Í vinnunni

Víst að kjella hefur ákveðið að láta kræla á sér, er jafn gott að halda sér við efnið og segja frá einhverju skemmtilegu. Mér finnst alltaf gaman í vinnunni, finnst reyndar oft að ég sé ekki í neinni vinnu heldur mæti bara mér til skemmtunnar og fæ laun fyrir. Kannski ekki annað hægt þegar stórkostlegasta fólk í heimi, börn á öllum aldri, eru samferðarfólk yfir daginn. Haustin eru sér í lagi skemmtileg, þegar allir 6 ára stubbarnir mæta til leiks. Gjörsamlega græn og grandalaus, hef reyndar sjaldan fylgst jafn vel með 6 ára fólkinu eins og þetta haustið, þar sem mín eigin 6 ára kríli voru að byrja í skólanum. Já, ég held að það megi segi að þessar elskur vita ekki hvað snýr upp eða niður á skólanum, sum verða pínu óörugg á meðan önnur tvíeflast við hið nýgefna frelsi að vera hleypt út fyrir girðinguna á leikskólanum.

Sagan er af þremur 6 ára stubbum sem voru hinir kátustu að vera utan girðingar, og spændu upp gangana í skólanum. Gangaverðirnir, sem reyndar tala afar litla íslensku sem gerir þeim erfitt um vik að skammast í 6 ára pottormunum, hlaupa á eftir stubbunum, sem snarir í snúningum stinga sér hér og þar, undir og yfir. Á endanum nást þó óþekktarangarnir og eru leiddir tregir í taumi inn til deildarstjóra. Deildarstjórinn spjallar á rólegu nótunum við piltana og þau ræða saman um að ekki sé nóg að hlýða bara kennurunum heldur líka öðru starfsfólki td. gangavörðunum. Þeir jánka þessu og komast að þeirri niðurstöðu að þeir skuldi líklegast einhverjum afsökunarbeiðni. Til að vera alveg viss, þá spyr deildarstjórinn ormana, hverja þeir eigi að biðja afsökunar og þeir svara alveg handvissir um svarið: “Nú, fangaverðina, auðvitað“! Gangaverðir-fangaverðir, þegar maður er 6 ára!

...6 ára krílin vita líka að ef maður þarf nauðsynlega að fá að hringja heim, þá verður maður að fara til „riddarans“ (ritarans).
Íslenskir grunnskólar með fangavörðum og riddurum getur vart verið meira spennandi.

Kveðja og knús, Áslaug


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha, svona er þetta yndislegt.  Var "þinn eigins" með í þessari för?

Bryndís (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 17:29

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

hahaha, nei minn eigins sonur var nú ekki með í þessari frægðar för ;) Hefur nú ekki enn setið að stólnum hjá deildar- né skólastjóra, en ætli það bíði ekki betri tíma. Læt vita ! :)

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 30.10.2009 kl. 10:59

3 identicon

Það var nú gott að vita enda prúður piltur. Annars eru þau frekar fyndin þegar skólinn byrjar, mín dóttla er með allt sitt á hreinu og eins og hún hafi aldrei gert annað en að vera í skóla. Kemur hins vegar heim hlaðin frásögnum á hverjum degi af nokkrum piltum í 6 ára bekk sem hafa vera að lenda í hinum ýmsu "ógöngum" hehehe 

Bryndís (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband