21.5.2009 | 09:28
....enn hér!
Mamma! Rassinn á þér er eins og boxpúði, hann er svo mjúkur sagði eldri sonurinn eftir að hafa lamið hendinni í rassinn á mömmu sinni. Einmitt og akkúrat það sem allar konur vilja heyra Hefði nú einmitt haldið að boxpúðar væru frekar harðir, en hvað um það!
Matthías minn fékk gistingu á Hringbrautinni dagana 28. apríl til 1. maí. Litli prinsinn var með fáránlega háan hita og crp rauk upp í 375 (0-10 normalt), hljómaði eins og heiftarleg blóðsýking en ekkert ræktaðist úr leggnum (sem væri líklegasta ástæðan fyrir svo háu crp). Sýklalyf í æð og allur pakkinn. Ákvað að henda þessu hér á bloggið þó langt sé liðið, svo ég geti flett þessu upp og munað seinna.
Lifrarsýnið sem var tekið 1. mars kom eðlilega út, sem er auðvitað frábært þar sem lifrin er frekar leiðinlegt líffæri að eiga við. Það sem er enn betra er að öll næringin í æð virðist ekki hafa skemmt neitt, en hún keyrir í gegnum lifrina og getur valdið miklum skaða. Á sama tíma erum við skák og mát og svo sem ekkert markvert annað að ræða.
Gleðilegt að Ísland hafi næstum unnið Evróvisjón, hér á bæ var mikil gleði, þó með þeim formerkjum að Ísland lenti í 2. sæti og þetta var auðvitað spurning um að vinna eða tapa í Evróvisjón. Sérstaklega eldri prins var ekki alveg að kaupa að það að vera í 2. sæti væri eitthvað frábært og var heldur skúffaður að tapa. Ég og annað heimilisfólk, eins og aðrir Íslendingar litum þó á þetta sem sigur í Evróinu enda tími til kominn að létta þjóðarsálina, sem virðist vera ein rjúkandi rúst. Þegar lífið verður doldið erfitt, þá gerist eitthvað skemmtilegt. Auðvitað ástandið grafalvarlegt, en á meðan við stöndum í lappirnir, erum heil heilsu og elskum hvort annað , þá siglum við í gegnum þennan storm eins og aðra. Ekki gleyma að: á eftir storminum kemur lognið, og muna að halda sér fast á meðan á honum stendur! Kannski barnaleg hugsun, en svona er hún ég, ósköp einföld og barnaleg tuðra með mjúkan rass.
Best að láta staðar numið og enda á einum djók, sem eldri prins sagði mér um daginn. Veistu hvar veðurfræðingurinn býr? ....í skúr
Knús, knús og kveðja, Áslaug
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- sax
- metal
- thoragudmanns
- sibbulina
- ragnaremil
- fjolan
- benjonikla
- siggav
- ingvarvalgeirs
- peturorn
- nesirokk
- saxi
- ktomm
- gudnim
- jakobsmagg
- ivg
- swiss
- millarnir
- fjola
- hjolaferd
- smarijokull
- kristmundsdottir
- joningvar
- hogmogskhihollandi
- judas
- hallurg
- bless
- josi
- hofi
- gunnarfreyr
- ingo
- olafurfa
- saethorhelgi
- steinibriem
- charliekart
- gunnarpalsson
- gossipp
- handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.