20.3.2009 | 16:59
vítamín og lag
Komin vika og hef enn ekkert þarft að umræðast um. Gæti svo sem sagt þér að yngsti unginn hefur líklegast slegið Íslandsmet í lágu D-vítamín gildi. Kannski ekki sérlega spennandi umræða, en merkileg.
Ég held ég sleppi fyrirlestrinum um fituleysanleg vitamin og vind mér beint að kjarna málsins, sem er að Matthías er að öllum líkindum með lægsta D- vitamin gildi á öllu Íslandi (doktorinn sammála því). Matthías mælist 12 en eðlilegt gildi er 45 og yfir. Nú og hvað er þá til ráða? Er ekki hægt að gefa honum D - vítamin? Matthías er búinn að vera að fá D vítamin í munn síðasta árið, en upptekur ekki efnið, sem er einmitt ástæðan fyrir að hann þarf næringu í æð. Borðar, borðar og borðar en nýtir bara smá brot og nákvæmlega ekkert af fitu og fleiru ásamt greinilega D- vítamínum. Matthías er líka búinn að fá D- vítamin í næringunni (í æð) síðasta mánuðinn, en lækkar samt. Hann er því óformlega kjörinn sá Íslendingur með minnsta D-vítamíngildi í líkamanum.
Þriðja leiðin er blessuð sólin sem elskar allt og flest með kossi vekur, en þar sem við erum búsett svo óskaplega nálægt Norðurpólnum að þá ríkir hér myrkur megnið af árinu, en þess á milli rignir, snjóar eða norðangarrinn feykir okkur um koll. Jafnvel um mitt sumar. Nú væri sannarlega rétti tíminn fyrir okkur að leggja land undir fót og sleikja smá sól í um vikutíma þ.e ef einhverjum gáfumönnum hefði ekki tekist að kollsteypa öllu draslinu, flýja svo af hólmi og ég og þú eigum að borga reikningana. Ótrúlega sanngjarnt og ekki einu sinni sénsinn bensinn að fá far með einhverri einkaþotunni núna!
Annars átti þetta aldrei að verða svona langt, en víst ég er byrjuð, þá á að taka lifrarsýni og útiloka einhvern sjúkdóm, sem heitir einhverju skrítnu nafni, sem ég á eftir að læra. En það tengist þessari furðulegu stækkun á milta, sem virðist alltaf hrjá drengsa og virðist vera að éta upp blóðflögur sér til skemmtunnar án þess að nein sýking sé í gangi (samt ekkert í neinu mæli miðað við hvað við höfum séð, en samt abnormal). Elsku litla ráðgátan mín er sum sé það sem hefur aðalega verið á dagskrá hjá mér þessa vikuna. Nýjasta nýtt sem hann tilkynnir fólki, sem spyr hvernig hann hafi það er: Ég á að fara í sólbað.
Ah, best að skipta um lag í leiðinni. Stormur, sem þú heyrðir kannski hér um árið, var endurupptekið fyrir diskinn Lögmálið. Eitt af lögunum sem virðist alltaf fylgja mér og mér þykir hvað vænst um. Samdi það 2006 ef ég man rétt og fjallar um Storma lífsins. Við eigum öll storma, bara misstóra. Við fáum öll smakk af stormi og stormum en í ólíkum formum. Verðum bara að muna að á eftir storminum kemur lognið, svo um að gera að halda sér fast og standa hann af sér!
Góða helgi
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- sax
- metal
- thoragudmanns
- sibbulina
- ragnaremil
- fjolan
- benjonikla
- siggav
- ingvarvalgeirs
- peturorn
- nesirokk
- saxi
- ktomm
- gudnim
- jakobsmagg
- ivg
- swiss
- millarnir
- fjola
- hjolaferd
- smarijokull
- kristmundsdottir
- joningvar
- hogmogskhihollandi
- judas
- hallurg
- bless
- josi
- hofi
- gunnarfreyr
- ingo
- olafurfa
- saethorhelgi
- steinibriem
- charliekart
- gunnarpalsson
- gossipp
- handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann Matthías hefur barist og berst við stóra storma, þó ungur sé. Hann er seigur sá stutti. Fer bara í sólbað ....... Knús til ykkar allra Anna systir
Kristin Anna Einarsdottir (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 17:43
Ég er með uppástungu, hvernig væri ef við myndum bara flytja með fjölskyldurnar til Suður Spánar. Sæmilegasta sól þar og allt morandi í músíklífi...
Hjaltinn (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 08:49
Já ótrúlegur alveg hann Matthías okkar, Anna mín. Verðum bara að komast í smá sól... og svo er hann svo sniðugur: veistu afhverju maður á ekki að bíta í sleikjó? Af því að þá héti hann bító! Brandari a la Matthías Davíð. Risaknús til baka
Já Hjalti minn, læt mig oft dreyma um að vera bara flutt af rokrassinum og væri ekki leiðinlegt að hafa kompaní af þér og fjölskyldu. Verst við komumst ekki svona langt nema eina viku í einu, út af næringunni og spænsk sjúkrahús.. ah veit ekki, ..þarna komum við aftur að því að ég er fordómafull gagnvart því sem ég þekki ekki En læt mig samt dreyma.. bjóðum ykkur bara í grill í rokinu á pallinum í sumar
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 23.3.2009 kl. 15:35
Hæ-hó!
Útg. tónleikar á lau.kveld
Grand Rokk
Blóð! Fólkið heimtar ...blóð!
www.myspace.com/blodblodblod
Þráinn Árni Baldvinsson, 24.3.2009 kl. 22:30
Spennandi Þrási minn! og klukkan hvað er gleðskapurinn?
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 25.3.2009 kl. 07:10
Matthías frændi alltaf með svörin á hreinu.
Arnar (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 18:42
Gleðin hefst kl.22
Þráinn Árni Baldvinsson, 25.3.2009 kl. 21:50
Heldur betur Arnar minn, kann sko að svara fyrir sig, síðast í morgun voru tvíburarnir að segja við hann að hann væri með hor í nefinu, hann hélt nú ekki og spurði "mamma er ég nokkuð með hor"? mamman:"jú, það er nú reyndar hor þarna", Matthías (sem er mjög pjattaður):"Nei!!!, þetta er kusk"... þar með tók mamman "kuskið" úr nefinu á syninum.
Vonast til að geta mætt Þrási minn, en er farin að sakna að fá ekki kaffibolla og spjall.. mætti halda að við værum öll ráðherrar miðað við hvað við erum alltaf bissí.
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 26.3.2009 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.