Á Gæsaveiðum

Gæsagleði

  Til hamingju Kristrún með að vera búin að telja allar gæsirnar hjá Óla á Álftanesinu!

 -         Kristrún frænka var að ljúka verkefni í líffræðinni uppi í Háskóla, sem gekk út á að tveir og tveir sátu 6 tíma vaktir í einu og töldu gæsir.  Reyndar er þetta ákveðin tegund af gæsum, sem kemur við hjá forsetanum á leið sinni til Grænlands.  Allavegana fyrsta sinn sem einhver úr minni fjölskyldu kemst svona nálægt því að vera boðið í afmæli á Bessastöðum… Eða kannski ekki alveg “boðið” heldur meira að fylgjast með afmælinu undir því yfirskyni að vera að telja gæsir!

 
Ps.I  Engin ábyrgð tekin á staðreyndavillum 

Ps.II Að meðaltali níuhundruð og eitthvað gæsir (væntanlega á dag) 

 
Kveðja Áslaug


Til gleðinnar

Tónleikarnir gengu frábærlega.  Til hamingju Matti minn – snillingur! 

En mikið svakalega er ég líka fegin að herlegheitin séu afstaðin.  Þvílíkur undirbúningur og stress. 

Það var frábær mæting, örugglega í kringum 170 manns sem mættu (miðað við stóla fjölda) og stemmningin fór allan hringinn, hlátur og grátur – sem var við hæfi.

Það var líka magnað að allir þessir tónlistarmenn voru tilbúnir að leggja svona mikla vinnu á sig.   Eftir tónleikana var svo boðið til veislu.  Matta systir hans Matta (alltaf jafn gaman að segja þetta) sá um að útbúa veitingar og veita fólki meðan á veislu stóð.. og á hún sérlegar þakkir fyrir það.  Þegar líða tók á veisluhöld stóð eftir góður hópur af partý ljónum.  Það náðist þó ekki að klára bjórinn og rauðvínið (enda töluvert magn keypt)! En mikið svakalega var nú gaman! Veisluhöld stóðu þar til húsið lokaði og þá lagði hluti hópsins á sig bæjarferð.  Ég þakka Árna sérlega fyrir aksturinn!… á frú og bónda!

Matthías fékk næturgistingu hjá Helgu sinni og var skemmtinefndin í Mosó í góðum gír við að þjóna prinsinum. – Takk fyrir það. 

 

Tvibbar buðu foreldrum ömmum og afa á tónleika Englakórsins í gær og var það hin besta skemmtun, þó skrautleg væri.  Hjördís Anna söng hátt og snjallt með á milli þess að hún dundaði sér við að ná reiminni úr pilsinu sínu, sem tókst að lokum og rölti sér til mömmu sinnar til að láta mömmu geyma reimina (á miðjum tónleikum).  Söng svo aðeins meira með, á meðan hún festi hárspennurnar í bolinn sinn (æðislega fínt). Hálfdán Helgi var svona meira að pæla í því hvað krakkarnir í röðinni fyrir aftan væru að gera.  Lagði sig svo aðeins á sviðinu og endaði svo í fanginu á afa sínum undir lok tónleikanna.. þar til tilkynnt var að boðið væri upp á nammi og þá var minn maður fljótur upp á svið aftur!  En frábærir tónleikar samt enda er maður nú bara að verða 4 ára.

Kveðja Áslaug 


Tónleikar á laugardaginn -

Það er komið að því að Matti útskrifast úr Tónlistarskóla Fíh. Næsta laugardag verða burtfarartónleikarnir hans, klukkan 17 í sal skólans, Rauðagerði 27. Á dagskránni er frumsamið efni eftir Matta.

Prógrammið samanstendur af mjög flottum og kúl lögum sem hafa fjölbreytta hljóðfæraskipan - Ég get alveg sagt með sannfæringu að þetta verða mjög skemmtilegir tónleikar (það er nú alltaf mikilvægt). Ég syng tvö lög og einn dúett ásamt Hildi Guðnýju Þórhallsdóttur.

Eftir tónleikana verður svo boðið upp á veitingar og partýljónin eru vinsamlegast beðin um að staldra lengi við!! Ég held, að fyrir þig sé það um það bil nausynlegt að mæta, sjá og heyra hvað karlinn hefur verið að bralla undanfarið.

Sjáumst á laugardag, kveðja Áslaug

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

News from London

Þá er niðurstaðan komin frá London.  Engin sjúkdómsgreining, barn með krónískan niðurgang frá fæðingu (sem við höfum s.s. orðið vör við).  Það eina nýja sem kom fram er að hann lekur aminosýrum (aminosýrur eru uppbyggingarefni próteina), bæði í gegnum nýru og görn.  Ekki það að frá upphafi hafa aminosýrurnar verið í brengli, en hér heima hafa þeir skrifað það á næringuna í æð.

Þeim í London finnst þessi leki of mikill til að hægt sé að útskýra það þannig.  Reyndar á eftir að fá útkomu úr smásjársýnum, en sú útkoma ræður því hvernig aminosýrurnar verða eltar uppi.  Það hefði verið auðveldara að vinna úr þessu ef hann læki td. þremur gerðum af aminosýrum, en hann lekur þeim öllum sem gerir eltingaleikinn mun flóknari í úrvinnslu.  Í raun er ég að reyna að útskýra svo flókna lífeðlisfræðilega þætti að mig vantar sirka eitt doktorspróf til að reyna að koma frá mér einhverju skiljanlegu.

Næsta skref hjá þeim í London væri að setja í hann sondu eða gastrostomíu (hnapp á magann fyrir mat) og prófa hinar og þessar fæðutegundir og þyrftum við að vera þar í marga mánuði meðan það ferli yrði þaulreynt.  Fyrir okkur er það ekki valkostur.  Við erum búin að prófa þennan mismunandi matar-pakka og sondupælingar.  Nú er Matthías orðinn svo stór að það yrði meiriháttar mál að reyna að sondunæra hann enda barn sem getur alveg borðað (það lekur bara í gegn). Eins er þetta hlutur sem er alveg hægt að gera hér heima (aftur), og myndi ekki kosta þig og íslenska ríkið miljónir.  Staðan er því í bili að bíða eftir loka sýnunum, athuga hvort einhverjir af íslensku sérfræðingunum gætu ekki haft eitthvað fram að færa í aminosýru pælingum.  Matthías heldur bara áfram með sína næringu í æð 12 klst. á sólarhring. 

Reyndar hefur hann verið í fínu formi undanfarið og við getað haft hann lausan við dæluna eina nótt í viku.  Næsta skref er að prófa 2 nætur í viku, enda erum við mjög fljót að sjá þegar hann dettur úr formi og þá hendum við strax inn næringunni aftur á lausu dagana. 

Þetta er eitthvað sem verður að reyna, sjá hvernig hann fúnkerar enda orðinn stærri, eins það að hann nær að hvíla lifrina (en í gegnum hana keyrir næringin).

Er á meðan er! – Þolinmæðin þrautir vinnur allar, eða er það ekki?

 

Kveðja Áslaug

 

 

 


Sunnudagur í Ólátagarði

Morguninn hófst með almennu sprelli rétt fyrir klukkan 7.  Eftir hádegið var stórfamilíunni boðið í fermingarveislu eða klukkan 14:00.  Undirbúningur ferðarinnar byrjaði því um klukkan 12:00.  Allir þurftu að borða, pissa, klæða sig og greiða, tvíbbar, Matthías og Guðrún Thelma (stóra  stelpan hans Matta).  Og það tókst, 13.45 voru allir tilbúnir.  Ég sjálf tók mér kannski 5 mín í spasl og að drösla mér í föt. 

Veislan byrjaði nú nokkuð vel meðan gormarnir náðu af sér feimninni.  Eftir stutta stund voru allir komnir út í garð.  Æðislega flottur, með rennandi læk og brú.  Maður sá fyrir sér að sitja þarna með upptendruð kerti rauðvín og romance. 

Þegar maður er 2 og 4 ára sér maður hins vegar fyrir sér eitthvað allt annað en svoleiðis dúllerí.  Allir voru farnir að veiða, með greinum sem þau rifu af fínu trjánum.  Lágu á brúnni og voru komin hálf ofan í lækinn, hlaupið yfir brúnna og hinar og þessar kúnstir stundaðar.  Klukkutíma eftir komu var kominn tími á að fara.  Spenna hersinguna í beltin, farið í bíltúr áður en mætt yrði á næsta viðkomu stað, sem voru tónleikar. 

Já, allir bara nokkuð góðir, spenntir fastir í sætin!  Stóra stelpan hans Matta, var að fara að spila á nemendatónleikum.  Ræðan um að, "þegar maður er á tónleikum, þá situr maður kyrr í sætunum sínum og hefur hljóð", var haldin.  Allir lofuðu því, sitja kyrrir, hafa hljóð og hlusta.  Að sjálfsögðu voru þau loforð ekki haldin mjög heilög.  Mitt fólk fór að syngja með, tala hátt, klifra upp á stólana fyrir framan, skríða undir stólana o.s.frv.  Þegar sá minnsti var svo farinn að flakka um salinn og stefnan tekin á píanóið var gefist upp.  Allir út og út í bíl.  Sem betur fer var Guðrún Thelma búin að spila.  Ég sé mig nú alveg í anda fyrir nokkrum árum að ná ekki upp í nefið á mér yfir þessu fólki, sem kann ekki að ala upp börnin sín.

Jæja, þegar út var komið, vildu svo allir fara aftur á tónleikana – Nei, það var sko ekki í boði!  Það kostaði auðvitað smá stríð, því allir vildu sýna fram á, að þau kynnu alveg að sitja á tónleikum!   Heim – ekkert annað í stöðunni. 

Eftir hressilegan matartíma var boðið upp á ís, regnbogaís, með svo miklu af litarefnum að liðið var blátt og rautt í framan, eftir að þvottatíma lauk (oj, verður sko ekki keypt aftur).

Núna eru svo allir sofnaðir, yfir sig þreytt eftir gormagang dagsins og þá horfir maður á þessi stórkostlegu kríli og skilur ekkert í að maður hafi verið að æsa sig!  ótrúlega skemmtilegt lítið fólk!

Kveðja Áslaug, mamma 


Athugið að

Viðgerðir standa yfir
 


« Fyrri síða

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband