5.11.2007 | 07:05
Sunnudagur til sælu
Stórfjölskyldan mætti í Hafnarfjarðarleikhúsið rétt fyrir klukkan 14. Dr. Gunni hefur nú alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og hlustaði ég mikið á diskinn Abbababb þegar hann kom út, þó ég ætti engin börn, þá. Það var því mikið tilhlökkunar efni að sjá barnasöngleikinn á sviði. Það er skemmst frá því að segja að þetta var frábær sýning. Allir höfðu jafn gaman að, 3 ára, 4 ára, 8 ára, 11 ára og humm aðeins eldri. Að sjá Matthías (sko yngri) sitja yfir tveggja klukkutíma leiksýningu og aldrei örlaði á óróleika, var alveg magnað. Mæli með sýningunni, fínt í kuldanum og leiðindunum í vetur að skella sér á Abbababb med hele familien.
Það var ekkert annað
Knús, Áslaug
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.11.2007 | 19:52
Húsráð
Óttalega er nú notalegt að fá litlu krílin sín upp í rúm á nóttinni. En þegar krílin eru ekki eitt, ekki tvö, heldur þrjú. Þá verður nú að viðurkennast að heldur er þröngt á þingi. Bakverkir, svefnleysi og mikil þrengsli gera vart við sig. En hvað er til ráða? Ekki er hægt að úthýsa þeim úr stóra rúminu með látum. Matti var nú doldið sniðugur Kerfið virkar þannig að allir sem sofa alla nóttina í sínu rúmi fá karl svona eins og límmiða. Körlunum er safnað á blað og þegar einhver er kominn með 10 karla, þá eru verðlaun í boði. Ég hef barasta haft ofur mikið pláss í rúminu mínu síðustu sex nætur. Enginn komið að trufla mig við sof. Það sem meira er að enginn ungi kvartar. Þetta var sem sagt húsráð dagsins. Þá þyrftum við bara að fara losa okkur við dæluna hans Matthíasar og nætur prógrammið yrði fullkomið. Líklegast gengur það þó ekki í bili. Matthíasardagurinn bíður, bíður og ég vona að hann komi senn.
Annars bara allir hressir, stuð og stemmning
Kveðja, Áslaug
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.11.2007 | 11:55
og úti er ævintýri..
Jæja elskurnar, takk fyrir fallegar og skemmtilegar athugasemdir. Þannig er að ég má bara ekkert tjá mig um keppnina sem stendur, en mun ábyggilega gera það síðar. Hins vegar get ég tjáð mig um það að úrslitin komu mér ekki á óvart. Það er doldið síðan að ég heyrði lagið fyrst og þá vissi ég strax að það myndi sigra þessa lotu, frábært lag og hann Davíð minn algjör snillingur og gæðablóð. Þetta var spes lífsreynsla og þakka ég bakröddunum Pétri og Ernu fyrir að vera algjörir englar að stappa stálinu í litla hjartað (við fáum köttinn bara í eitthvað annað) , Davíð fyrir að eyða símtali í að kjósa mitt lag og Jasmin fyrir nuddið. Annars getið þið hlustað á lagið, ef þið farið inn á Laugardagslögin (linkurinn á blogginu hér fyrir neðan), og það í betur sándandi útgáfu. Lesenda tölur síðunnar hafa rokið upp úr öllu valdi síðustu daga og fannst mér ég því knúin til að láta vita af mér; lifandi og hress!
Risaknús,
Kveðja Áslaug
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.10.2007 | 11:05
RÚV kl.20.15
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
25.10.2007 | 22:28
Það er komið logn!
Þó þú lítir út um gluggann og sért ekki fullkomlega sammála mér, þá er samt komið logn.
Stormur alla vikuna, Matthías litli með um 40 stiga hita frá því á laugardag, fram og til baka upp á Bráðamóttöku, blóðprufur, sami pakki og venjulega. Blóðflögurnar fækka sér, crp hækkar og allt í steik. En viti menn, Helga frænka hringir frá Portúgal og segir mömmunni að hún eigi að biðja um að tekin sé þvagprufa. Hvað heldurðu að læknirinn á Bráða segi mömmunni í gær? Já, prinsinn er með þvagfærasýkingu. Ég lít þó á þetta sem miklar framfarir að fá svona einu sinni smá vitneskju um hvað sé í gangi. Þegar maður veit aldrei neitt, spáir og spekúlerar, þá verður maður æðislega kátur að fá einu sinni svar. Ég held að öll familían sé jafn "kát" með þvagfærasýkingu. Þetta leiðir okkur líka jafnvel pínulítið áfram í átt að stóra leyndarmálinu hvað er að Matthíasi Davíð! Td. er frekar óalgengt að strákar fái þvagfærasýkingu, sem segir að við verðum að skoða nýrun betur. Nýrun eru einmitt það líffæri sem við höfum horft til td. varðandi aminósýrutap og önnur gildi s.s. creatin sem er alltaf of lágt. Ýmsar upplýsingar komu frá London í apríl en enn bíð ég (og fleiri) eftir Matthíasardeginum mikla sem ég sagði þér frá einhversstaðar neðar á síðunni. Í dag er Matthías hitalaus og fær sýklalyf í æð! Allir kátir!
Hálfdán Helgi minn er alveg á útopnu sökum sýklalyfja og sterapústs, skapið pínu erfitt og pirringur í kappanum. Já, hann fékk nefnilega lungnabólgu. En kúrinn að klárast og ég fæ vonandi rólega Hálfdán minn fljótlega aftur.
Hjördís Anna mín bara kát og hress. Passar að bræðurnir taki lyfin sín og Hálfdán gleymi ekki pústinu, týni gleraugunum og svona. Litla mamman í hópnum! Það er voða erfitt að reyna að láta hana skilja að hún þurfi ekki að passa upp á prinsana tvo, það eru nefnilega aðrir í því hlutverki. En litla mamman passar sína.
Jæja þá er komið pínu info og bannað að fárast yfir skrifleti minni. Annars fer að detta inn doldið skerí og spennandi verkefni, sem ég era ð dúllast í .
Bara knús, knús og pínu snús með
Kveðja Áslaug
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.10.2007 | 16:23
Út í veður og vind
Ég man ekki eftir leiðinlegra hausti, kveflega séð. Áslaug síkáta er ekkert kát í dag. Prinsarnir fengu hita og leiðindi á laugardag. Miltað byrjaði að venju að éta upp blóðflögurnar í Matthíasi, en hann náði að snúa við áður en í óefni var komið og var mættur í leikskólann í gær. Hálfdán Helgi mætti svo í dag í leikskólann. Svo kem ég heim og Matthías aftur kominn með hita. Þetta veðurfar er gjörsamlega að fara með mig! .. Við sjáum hvað setur, allt í gúddí þó á meðan við þurfum ekki að fá gistingu á Hringbrautinni. Prinsessan 7-9-13, sú eina sem bíður ekki heim hverju sem er, kona að mínu skapi enda dugleg að borða grænmeti og ávexti og finnst nammi, frekar vont. Þó við mæðgur teljumst frekar líkar, þá eigum við það ekki sameiginlegt.
Annars bara allt með kyrrum kjörum
Kveðja Áslaug súra, snúra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2007 | 17:41
Gamalt og gott
Mín bara svaka öflug, daglegar færslur. Tók smá klausu út úr síðustu færslu, þegar ég mundi eftir nokkru sem heitir "höfundaréttur". Það var nú ekki erfitt, að fá gamla lærimeistara minn úr tónlistardeildinni í Kennó og Söngskólanum, þegar ég sló á þráðinn til hans í dag, til að samþykkja að ég mætti setja lagið hans í spilarann minn.. svo nú birtist klausan síðan í gær, sem ég felldi út. Reyndar eitt pínu furðulegt, að ég gat ekki sett lagið númer eitt í spilarann, af því höfundurinn er á eftir mér í stafrófinu ???? - enda ég kannski ekki mesti tölvugúrú í heimi!
"Ég ætla að bæta í spilarann lagi sem ég komst yfir um daginn, sem í sjálhverfu minni er auðvitað flutt af mér og hins vegar Kalla Olgeirs. Lagið heitir hjá Lygnri móðu eftir Jón Ásgeirsson og er eitt af mínum uppáhalds. Útgáfuna hafði ég ekki heyrt síðan 2002, eða árið sem ég og Kalli tókum þetta upp. Er einmitt þessa dagana að vinna smávegis með kappanum, ekki leiðinlegt að rifja upp þau gömlu kynni, enda held ég, ef ég tel rétt, að við séum búin að þekkjast í 20 ár."
Ps. svo velur maður "Hjá lygnri móðu" á spilaranum og þá ætti eitthvað að heyrast.. annars kveikja á hátölurunum.
Knús og kveðja, Áslaug síkáta
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.10.2007 | 17:01
Ræj, ræj, ræj.. það var og
Oft eru það doldið furðuleg atvik sem koma ritstýrunni í gang. Í dag var ég stödd eins og svo oft í Bónus. Það er svo sem ekki frásögufærandi nema fyrir það að fyrir aftan mig í röðinni er maður ásamt næstum því unglings syni sínum.. sem er reyndar heldur ekki frásögu færandi nema fyrir það að hann segir við soninn settu í poka fyrir mig!, eða, nei!, slepptu því, þú klúðrar því örugglega ??? Ég gat nú ekki annað en litið á manninn og strákurinn fer eitthvað að bisa við pokann og segir hálf skömmustulega ég get nú alveg sett í poka. Það er spurning hvort uppeldisaðferð mannsins sé annars vegar að ala barnið upp sem algjöran aumingja, sem á eftir að telja sér trú um í framtíðinni að hann geti ekkert, þar sem hann sé ekki einu sinni fær um að raða hlutum í poka. Kenning númer tvö, að pabbinn sé að beita öfugri sálfræði á næstum unglinginn, sem í þvermóðsku ákveður að setja í pokann, sem hann hefði annars ekki nennt, þrátt fyrir beiðni föðurins. Ég veit það ekki, en allavegana kveikti þessi maður ritþörfina aftur og þar hafiði það.
Ég held ég sé búin að byrja sirka þrisvar eða fjórum sinnum á pistli um brúðkaupið. Það gerðist svo margt skemmtilegt að ég held ég láti orðin you had to be there segja það sem segja þarf. Hins vegar var stundin mögnuð og tónlistin ótrúleg! Ég held ég verði að pota þakkarlista hér fljótlega, en það voru svo margir sem lögðu hönd á plóginn. Aldrei örlaði þó á hefðbundnu brúðkaupsstressi heldur gekk stressið út á getur Matthías litli tekið þátt og verður brúðkaup? Matthías lagðist inn á spítala á fimmtudeginum fyrir brúðkaupið. Á daginn sjálfan gekk lítill maður inn kirkjugólfið ásamt systkinum sínum með 326 í crp (sýkingafactor í blóði, á að vera 0-10 ef þú ert frískur) og blóðflögur 22 þúsund (eiga að vera 150 þús. og meira). Söng Karíus og Baktus í veislunni og missti ekki af neinu sem fram fór. Daginn eftir fékk hann hins vegar gefnar blóðflögur, þar sem hann var kominn niður í 15 þúsund. Ég held að engu öðru barni en Matthíasi Davíð hefði verið hleypt út af barnadeildinni með þessar tölur í blóðprufum, enda hafði hann tvær einkahjúkkur með sér ofursystur mínar!
Loksins pistill
Knúsi, knús
Kveðja Áslaug
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.9.2007 | 20:00
Kvef..
Bridezilla er lasin með hálsbólgu, hor og hósta! Það verður nú aldeilis sjarmerandi að sitja upp við altarið með rautt jólasveinanef, taka smá hóstakast, snýta mér og segja já, ég vil giftast honum. Enn eru þó nokkrir dagar til stefnu og vonum að af mér rjátlist þessi leiðindi.
Nóg er að snúast, vonandi gleymist ekkert og sjáum hvað setur. Allir boðnir og búnir að hjálpa, verst er þó að enginn getur mátað kjólinn fyrir mig. Ég hefði hreinlega ekki trúað því að einn kjóll og allt sem honum fylgir gæti verið svona mikið vesen. Ég er td. búin að kaupa ferna skó og loksins held ég að skó-málið sé í höfn, enda ekki seinna vænna.
Annars lítið að frétta, dagarnir snúast að mestu um brúðkaup fyrir utan svona venjulega rútínu, borða, sofa, pissa o.s.frv.
Ekkert brúðkaups pródúseraði ég þó í dag, enda með hósta og hor!
Góðar stundir
Kveðja, Bridezilla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.9.2007 | 17:44
Ég er gæs...
Ég sat fyrir framan sjónvarpið og horfði á Lottu (Astrid Lindgren), þegar dyrabjallan hringir. Kona segir við mig Áslaug, drífðu þig út, við erum búin að vera að bíða eftir þér og þú ert orðin allt of sein! Ég hleyp niður og sé konu og mann, kannast við bæði andlitin en tengi ekki. Matti réttir mér bakpoka Góða skemmtun, ástin mín. Ég fæ auðvitað nett áfall, en fer með þeim. Ég sest inn í þennan svaka sportbíl (Okey, er algjör nörd og hef ekki hugmynd um tegund, eitthvað svaka flott). Í aftursætinu er mótórhjólahjálmur, ég fæ algjört lost. Þau rugla í mér í átt að Reykjavík: ertu nokkuð mjög sjóveik? og fleira í þeim dúr. Ég er ýmislegt, en ekki spennufíkill á tæki og tól og myndi sjaldnast kalla mig HUGAÐA! Maginn var alveg kominn í kerfi. Ég fatta á leiðinni að bílstjórinn er gamall nemandi minn úr Smáraskóla og konan, vinkona Freyju og Löllu, sem á börn í Smáraskóla. Á endanum förum við niður Laugarveginn og sé ég ekki, Freyju, Löllu, Telmu og Írisi, standa og bíða eftir mér. Bjarna og Hröbbu, þakka ég æðislega vel fyrir skemmtunina í bílnum.
Við stelpurnar fórum á kaffihús og Nathalía bætist í hópinn. Eftir huggulega stund þar og ég búin að ná mér niður eftir spennuna, að ég ætti að fara á mótórhjól, bát eða annað, sem ég flokka sem glæfraskap þá segir Nathalía Þú ert pottþétt ekki ólétt? , Uh, nei, ekki ólétt, nefnilega óléttar konur mega ekki fara í næsta dæmi og ég er ólétt, segir hún. Telma fer með mig á næsta stað.
Lazertag ég, Telma og Freyja erum komnar á heimaslóðir mínar upp í Salahverfi. Niðri í lazertaginu bíða Begga, Svana, Rakel og Ásdís. Ég er látin klæða mig í þennan mega flotta sjálflýsandi búning. Netaleggings, bleikt pils, gulur bolur , græn peysa og afró hárkolla, svaka smart. Lazertag er ekki eitthvað sem mér hefði sjálfri dottið í hug að gera. Sjö stelpur á flippinu að skjóta úr geislabyssum á hvor aðra. Þvílíkt gaman! Ég endaði í fjórða sætinu í bæði skiptin. Rakel og Ásdís unnu sitthvorn leikinn, enda með tæknina á hreinu. Þær lágu í leyni, svaka pró! Svönu fannst ég líta út fyrir að vera þyrst og gefur mér bjór.
Eftir hamaganginn var ákveðið að gefa gæsinni pulsu, mm, voða góð. Því næst förum við, ég, Telma og Freyja upp í Salasundlaug (einmitt, ekki fara of langt úr hverfinu) og förum í pottinn. Eigum saman frábæra spjallstund í pottunum þar.
Þegar við höfum klætt okkur og sett upp andlitin, þá höldum við til Reykjavíkur (loksins, djóóók). Förum í Safamýrina og ég pæli doldið hvað við ætlum að gera næst. Segi svo að eina sem ég þekki, sem býr þar, sé Rakel, þó ég sé nú ekki enn búin að koma mér í heimsókn. Heim til hennar förum við, nú mæta allar skvísurnar, Begga, Svana, Ásdís, Nathalía, auðvitað ég, Freyja og Telma. Og nú bætist Jóna mín í hópinn. Lalla mín var orðin veik og ein af aðalskipuleggjundunum hún Solla, bolla, glöð og hýr, lá fárveik heima stórt knús. Mín fær Gin og Koniak og er plötuð í Singstar. Bara einu hef ég áður farið í þann leik og útnefndist Amatör þá og aftur núna! Söng Britney, en maskínan var greinilega ekki að fíla mig jafnvel og ungfrú Spjót. Amatör sagði vélin, verð greinilega að fara að æfa mig að syngja.
Við förum svo allar saman á veitingastaðinn Galíleó (Italian auðvitað). Sitjum niðri, alveg út af fyrir okkur, frábærlega kósí. Æðisleg þjónusta, frábær matur og besti félagsskapurinn. Sjávaréttasúpa í forrétt, í aðalrétt.. viltu giska?... Rétt!.... Lasagna fæða guðanna, eins og Grettir (Garfield) segir! Tiramisú í eftirrétt, rauðvín, kaffi og koníak. Arrg, sniiilllld! Eftir matinn færa stelpurnar mér gjafir. Ég ætla ekki að básúna því hér hvað ég fékk, en brúðkaupsnóttin gæti orðið forvitnileg. Frábærar vinkonur. Eftir langa setu og mikið spjall var haldið á Gaukinn, ég fór nú ekki svo sjaldan þangað í gamla daga. Magni og co að spila, svaka flinkir. Staðurinn hefur örlítið breyst, en þetta var fjör. Sátum og töluðum doldið meira. Það er pínu kjánalegt, að það eru svalir á Gauknum, en þangað má ekki fara til að reykja. Maður á að fara alla leið út og út á götu. Ég var reyndar svo heppin að þurfa að fara út og hitti þar Helgu Maríu og Siggu, yndislegu Smáraskóla vinkonur mínar. Þær komu inn og heilsuðu upp á gengið. Það voru teknir nokkrir sopar í viðbót af einhverju sem kallast áfengi. Þetta var þvílíkt fjör, en við skulum segja að ég hefði ekki verið fær um að keyra heim! Íris kom aftur í hópinn og gleðskapurinn stóð, þar til minn útivistartími var löngu búinn. Rúmlega þrjú, sá Jóna um að keyra okkur sem eftir voru, heim!
Þetta var svo skemmtilegur dagur að hann mun lifa í minningunni um ókomna tíð. Takk, takk, takk elsku vinkonur mínar! Er ennþá þakklátari að þið hættuð við að senda mig í útsýnisflugið, hefði hvort eð er lokað augunum allan tímann og beðið bænirnar.
Knús Áslaug
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
sax
-
metal
-
thoragudmanns
-
sibbulina
-
ragnaremil
-
fjolan
-
benjonikla
-
siggav
-
ingvarvalgeirs
-
peturorn
-
nesirokk
-
saxi
-
ktomm
-
gudnim
-
jakobsmagg
-
ivg
-
swiss
-
millarnir
-
fjola
-
hjolaferd
-
smarijokull
-
kristmundsdottir
-
joningvar
-
hogmogskhihollandi
-
judas
-
hallurg
-
bless
-
josi
-
hofi
-
gunnarfreyr
-
ingo
-
olafurfa
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
charliekart
-
gunnarpalsson
-
gossipp
-
handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar