Mín eigin heimska

Ég eins og miljónir annarra er alltaf í “aðhaldi”, á leiðinni í “aðhald” eða að hugsa um að fara í “aðhald”.  Nokkrum sinnum á ári byrja ég og er æðislega dugleg, tek þetta alla leið.  En svo eins og hendi sé veifað þá er “aðhaldið” bara búið og allur árangur “aðhaldsins” tekur fljótlega á sig sömu mynd og áður.  Ég var td. alveg súperdúperdugleg í svona 3 vikur í janúar og þá var ekkert verið að fara rólega af stað. Nei, nei, þá mætti mín 6 daga í viku ásamt því að öll familían fékk bara grænt og vænt að borða.  Því næst tók flensan við í 3 vikur, en nú eru alveg liðnar 2 vikur frá því að mín varð þokkalega spræk aftur og í staðinn fyrir að drösla sér af stað, þá skrifa ég frekar pistil um að ég ætti kannski að drífa mig af stað.  Já, alveg magnað. 

Eitt af því sem heldur mér frá “aðhaldinu” þessa dagana er að mér finnst ég alltaf heimskast pínulítið meðan að “aðhaldið” stendur yfir – eins heimskulega og það hljómar.  Í “aðhaldinu” reynir maður af veikum mætti að hætta að borða brauð og annað kolvetni eins og uppáhaldsmatinn minn “pasta”, en það er hreinlega eins og heilinn hætti að starfa, engin sköpun, engar hugmyndir, ekkert!   Um daginn sá ég brot úr Oprah þætti, (sem er auðvitað fullkomin heimildarvinna og Kaninn auðvitað aldrei neitt ýktur) og þar kom fram að heilinn þarf kolvetni til að starfa eðlilega.  Mín greip þetta auðvitað á lofti sem tákn um að pastaát væri auðvitað nauðsynlegt til að viðhalda eðlilegri heilastarfsemi.  Sá svo ekkert meira af  þættinum þar sem hefur örugglega eitthvað komið fram um mismunandi gerðir af kolvetni og magn sem hæfilegt er að innbyrða.

Já, ef ég bara væri þessi íþróttakona, sem hreyfði mig eingöngu af nautn og öllu kikkinu sem ég fengi af því að mæta í ræktina!  Væri það nú ekki æðislegt! Þess í stað sit ég hér og er að hugsa um að byrja að mæta aftur, spurning um hversu heimskulegt það er.  Allavegana jafn heimskt og ég tel mig verða af kolvetnissnauðaaðhaldsfæðinu.

Á morgun segir sá lati og lati er ég,

Knús og kveðja Áslaug,

sem er alveg stútfull af kolvetni og gerir sér því fullkomlega grein fyrir að sumar staðhæfingarnar eru ekki einungis heimskulegar heldur beinlínis rangar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skemmtilegur pistill frænka, er þetta ekki alltaf spurningin um gullna meðalveginn?

kristrún (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 00:07

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Jú ætli það sé ekki málið hjá okkur flestum,  þar sem við getum ekki öll verið eins og þú og vinna endalausa bikara.  Til hamingju með deildarbikarinn frænka mín! 

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 24.2.2009 kl. 08:27

3 identicon

nice and easy, það er málið - held ég !

hgret (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 09:54

4 identicon

hehe takk fyrir, en sumir vinna bikara meðan aðrir vinna e-ð annað:) ég er samt ekkert að missa mig í e-r hollustu áti og ofurþjálfun, hef bara gaman af því að æfa:)

Kristrún (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 12:08

5 Smámynd: Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Ha, ha, ha, já það er svo auðvelt að detta úr rútínunni þegar eitthvað kemur upp á. En ég myndi ekki hugsa um þetta sem aðhald, heldur leið til að líða betur, bæði andlega og líkamlega. Það er bara svo góð tilfinning eftir líkamsræktina sem ætti að vera nóg til að manni langi til að halda áfram. Mundu erfitt fyrst og svo þægilega erfitt hehe.

 Knús og kossar til þín krúttið mitt. Svona, Drífðu þig af stað vinkona, þú sérð ekki eftir því :0)

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir, 24.2.2009 kl. 14:11

6 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Já Hjalti minn, ekki að ana að neinu, gera þetta bara á sínum hraða

Já Kristrún mín, þú stalst greinilega flest öllum íþróttagenunum... einmitt, æfa sér til skemmtunnar (vildi að ég væri svona), en miðað við hvað þú æfir mikið, þá hlýtur líka að vera leyfilegt að borða pasta í öll mál.  Stolt af þér frænka mín! 

Þóra mín, 4 dögum seinna og er enn að mana mig af stað.. en á deit í ræktinni á morgun, svo þá haskast ég af stað! Ég er svona eins og litlu börnin, fer allt í rugl ef rútínan klúðrast.   Knús og kossar yfir hafið 

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 25.2.2009 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband