23.7.2009 | 13:19
..júní, júlí og svo
Góðan og blessaðan, á fögrum sumardegi í júlí. Höfum afrekað ýmislegt famelían, en andinn ekkert gert vart við sig og ég ekki fundið mig knúna til að láta vita af ferðum mínum. Í byrjun júní fórum við mæðgurnar til kóngsins Köben, til Önnu systur. Nýttum okkur ökutækið hennar og keyrðum ásamt henni , mömmu og pabba, alla leið til Skövde í Svíþjóð og mættum þar í fermingarveislu og dvöldum í góðu yfirlæti hjá Gumma bróður og fjölskyldu. Afrekaði meira að segja að halda uppi kirkjusöng og píanóglamri á sænskri grundu. Þetta var skemmtilegt!
17. júní kom sterkur inn með helíumblöðrum, fánum og almennu sykuráti. Hef þó ákveðið að helíumblöðrur verði keyptar EFTIR skrúðgönguna næst, þar sem mamman endaði með fangið fullt af blöðrum, rotandi mann og annan og nærri köfnuð í öllu helíuminu... eða svona þannig. Hitti kunningjakonu sem ég hef ekki séð í mörg ár og hún vappaði um með tvo unga nýskriðna úr egginu, annar þó eldri en hinn. Kunningjakonan sagði að þar sem hún væri svo seint á ferð með barneignirnar, þá kæmu þau bara í röð með stuttu millibili. Í þessum geira tel ég mig auðvitað vera í S-inu mínu og nokkuð sjóaða með 3 börn á 18 mánuðum, og deildi reynslunni að þau væru næstum eins og þríburar, þar sem svo stutt væri á milli. Kvöddumst með virtum enda staldrar maður stutt með samanlagt 5 börn á kantinum. Gellur nú í Matthíasi, sem hafði augljóslega fylgst vel með umræðunum mamma! Ég er ekki þríburi! Ég er einburi!. Mamman hló doldið og hugsaði með sér að það vanti nú allavegana ekkert í hausinn á prinsinum, vissi ekki að orðið einburi væri á orðalistanum þegar maður er 4 og hálfs árs.
Tókum Austfirðina með trompi í byrjun júlí. Hófum reisuna á Stöðvarfirði, þar sem við dvöldum í 3 daga. Gerðum út og prófuðum róluvelli í hverju plássi. Fáskrúðsfjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður og Neskaupsstaður (lærði loksins röðina á fjörðunum svona sér maður hvað vettvangsnám hefur fram yfir bóknám). Könnuðum Breiðdalsvík og Djúpuvík í hina áttina. Héldum svo til Egilstaða, þar sem við dvöldum í 5 daga og vettvangsnámið hélt áfram, Borgarfjörður eystri, Vopnafjörður og Seyðisfjörður. Ferðin gekk vonum framar miðað við langar ökuferðir, verður þó að segjast að undir lokin lá við smá upplausn í hópnum og foreldrarnir afskaplega fegnir að pota ungunum inn í ramman sinn, heima í Kópavoginum. Þess má geta að við keyrðum suðurleiðina með mörgum stoppum á leiðinni í ferðalagið og tók ferðin um nærri 10-11 klst. Á bakaleið var sett í rallýgírinn að kvöldlagi og norðurleiðin keyrð á 8 tímum með örfáum stoppum, enda flestir í fasta svefni í bílnum. Nú spyr ég þá sem betur til þekkja, hvor leiðin er styttri frá Reykjavík, suður- eða norðurleið?
Annars bara allir í miklu stuði, mánuður þangað til að ég á tvö skólabörn, tvíburarnir að byrja í 6 ára bekk og mikil spenna, sem segir mér að ég á sjálf innan við mánuð eftir af sumarfríi. Veðrið hefur ekki beint lent í kvörtunardeildinni. Matthías fylgist þó spenntur með veðrinu í sjónvarpinu og tilkynnir orð sem hann grípur héðan og þaðan í veðurfréttunum... veðurfræðingurinn sagði að það ætti að vera rigning hann hefur greinilega bara eitthvað ruglastég ruglast aldrei þegar ég er veðurfræðingur í leikskólanum...Nei alveg spurning um hvort Matthías ætti að taka að sér veðurfréttirnar, að hans sögn yrði hann allavegana ekki jafn mikið í ruglinu.
Knús og kveðja, þar til næst, þín Áslaug
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- sax
- metal
- thoragudmanns
- sibbulina
- ragnaremil
- fjolan
- benjonikla
- siggav
- ingvarvalgeirs
- peturorn
- nesirokk
- saxi
- ktomm
- gudnim
- jakobsmagg
- ivg
- swiss
- millarnir
- fjola
- hjolaferd
- smarijokull
- kristmundsdottir
- joningvar
- hogmogskhihollandi
- judas
- hallurg
- bless
- josi
- hofi
- gunnarfreyr
- ingo
- olafurfa
- saethorhelgi
- steinibriem
- charliekart
- gunnarpalsson
- gossipp
- handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.