Vetrarhátíð

Föstudagur 13. febrúar

Draugar og skuggaskemmtanir í Sjóminjasafninu! Ókeypis fjölskylduskemmtun!

19.00 Sjóminjasafnið opnar fyrir hugrökkum gestum og gangandi
19.30 Svaðalegar sögur frá Svabba sjóara
Svabbi sjóari úr Stundinni okkar stígur á skipsfjöl og segir börnum og foreldrum alveg hrikalega sannar sögur, margar svaðalegar, enda hefur Svabbi siglt með ótal fleyjum um heimsins höf og til baka.
20.00 Gyllir sjóinn sunna rík
Sívinsælir íslenskir sjómannasöngvar í boði Söngskólans við Grandagarð, fluttir af þilfari Gullfoss
20.30 Rafmagnslaust!?
Leiðsögn með vasaljósi um skuggalegar sýningar safnsins
21.00 Gyllir sjóinn sunna rík
Íslenskir sjómannasöngvar Söngskólans fluttir á nýjum stað.
21.30 Hverjir þora?
Þeir sem þora eru leiddir um þrönga og dimma ganga varðskipsins Óðins, rangala sem ekki eru að jafnaði til sýnis í skipinu. Varúð: Ekki fyrir þá sem eru myrkhræddir og/eða með innlokunarkennd!
22.00 Útreknir draugar
M-Gospel project rekur út drauga með amerískum negrasálmum, sem fluttir verða í rokkuðum útsetningum í bland við nýsmíðar sem vökva sálartetrið í skammdeginu. Þeim til aðstoðar verður söngkonan Áslaug Helga Hálddánardóttir, en M-Gospel project skipa Matti sax, Þröstur Jóhannsson, Jón Geir Jóhannsson, Ingólfur Magnússon og Stefán H. Henrýsson.


Í sérstökum sölubásum geta gestir keypt sér sjóræningapylsur og nammi sæfara.

Alveg spurning um að mæta, gæti orðið áhugavert og pottþétt skemmtilegt!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband