Fjör-röjf

Þetta var nú aldeilis fjörleg helgi.  Heimsóttum Bráðamóttökuna á föstudagskvöld, Matthías með hita og grunur um þvagfærasýkingu leiddi til sýklalyfja í æð alla helgina. Rétt náði helmingnum  af “Bandinu hans Bubba”, frábært band og verður örugglega hinn skemmtilegasti þáttur.  Hef heyrt að fólk sé mjög ánægt með hversu beinskeyttir dómararnir voru í gagnrýni.  Var reyndar ekki alveg sammála, þar sem þetta var nú bara fyrsti þáttur og keppendur að ná af sér stressinu.  Finnst ekkert gaman að sjá fólk lenda í hakkavélinni, er líka alveg viss um að allir standa sig mun betur næst.  

Laugardagskvöld og Hjördís Anna byrjaði að gubba strax eftir úrslitin á Evróvision, held samt að það hafi ekkert með úrslitin að gera.  Nema hún eigi við samskonar genetískt vandamál að stríða og mamma sín, en kjellan fær líkamleg einkenni við að heyra flest alla 80s tónlist (svona almennt, eins og þeir vita sem til þekkja). 

Mjög gott að einhver vann keppnina, annars hefði þetta nú verið frekar furðuleg keppni, segir Áslaug ein af fjölmörgum Evróvision lúserum þessa ársWink.  Nú hver tók svo við af öðrum í gubbustandi fram á mánudag.

Þriðjudagur, Matthías heldur uppteknum hætti, sem kemur grunnvandamálinu ekkert við, hemó 89, crp 64, blóðflögur 125, lækkun á hvítum o.s.frv. en hress að vanda!

Er þetta byrjun eða endir á ævintýri?, Við sjáum hvað setur…

Kveðja,

Áslaug, samt bara nokkuð tjilluð


Já, nú meiga menn fara að vara sig!

Fékk skærbleikan Hello Kitty gítar í afmælisgjöf, Hello Kitty ól og skærbleikar gítarneglur í stíl.  Já, gítarhetjur landsins skulu bara vara sig þegar “Áslaug and the pink guitar” eru komin á kreik.  Nei, ég mun ekki sýna neina vægð.  Ég mun taka öll giggin og það án þess að skammast mín.  Já, fann strax að ég hef taktíkina á gítarinn enn í puttunum D, D7, A og G hljómarnir ruddust fram.  Aðrir hljómar eru hvort eð er bara svona show of! ..Nema kannski ef lög eru í moll, en þau eru hvort sem er eitthvað svo “sad”, ég ætla hvort sem er bara að spila svona hressa slagar á gítarinn.. moll, smoll!

Annars átti ég góðan afmælisdag og fyllti bílinn minn af snjó.  Ætlaði að vera æðislega sniðug og sleppa því að skafa.  Ætlaði að opna gluggan smá og ýtti á opna takkann og nema hvað að hann neitaði að stoppa, opnaðist upp á gátt og snjórinn hrundi inn.  Í stað þess að fara út úr bílnum að skafa, þá þurfti ég að leggja á mig mun meiri vinnu við að standa og moka snjónum út úr bílnum, plús það að verða blaut á rassinum þegar ég settist inn aftur.  Já, maður á alltaf að spara sér sporin! 

Varð hugsað til þess þegar ég bakkaði næstum niður aumingjans póstinn í innkeyrslunni, af svipuðum orsökum, en póstkonan ætlaði að færa mér einhverja glaðninga.  Ekki það að ég opna hvort eð er næstum aldrei póstinn.  Einn vinur minn spurði mig um daginn: Áslaug hefur þú aldrei áhyggjur af peningum?  Ég svaraði ægilega kúl einhverju um secret, að ef maður hefur aldrei áhyggjur af peningum, þá verður þetta ekkert vandamál.  En, kannski er raunverulega ástæðan bara að ég nenni ekki að opna póstinn.  Ég keyrði nú samt ekkert niður póstinn, bara næstum því!

En nóg um póstinn.  Fékk út að borða boð og fór á Rossopromodoro, Italian auðvitað.  Spaghetti Carbonara og sat í alsælukasti með matinn minn! Mmmm ítalskur matur og rauðvín, besta blanda í heimi!

Ekkert afmælisboð þetta árið, en kannski færðu boð á því næsta!

Kær kveðja til þín, frá mér 


19.02

.......hún á afmæli í daaaag!

Markmið

Sjö færslur í sjö daga í röð.. það tókst, eins kjánalega og það hljómar!

Hvað ætlar þú að verða væni..

Eftir 6 ár og 4 daga, þá verð ég 40 ára!  Mér finnst það doldið smart aldur, hugsa að ég haldi veislu og bjóði familíunni.  Jú, jú og vinum, sumum sem eru á listanum ef veislan væri í dag, einhverjir hafa kannski dottið út af listanum þegar og ef að af verður og mjög líklega einhverjir nýjir bæst í hópinn.  Svo eru það þeir sem eru hvað þaulsetnastir á listanum og  hafa þá setið þar í a.m.k. 30 ár!

Ég er svo hress og skemmtileg í sambúð að minnst 2 sinnum í viku fer ég að sofa um leið og börnin mín þ.e. um kl. 19.30.  Það ætlaði ég að gera eitt kvöldið, þegar mér var hugsað til athugasemdar frá henna Fjólu minni Æ.. “Hvað ætlar þú að afreka fyrir 40?”.  Ég lá bara andvaka yfir þessari pælingu.  Hugsaði til þess tíma þegar ég átti 16 ár og 4 daga í að verða 40 og var með þetta allt á hreinu.

Mér datt bara ekkert í hug sem ég á eftir að afreka.  Hvað er að mér? – hugsaði ég.  Ekkert sem mig langar til að afreka, er ég orðin svona sjúklega metnaðarlaus!  Auðvitað er kannski eitthvað sem mann langar að gera, en svo sem ekkert sem ég þarf endilega að afreka. 

Fyrir 16 árum og 4 dögum lifði ég líka voða mikið í framtíðinni.  Ég held að breytingin sé mest sú að í dag þegar 6 ár og 4 dagar eru þangað til að ég verð 40 ára, að ég lifi mest megnist bara í núinu.  Plana kannski vikuna og einstaka atburði fram í tímann.  Hef alltaf verið mikið fyrir svona “surprise” og læt lífið bara um að koma mér stöðugt á óvart.  Metnaðarleysi?, Ég veit það ekki, kannski leti?

Ég á nú reyndar eftir að ganga á Esjuna, kannski ég hafi það bara sem markmið fyrir 40 ára.

 Jú, ég á eina ósk og það er að sjá börnin mín vaxa úr grasi, en það verður samt vonandi langtímaverkefni (oh, væmin) – en samt satt!  Jú og heilsan, hún er jú það eina sem maður virkilega þarf á að halda (þá er nú kannski ekki seinna vænna en að fara að drepa í, hummm!)

Svona er nú það, kominn föstudagur, ætla út að hitta nokkrar steypuvélar.

Knús, knús, Áslaug

 


Fæðing

Hvað get ég sagt, eintóm hamingja, byrjaði að æfa stöffið mitt með strákunum.  Það er alltaf eins og pínu fæðing að heyra lögin sín með fullskipaðri hljómsveit.  Eða um það bil fullskipaðri.  Þrási minn er auðvitað sá eini okkar sem hegðar sér eins vinnandi maður og getur því ekki æft á morgnana.  Hann fær því bara demo til að vinna eftir (og kannski eina æfingu).  Stefnt er á upptökur fljótlega, en þeir sem ætla að leika við mig á þessari plötu eru: Matti á orgel, Jón Geir á trommur, Óli Kristjáns á bassa, Þröstur og Þráinn á gítara og Þröstur ætlar að sjá um upptökur!!  Svo þarf maður að dobbla einhverja sniðuga í bakraddir og e.t.v. annað dúllerí.  Stefnir í að verða doldið gospel rokk með smá metal og popp blendingi.  Ég auðvitað held bara minni stefnu með að vera persónulegi trúbadorinn, ekkert annað  í stöðunni, maður verður að koma þessu frá sér.  Ótrúlega skemmtilegt!  Vonandi get ég hent inn demói fljótlega, svo þú missir þig ekki af spenningiGrin.

Knús í krús, kveðja Áslaug

Ný kynslóð...

Ég lenti inn í doldið skemmtilegri kennslustund um daginn.  Frekar stórir krakkar sem áttu að æfa sig fyrir heimsókn frá “Tónlist fyrir alla”!  Mín ákvað auðvitað að deila með nemendum smá fróðleik víst að tónlist var námsefnið.

Ég: Andrea Gylfadóttir söng þetta lag, en vitiði í hvaða frægu íslensku hljómsveit hún er.           

Einn sem vissi greinilega aðeins meira en hinir svarar: Já, Todmobil                                                  

Ég: einmitt, vitði hverjir fleiri eru í þeirri hljómsveit?

Þögn!

Ég: Þorvaldur Bjarni, þið vitið hver hann er?

Já, þau vissu það, Idol, Laugardagslögin, og þá allt í einu tekur sá sem vissi meira en hinir við sér og kallar: Jaaaá og gaurinn sem keyrði á staurinn!

 

Næst var tekið fyrir lag sem er eftir Magnús Eiríksson.  Mín reyndi að skapa smá umræðu um Magnús, hvað hann hefur samið og reyndi að sannfæra krakkana að maður þyrfti nú að muna þetta nafn, svo maður liti ekki út eins og kjáni að þekkja ekki einn okkar ástsælasta dægurlagahöfund

Þá segir einn doldið hress:  Ég þarf ekkert að muna það, mér leiðist hvort sem er svona dægurtónlist!  Þar með var það útrætt.

 

Marsbúar cha cha cha,

Ég:  Sigtryggur Baldursson syngur þetta, vitiði hver hann er?

Horfði á næstum 20 gjörsamlega tóm augu.

Þið þekkið hann kannski undir nafninu Bogomil Font.

Augun 20 enn jafn gjörsamlega tóm

Jæja, hann söng þetta með hljómsveit, sem heitir eitthvað sem tengist peningum ….?

Nokkrir:   Jaaaaaá Miljónamæringarnir

 

Alltaf stuð að kenna!


Steikin, ég

Ætlaði að gera tilraun og reyna að blogga á hverjum degi í eina viku. Afhverju huxarðu? Til hvers? En þannig er það nú bara, stundum dettur mér bara svona lagað í hug.  En ótrúlegt en satt, þegar maður setur svona pressu "Úúúú, daglegt blogg", þá dettur mér bara ekkert í hug. Ekkert, nix!

Bloggfærsla dagsins er því:  Ég ætla að blogga á hverjum degi næstu 5 daga

Spurning dagsins er: hvað á ég að blogga um á morgun? 

 


Bíó

Fór í mína um það bil árlegu bíóferð og sá “Brúðguman”.  Mikið rosalega var þetta nú góð mynd.  Mjög fyndin á köflum , en samt líka smá drami.  Myndatakan rosalega flott.. Ég hef aldrei komið út í Flatey, en held að nú verði ég að láta verða af því (kannski næsta sumar sé sumarið).  Þvílík fegurð (já, ógslega væmin)!  Allir leikararnir æðislegir,… rosalega eigum við mikið af góðum leikurum!  Já, mín bara svona hrykalega jákvæð og jafnvel spurning um að fara bara í bíó aftur á þessu ári.

Alles in ordnung og svo væri voða gaman að þú myndir kvitta fyrir innlit,

Með sól í hjarta, knús, Áslaug


Aumingja tröllkallinn

Oft er mikið fjör á bænum, sér í lagi þær helgar þegar öll fimm börnin eru saman komin.  Finnst þó oft voða ljúft hvað Guðrún Thelma (stóra hans Matta) getur verið dugleg að halda tribbunum í alls konar leikjum.  Ég hef td. þessa helgina horft á sirka 6 þætti af “Desperate houswifes” – held samt að það hafi ekki verið neitt skot á mig, þegar ég fékk 2 fyrstu seríurnar í jólagjöf í fyrra..hm, eða hvað? 

Allavegana gengur oftast vel og allir leika saman, stundum slettist þó aðeins upp á vínskápinn, eins  og áðan, þá kemur aumingjans Hjördís Anna hágrátandi út úr herberginu “Ég mátti bara vera tröllkallinn og hann átti bara að hoppa og skoppa”, já illa farið með litlu dramadrottninguna mína, doldil drama, svona eins og mamma sín.  Hún vildi vera Turtles ofurkonan, en fékk einungis það auma hlutverk leiksins að vera tröllkallinn!

Annars vorum við svaka menningarleg í gær og stóðið mætti á barnatónleika hjá Lúðrasveit Verkalýðsins og Skólahljómsveit Austurbæjar.  1 og hálfur klukkutími og allir skemmtu sér vel.  Kannski ekki við öðru að búast, frábær kynnir, já Óli úr Abbababb mætti (Jóhann G Jóhannss., leikari) og auðvitað hinir frábæru stjórnendur hljómsveitanna, Snorri Heimisson og hún Villa, snöruðu fram svona skemmtilegum tónleikum. Gaman að heyra lúðrasveit spila “Mika” ásamt fullt af öðrum sneddí lögum, í nýjum útsetningum.

Rann upp fyrir mér ljós, að það vantar meira svona menningó að gera um helgar með krökkunum.  Sérstaklega þegar veðrið er svona leiðó, því þá nennir maður ekki í húsdýró!

Tja amigos


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband