15.2.2009 | 14:12
Sálfræðibull og gott partý
Hrós er að mér finnst merkilegt fyrirbæri eða öllu heldur að taka hrósi. Ég er td. mjög léleg í þeirri grein og pæli stundum í því afhverju ég sé svona léleg á þessum vettvangi og geti ekki tekið hrósi eins og manneskja. Ég veit mæta vel að ég er ekki ein með þessa vankunnáttu en mér finnst þetta svolítið skrítið.
Mér verður oft hugsað til þess þegar Matthías litli hélt sína fyrstu tónleika um jólin, þar sem hann spilaði á einn streng á fiðluna í hópi með öðrum. Eftir tónleikana fékk hann auðvitað mikið lof fyrir (enda snillingur og allt það). Í bílnum á leiðinni heim gat mamman ekki orða bundist að hrósa prinsinum aðeins meira: Matthías, þetta var rosalega flott hjá þér og hann svaraði Já, svona eins og já, ég veit, ég var æðislegur. Á þeirri stundu hugsaði ég afhverju er maður ekki svona, hvar á leiðinni tapar maður þessum hæfileika. Fá hrós, þakka pent og já, ég var bara frekar góður.
Mín upplifun er hins vegar oftast: fá hrós, þakka pent og byrja svo að afsaka, annaðhvort að það sé einhverjum öðrum að þakka árangurinn eða að þetta hafi nú verið meiri slembilukkan hvað þetta hafi gengið vel. Seinni kaflinn er svo þegar maður byrjar að telja upp það sem manni sjálfum fannst úrskeiðis hafa farið. Já þetta er doldið spes. Held reyndar að við kvennpeningurinn séum ennþá verri í þessari deild, strákarnir oftar nokkuð samþykkir því að þeir séu bara svolítið flínkir og klárir.
Ætli það sé ekki hægt að fara á námskeið í þessum fræðum lærðu að taka hrósi án þess að líta út eins og fífl, það er spurning? Ekki það að í samfélaginu eru alveg nokkrir sem gætu tekið að sér námskeiðshald af þessu tagi, sem virðast hafa óbilandi trú á öllu sem þeir taka sér fyrir hendur.
Hef sjaldan skemmt mér betur yfir Evróvisjón. Ekki það að mér var slétt sama hver myndi vinna, en hélt auðvitað pínu meira með atriðunum þar sem maður þekkti einhvern (klassískur íslenskur klíkuskapur). Nei, það voru eiginlega ekki lögin sem gerðu stemninguna, heldur börnin. Seinni partinn í gær var byrjað að plana partýið, það átti að vera nammi í notabene, nokkrum skálum og SNAKK! Allir með það á hreinu að um leið og Spaugstofan væri búin, þá myndi keppnin byrja. Mitt fólk búið að mynda sér skoðanir á lögunum og miklar pælingar hver myndi vinna. Hálfdán Helgi í fararbroddi með spekúlasjónir og skoðanir um hver væri Bestur og hjá þeim var það spurningin um að vinna eða tapa í Evróvisjón. Ótrúlega skemmtilegt að hlusta á umræðurnar hjá tveimur að verða 6 ára og einum á fimmta ári:já, þetta var nú bara ágætt, Þetta er best, þetta var ömurlegt, þessi er búinn að skipta umbúning. Já eftir þessa upplifun blæs ég á umræðuna um að Íslendingar eigi að hætta þátttöku í Evróinu. So what, þó það kosti Rúv einhvern pening að halda úti keppninni. Umgjörðin mun mínimalískari en oft, en virkaði samt fínt. Megum ekki gleyma okkur í leiðinda kreppu smeppu umræðunni og um að gera að halda Góð Evróvisionpartý, með nammi í mörgum skálum. Fjölskyldustund af bestu gerð.
Sunnudagskveðja, Áslaug
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
sax
-
metal
-
thoragudmanns
-
sibbulina
-
ragnaremil
-
fjolan
-
benjonikla
-
siggav
-
ingvarvalgeirs
-
peturorn
-
nesirokk
-
saxi
-
ktomm
-
gudnim
-
jakobsmagg
-
ivg
-
swiss
-
millarnir
-
fjola
-
hjolaferd
-
smarijokull
-
kristmundsdottir
-
joningvar
-
hogmogskhihollandi
-
judas
-
hallurg
-
bless
-
josi
-
hofi
-
gunnarfreyr
-
ingo
-
olafurfa
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
charliekart
-
gunnarpalsson
-
gossipp
-
handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er líka hefð fyrir því á okkar heimili að hafa nammi í mörgum skálum á Evróvisjón-kvöldi - algerlega nauðsynlegt! Sammála því að keppnin var ekki sérlega spennandi. Ég hefði líka viljað sjá Heiðu, vinkonu þína, komast áfram með lagið sitt (sem klístraðist við heilann á mér við fyrstu hlustun).
Berglind hans Þráins (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 22:12
Svo daginn eftir var endursýning og partýið endurtekið, nema að nú fyllti liðið nokkrar skálar með Lucky Charms, Coca puffs o.s.frv. Já, Heiða mín er náttúrulega stórkostleg söngkona sem hefur og á eftir að gera stóra hluti - og auðvitað fáránlegt að hún komst ekki áfram (maður heldur alltaf með sínum)! Annars þá er ótrúlegt að maður var búinn að venjast öllum lögunum eins og venjulega og þess vegna eiginlega nokk sama hver myndi vinna. Knús og kveðja
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 17.2.2009 kl. 07:00
Hæ, fallega!
Já, ég er nú alveg sammála þér með að það er sko erfitt að taka hrósi. Þannig að ef þú finnur svona námskeið þá mæti ég haha.
Knús og feitir kossar handa þér elsku besta vinkona
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir, 18.2.2009 kl. 13:13
Já Þóra mín, við skellum okkur saman á svona námskeið, eru ekki annars allir stútfullir af egói þarna í Ameríkunni? Manni sýnist það allavegana í sjónvarpinu og svona
Risaknús og enn feitari kossar til baka sæta mín
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 18.2.2009 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.