5.2.2008 | 17:12
Ösku-öskur
Öskurdagur á morgun! Ertu búin(n) að ákveða hvað þú ætlar að öskra á morgun, svo þú fáir nammi!
Hvað varð um öskupokana gömlu góðu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.2.2008 | 18:53
Brá mér af bæ og í bæ
Mmmmmmmmmmmmmm fór út að borða í gærkvöldi, á Humarhúsið. Kannski ekki ódýrasti bitinn í bænum. Em maturinn maður!! Mmmmslefslefmmmahhhhhh, humarsúpa í forrétt og humartvenna í aðalrétt, hvítlauksristaðir- og gratíneraðir humrar. Vá hvað þetta var rosalegt!
Kíktum svo á miðbæjarstemmninguna og settumst inn á Hressó, kaffi og konnarar, ekki slæm blanda.
Heilsuðum upp á Norðlendingin Guðna Braga bassaling sem var ásamt fríðu föruneiti að fagna Bó Hall sýningu, sem framin var á Brodway. Bassusinn alltaf hress.
Kíktum að endingu á árshátíð líkamsræktarstöðvarinnar H-10, hitti slatta af fólki, en hugsaði jafnframt að nú væri fokið í flest skjól að vera mætt á árshátíð hjá líkamsræktarstöð (ég kannski ekki mest sportí týpa í heimi). Mikið stuð og mikil stemmning.
Að endingu labbað heim (svona til að brenna áfengissykrinum sem hafði verið innbyrgður, djók), enda komin á heimaslóðir í Kópavoginn.
Já, sko mina, ótrúlega dugleg að drösla sér út úr húsi!
Knús í krús, kveðja, Áslaug
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2008 | 17:40
´Þvílíkt spennt
Hálfu ári eftir að Matthías fæddist, þá leit dagsins ljós annar lítill strákur (já, já og örugglega margir fleiri), en sum sé fljótlega kom í ljós að þessi ákveðni drengur virtist eiga við svipað meltingarvandamál að stríða, en eins og hjá Matthíasi, ekkert finnst. Eru þeir eins? Eru þeir ekki eins?, Við getum ekki svarað því fyrr en við vitum hvar vandamálið eða vandamálin liggja. Allavegana eru þessir tveir flottu strákar háðir næringu í æð, sem er auðvitað heilmikið inngrip.
Engin hefur getað svarað spurningunni um hvað sé að. Fyrsta árið fór því að miklu leiti í fjölmörg panikköst, er hann með þennan sjúkdóm?, þennan? Eða þennan? Næsta pæling var: Víst að ekkert finnst þá eldist þetta kannski af þeim, kannski. En það er auðvitað ekki hægt að sitja endalaust og bíða. Maður situr bara ekki rólegur og bíður!! Það verður að leita og leita, þangað til eitthvað finnst.
Áður en ég eignaðist Matthías, þá hélt ég að læknar vissu allt. Eða allavegana hér um bil allt, sem snýr að læknisfræði. Maður hélt að víst að hægt er að skipta um nánast hvert einasta líffæri mannslíkamans, nema heilann og þarmana (uh þarmana, þeir eru víst reyndar farnir að gera tilraunir með það), þá myndu læknavísindin auðveldlega geta læknaðniðurgang (ég veit smekklegt). En árið 2008, þá er það ekki svo, allavegana ekki hérna á Íslandi. Og ég sem hélt að læknar vissu allt! En málið er auðvitað aðeins flóknara en að lækna niðurgang.
Fyrir rosalega tilviljun þá ráða örlögin ferðinni og er þessi umræddi litli drengur kominn til Boston ásamt mömmu sinni og fleiri ferðafélögum. Þeir í Boston sögðu kokhraustir við skulum finna greiningu svo nú hangi ég inni á síðunni hennar Siggu (Sigga V bloggvinur, frekar neðarlega) vinkonu minni og bíð spennt eftir því hvað kemur í ljós.
Við fórum til London í fyrra, sem var reyndar frekar glötuð ferð, en þó nokkrir hlutir sem hægt er a ð elta komu í ljós td. aminósýrutap. sem reyndar má alveg fara að spíta í lófana með að elta.
Nú eru þau komin til Boston og ég þvílíkt spennt, því það getur opnað möguleika fyrir Matthías ef þeir virðast vera doldið sniðugir þar úti.
Fólk segir svo oft, afhverju fariði ekki þangað eða hingað eða bara út um allt! Málið er bara ekki svona einfalt, nema auðvitað að verða öreygi á viku og er maður þá eitthvað betur staddur, nei hélt ekki.
Við búum við ágætis heilbrigðiskerfi innan vissra marka, en samt er svo rosalega margt sem þarf að skoða og bæta úr.
Eigið góðar stundir, knús, kveðja, Áslaug
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.1.2008 | 13:18
Hér er ég...
hér er ég, góðan daginn, daginn, daginn!
Þá er mín farin að mæta í ræktina með tengdó og mágkonan fengin til að píska okkur út. Já nú er að duga eða duga og segja fitupúkanum stríð á hendur. Feitilíus bara kominn í ónáð hjá minni! Og hananú!
Ég byggi mér hús, ég byggi mér hús, ég byggi mér hús úr spítum. Teikningar af nýja húsinu tilbúnar, þá á bara eftir að fá samþykki. Ég enda líklegast með að búa uppi á fjallstindi, því alltaf færist búsetuhæðarlínan ofar.
Þakka pennt fyrir að vera Kópavogsbúi um þessar mundir og fylgist með skrípaleiknum í borginni úr fjarlægð. Hvers konar valdasýki er í gangi? En ætli þetta verði ekki allt saman gleymt og grafið í lok ársins, eða kannski bara eftir svona viku.
Ungarnir allir í stuði, hressir og kátir
. og ég líka,
Knús, Áslaug
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.1.2008 | 23:03
Gamalt og gott
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.1.2008 | 14:37
Borðspil
Matthías kominn með nýjan legg (þyrfti nú kannski að setja inn mynd af leggnum svo fólk viti hvað ég er að tala um þ.e. þeir sem ekki hafa séð Matthías), og er hinn sprækasti. Það má eiginlega segja að hann sé of-hress í dag, miðað við að hafa verið í aðgerð í gær og ekki viljum við að nýji leggurinn renni út.
Mér til mikillar furðu og gleði hafði verið ákveðið að setja hann í múkk líka í gær og klára þar með nýrnahringinn (hm. fyrir utan aminósýrurtap, hm.). Múkk skuggaefni sprautað í þvagrásina og teknar röntgenmyndir, gert til að leita td. að nýrnabakflæði. En eins og við segjum alltaf Hann Matthías er svo eðlilegur. Ekki það að ég vildi að eitthvað væri að nýrunum. Maður verður bara stundum pínu þreyttur á að lenda alltaf á 0 punkti aftur.
Mér líður stundum eins og ég sé búin að spila sama spilið í 3 ár. Stundum kemst maður einn eða tvo reiti áfram, en svo lendir maður ALLTAF á byrjunarreit. Frekar hallærislegt spil og leiðingjarnt til lengdar, fyrir utan það að spila reglurnar eru bara asnalegar.
Svo þegar lífið verður doldið erfitt, þá gerist eitthvað skemmtilegt. Sat og drakk kaffi pínu þunglynd svona yfir þessu leiðinlega spili, þar sem byrjunarreiturinn er aðal reiturinn eiginlega eini reiturinn. Og þá hringir kona, sem vinnur á skrifstofu úti í bæ og færir mér verkefni, sem ég ætla ekki að blogga um (í bili allavegana). Við þetta verkefni ætla ég að dúlla mér við næstu vikuna! Konan af skrifstofunni (úti í bæ) hefur auðvitað ekki hugmynd um hvað þetta bætti daginn minn um helling. Svona er þetta nú sniðugt, að maður getur glatt einhvern án þess að vita það!
Kveðja, Áslaug
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2008 | 06:52
Föstudagur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.1.2008 | 08:51
Oprah
Horfði á Opruh í gær, þar sem tvær Hollywood stjörnur voru að ræða um börnin sín sem greind eru með einhverfu. Þær vildu báðar rekja einhverfu m.a til bólusetninga, en sögðu jafnframt að auðvitað sé það ekki sannað, bara þeirra tilfinning. Ég mundi þá eftir því að vinkona mín, sem er menntuð í utangarðs læknabransanum (óhefðbundnar lækningar) sagði mér einhvern tíman að í bólusetningum sé m.a. notað (að mig mynnir), formalin ásamt ýmsum efnum sem maður myndi aldrei innbyrða, ef það lægi á borðinu fyrir framan mann. Ég ætla ekki að rökræða um hvort þetta sé satt eða logið, hef bara enga þekkingu á þessu öllu saman. Hins vegar fór ég að hugsa aftur á bak, en ég geri doldið af því, og fór að spá í Matts minn.
Þegar hann var pínu kríli þá auðvitað hrjáði hann þessi dularfulli sjúkdómur í meltingunni, en að öðru leiti þá var ekkert að honum. Hann var td. greindur með RS- vírusinn 2-3 mánaða (man nú ekki alveg nákvæmt), sem getur lagst mjög þungt á lítil börn. Ég man líka að deildin var full af RS-um (lítil börn með RS), en ég man okkur fannst þetta bara fyndið (að greina hann með RS), því hann var með smá hor og það má segja að hann hafi snýtt RS-inum út og eina sem við græddum á þeirri greiningu var einangrun.
Hins vegar 10 dögum eftir 18 mánaða sprautunu, þá verður Matthías rosalega veikur og mig mynnir (þarf nú að tékka á þessu, því það kveiknaði LJÓS við að horfa á Opruh), að þetta sé í fyrsta sinn sem crp. rýkur upp úr öllu valdi og blóðflögurnar fækka sér lífshættulega. Hafði reyndar fengið eina leggsýkingu og crp auðvitað í tómu tjóni, en engin blóðflögufækkun. Það fannst engin skýring á sýkingunni, en við ræddum, ég og doktorarnir að undir venjulegum kringumstæðum er ekkert verið að mæla crp. hjá börnum eftir 18 mánaða sprautuna. Þau verða bara veik, eins og stendur í bæklingnum og sagan búin. Matthías bregst greinilega samt mun ýktar við og nú er svo komið að hann má varla verða veikur án þess að þessi sama rútína endurtaki sig. Var það bólusetningin? Ég veit það ekki, en best ég ræði nýjustu kenninguna mina við doksann hans Matthíasar í dag!
Tek þó fram að ég hef ekki hundsvit á læknisfræði (nema sjálflærðri) og ég hef þannig séð ekkert á móti bólusetningum, hef látið bólusetja öll mín börn. Hef heldur aldrei tekið því þannig að viðmælendur hjá Opruh boði heilagan sannleik. Mér fannst þetta bara pæling!
Kveðja, Áslaug
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.1.2008 | 09:19
JESS!
Það ótrúlega gerðist! Þrátt fyrir ljótari blóðprufur, þá snéri Matthías við um hádegi í gær. Fékk annað skot af sýklalyfi í æð og hitinn púmm niður! Var með nokkrar kommur í gærkvöldi, en er núna hitalaus og hinn sprækasti. Hann á auðvitað eftir að jafna sig og þarf líklega að fá nokkrar lyfjagjafir enn, en nú held ég að bataferlið taki við. Hann er búinn að vera veikur í viku og þarf örugglega vikuna í að snúa til baka og ná blóðflögunum upp, svo hann geti mætt aftur í leikskólann. Hann er einmitt mikið að spá í það, hvenær hann geti nú mætt þangað En núna er ég ekki lasinn lengur, get ég þá farið í leikskólann á morgun???.
Sjálfri líður mér eins og ég hafi verið á togara í viku, hef reyndar aldrei verið á togara, en ég held að tilfinningin sé svona, allavegana ef ÉG hefði verið SEND á togara í viku!
En þó þessari hrinu sé vonandi lokið, þá má samt ekki leggja árar í bát, því leitin að leyndarmálinu heldur áfram! Maður verður að leita, til þess að finna!
Jæja ætla að snúa mér að barnaefninu, spurning hvað prinsinn velur núna að horfa á!
Ps. Áður en ég eignaðist börn, þá hneykslaðist ég rosalega á sjónvarpsglápi hjá litlum börnum, mín börn áttu sko bara að horfa á sjónvarp spari! Svona er Ísland í dag!
Knús og kveðja, til þín, frá mér,
Áslaug
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.1.2008 | 08:50
Framlenging
Ferðinni var framlengt. Matthías er reyndar ennþá heima, en er kominn aftur á sýklalyf í æð og alveg hund-lasinn. Var með 39 s. hita í gær og 40 í alla nótt og í morgun. Ég sé ekki annað en hann muni framlengja leigusamninginn á Hrinbrautinni nema eitthvað ótrúlegt gerist!
Vá, hvað ég hlakka svaka til að fara að skrifa aftur um eitthvað allt annað og ómerkilegra!
Knús í mús eins og Skoppa og Skrítla segja, búin að horfa á ótrúlegt magn af barnaefni síðustu viku!
Kveðja, Áslaug
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
sax
-
metal
-
thoragudmanns
-
sibbulina
-
ragnaremil
-
fjolan
-
benjonikla
-
siggav
-
ingvarvalgeirs
-
peturorn
-
nesirokk
-
saxi
-
ktomm
-
gudnim
-
jakobsmagg
-
ivg
-
swiss
-
millarnir
-
fjola
-
hjolaferd
-
smarijokull
-
kristmundsdottir
-
joningvar
-
hogmogskhihollandi
-
judas
-
hallurg
-
bless
-
josi
-
hofi
-
gunnarfreyr
-
ingo
-
olafurfa
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
charliekart
-
gunnarpalsson
-
gossipp
-
handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar