Vögguvísa

Kæru vinir vona að þið njótið en á sama tíma forðist að borða á ykkur gat. Tel við hæfi á páskum að skipta út í spilaranum og setja hið angurværa lokalag disksins (Lögmálsins) sem ber heitið Vögguvísa í spilarann. Það er samið í sumarbyrjun 2008, eftir að formlegar upptökur hófust á disknum. Textinn fæddist við fjallsrætur í Súðavík, þar sem snjóflóðið féll. Við dvöldum þar síðasta sumar í eina viku og hver dagur hófst og endaði á því að ég horfði upp í þetta mikla og volduga fjall. Ólíkt öðrum lögum á disknum þá eru eingöngu tveir spilarar, ég á Wurlitzer (gömul tegund af rafmagnspíanói) og Matti á bassaklarinett og klarinett.

Njótið daganna elsku vinir og gleðilega hátíð

Ps. Á fimmtudag 16 apríl verða tónleikar á Rósenberg sem ég hvet þig eindregið til að mæta á. Flutt verða: slatti af mínum lögum, dass af Matta lögum og slembingur af lögum eftir aðra, þó engin sem krefjast stefgjalda (orðin of gömul til þess). Læt vita nánar!

Knús og kveðja, Áslaug


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi verða einhverjar uppákomur þegar við komum heim í mai, þá mætum við pottþétt...

Hjaltinn (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 07:08

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Gott að vita :) í versta falli fáið þið þá bara stofu tónleika, en það dúkkar örugglega eitthvað upp ;) knús og kveðja

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 14.4.2009 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband