Hræðslan við það óþekkta?

Ég er fordómafull, ég myndi samt aldrei lýsa mér sem fordómafullri manneskju.  Ég er eiginlega sannfærð um eigið ágæti, að ég sé nokkuð réttsýn, svona oftast allavegana.  Ég er viss um að ég sé frekar opin manneskja, sem sýnir samúð og gefur öðrum tækifæri.  Ég dæmi ekki  aðra.  En er þetta rétt?  Örugglega 98 prósent mannkyns er sammála og getur lýst sjálfum sér með þessum sömu orðum.  Alveg sama, á hvað við trúum, hvaða stjórnmálaflokk við kjósum, í hvaða heimsálfu við búum, hvaða tónlistarstefnu við fílum, hvort sem við klæðumst sparifötum á mánudegi eða ekki.  Innst inni, þá er ég samt fordómafull.  Ég er fordómafull gagnvart því sem ég þekki ekki og fordómafull gagnvart því sem ég hræðist. 

Það er nótt og ég vakna.  Ég finn fyrir stórum hnút í maganum mínum.  Hugsanirnar kaffæra hver aðra.  Get ekki sofnað, en samt veit ég alveg hver það er sem er að banka.  Hræðslan við það óþekkta.  Hræðslan við að vita ekki, hræðslan við að vita ekki hvað tekur við.  Bara að ég væri svolítið hugaðri, tæki öllu með stóískri ró, lifa hvern dag fyrir sig og ekki vera að velta sér upp úr framhaldinu. 

Já, á nóttinni getur maður verið svo heimspekilegur, nú eða fávís sauður í stórri hjörð.

Góða nótt, ætla að reyna að sofna aftur.

Knús 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

djúpt

hgret (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 21:18

2 Smámynd: Þráinn Árni Baldvinsson

Saææl...

Þráinn Árni Baldvinsson, 10.2.2009 kl. 22:13

3 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Má svo sem íhuga að setja sér þá reglu að blogga aldrei á nóttinni. Já Hjalti svo djúp, svo djúp.  Þrási minn, efast um að nokkuð hafi komið þér á óvart...ert búinn að þekkja kellinguna allt of lengi, nema ég verði alltaf klikkaðri með hverju árinu.  Það er hins vegar spurning?

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 11.2.2009 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband