinna svarar og segir: Sko við þurfum að fara í mat hjá Borgarstjóranum og borða eitthvað ógeðslegt svín ég er enn hlægjandi, þegar ég skrifa þetta!
Kveðjur úr Kattholti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
sax
-
metal
-
thoragudmanns
-
sibbulina
-
ragnaremil
-
fjolan
-
benjonikla
-
siggav
-
ingvarvalgeirs
-
peturorn
-
nesirokk
-
saxi
-
ktomm
-
gudnim
-
jakobsmagg
-
ivg
-
swiss
-
millarnir
-
fjola
-
hjolaferd
-
smarijokull
-
kristmundsdottir
-
joningvar
-
hogmogskhihollandi
-
judas
-
hallurg
-
bless
-
josi
-
hofi
-
gunnarfreyr
-
ingo
-
olafurfa
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
charliekart
-
gunnarpalsson
-
gossipp
-
handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar