24.10.2009 | 11:24
Og kellingin rausaði...
Eftir nokkurra mánaða þögn, skal talað.
Spítalaferðir skulu skrásettar fyrir fólk eins og mig sem ekkert muna. Einhverjum fyndist ég kannski geta hripað þetta niður í þar til gerða bók, en sökum skipulagsleysis mun hún týnast, eins og þúsundir af bókum sem ég hef keypt til að skrifa í eitthvað sem mér finnst merkilegt. En hvað um það? Hvað gerðist núna?
Það hafði verið ráðgert að skipta um legg, sökum þess að köffið sem festir legginn, var komið hálft út um gatið, sem og vall úr gatinu blóðlituðum vökva. Þetta var á föstudegi og á miðvikudegi var ráðgert að Matthías fengi nýjan legg. Á þriðjudegi eftir hádegið fær Helga systir sterka tilfinningu um að sækja Matthías, en miðvikudagar eru venjulega þeirra dagar. Hún sækir hann í leikskólann og prinsinn fær bað að vanda. Helga sér að Matthías er ansi rauður yfir bringuna og bjallar í doksann. Þau ákveða að ráðlegast sé að kíkja á þetta, Helga hringir í mömmuna sem hittir þau niður á spítala. Þegar þangað er komið, þá er bringan orðin enn rauðari og klárlega svæsin húðsýking á ferðinni, sem jafnvel getur verið komin í legginn og út í blóð. Á innan við klukkutíma er búið að greina húðsýkinguna, teknar blóðprufur, gefa sýklalyf í æð, skurðlæknirinn kallaður til, sem tekur legginn (án nokkurrar deyfingar, enda orðinn laus, en þetta er venjuleg gert í aðgerð) og upp vellur ógeðslegur gröftur, sem ég skrifa og segi að við hefðum ekki viljað fá út í hjarta (púff), leggurinn settur í ræktun og sett upp nál í hendina hjá Matthíasi . Ferlið get ég alveg sagt að hefði venjulega tekið MARGA klukkutímana en þarna var sko ör-þjónusta í gangi. Matthías var svo lagður inn og fékk vikumeðferð af sýklalyfjum í æð.
Matthías var hinn montnasti að vera legglaus og lyfti óspart upp bolnum til að sýna bringuna legglausa. Átti meira að segja nokkra leggdjóka. Hjúkrunarkonan kemur til að gefa sýklalyf í nálina og Matthías segir: Afhverju notarðu ekki bara legginn,...DJÓK!, þetta fannst auðvitað viðstöddum óstjórnlega fyndið. Legglaus þurfti Matthías að vera í fjóra daga til að ná húðsýkingunni, áður en nýr yrði settur. Að vel ígrunduðu máli var svo ákveðið að setja ekki nýjan legg, þar sem sá leggur hefði verið númer 9 eða 10 og þeir virðast tolla frekar illa. Í staðinn var ákveðið að setja lyfjabrunn, sem staðsettur er undir húðinni. Ókosturinn er að nú þarf að stinga hann annan hvorn dag til að tengja við næringuna í æð, en kosturinn að þetta er ekki utan á liggjandi og getur hann því farið í sund, sem og að hann má hreyfa sig meira og hann þarf kannski ekki eins stöðuga gæslu yfir daginn, þó svo maður sleppi honum nú ekkert langt úr augnsýn. Varðandi sýkingarhættu og það að brunnurinn stíflist verður bara að koma í ljós. Þetta er auðvitað pínu skerí fyrir foreldrana, sem voru liggur við farin að tengja og aftengja legginn sofandi, en nú þurfa þau að læra nýtt, að stinga barnið í brunninn, en lærist vonandi fljótt.
En tökum nú upp léttar hjal..
Það er auðvitað spurning hvort maður eigi að varpa sinnuleysi sínu og heimsku á alnetinu. Elskan hún ég sem getur verið svo ómeðvituð um umhverfi sitt annað fólk og hluti, sat með bóndanum í bílnum sem fáraðist yfir því hvort ég hefði engan áhuga á að vita hvar maður stillti hitann á sætunum, hvort ég ætlaði frekar að brenna á rassinum heldur en að veita því eftirtekt sem hann hafði að segja. Ég tjáði þá hvöss í rómi þessum kalli sem ætlaði að segja mér allt um hitastýringar á sætum að ég hefði nú meiri áhuga á að vita hvar takkinn væri til að kveikja á afturrúðuþurrkunni, sem ég hefði notabene verið búin að leyta að í marga mánuði. Marga mánuði, já, sagði Matti, Afturrúðuþurrkunni. Já!, svarði hormónasprengjan, ég, hvöss! Kíktu aðeins á afturrúðuna, sérðu einhverja afturrúðuþurrku?, segir Matti. Nei, mín sá enga afturrúðuþurrku, enda engin afturrúðuþurrka þar og hafði aldrei verið. En við áttum einu sinni bíl, með afturrúðuþurrku, er það ekki ? sagði mín þá.
Man eftir því um tvítugt að ég og nokkrir vinir áttum umræðu um graflax og hvað hann væri óstjórnlega góður. Veltum fyrir okkur hvort maður gæti ekki útbúið graflax sjálfur, þar sem maður átti nú ekki svaka mikinn pening fyrir slíku góðgæti. Og Áslaug lætur þau afskaplega gáfulegu og vel ígrunduðu orð falla getur maður ekki bara farið með lax út í garð og grafið hann niður?
Ps. Er ólétt og á að eiga í janúar
Kveðja, Áslaug
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- sax
- metal
- thoragudmanns
- sibbulina
- ragnaremil
- fjolan
- benjonikla
- siggav
- ingvarvalgeirs
- peturorn
- nesirokk
- saxi
- ktomm
- gudnim
- jakobsmagg
- ivg
- swiss
- millarnir
- fjola
- hjolaferd
- smarijokull
- kristmundsdottir
- joningvar
- hogmogskhihollandi
- judas
- hallurg
- bless
- josi
- hofi
- gunnarfreyr
- ingo
- olafurfa
- saethorhelgi
- steinibriem
- charliekart
- gunnarpalsson
- gossipp
- handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Àslaug mín. Gaman að heyra í þér aftur eftir margra vikna þögn...
kristin Anna Einarsdottir (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 17:04
hehehehehehehehe þarf ekki að segja meira en það!
Fríða K (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 21:53
Já Anna mín, þú varst að kvarta og sagðir að norðan konan væri líka að kvarta, svo ég varð að gera eitthvað í málinu :)
Gott að ég get skemmt þér Fríða mín :)
knús!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 29.10.2009 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.