Í 4 liðum vildi ég sagt hafa..

Fyrsta mál á dagskrá

Matti heldur tónleika á fimmtudagskvöldið 5 febrúar á Rosenberg (Klapparstíg) ásamt hljómsveit.  Þar verður flutt tónlist eftir hann í blúsjössuðumMattastíl.  Fyrir þá sem hafa gaman að instrumental (hljóðfæraleikur án söngs) tónlist, þá eru þetta tónleikar sem ekki má missa af.  Það verða nú reyndar 2-3 sönglög á prógramminu, sem mín lætur gamminn geysa í, ef lukkan verður með mér og röddin verður farina ð láta á sér kræla aftur.  Segi að instrumental tónlist er svona oftast ekki minn tebolli, reyni alltaf að vera æðislega artífartí og hlusta af mikilli athygli en dett svo á endanum út mér sjálfri til mikillar óánægju.  Segi þó að þetta er mjög skemmtileg instrumental tónlist, fjölbreytt og ég næ að halda athyglinni og hafa gaman að, svo ég mæli með þessum gjörning.  Frábærir spilarar í bandinu, svo þetta verður alvöru.  Endilega að mæta, létta sér lífið í skammdeginu og hressa sig við með lifandi tónlist og drykk við hendina.  Æji, tónlist er svo góð fyrir sálina.

Annað mál á dagskrá

Heldur betur lukka með á heimilinu að tvíburarnir eru að hefja tónlistarnám eins og litli prins.  Komust bæði inn til að læra á Suzuki-selló.  Margra ára biðlisti á fiðluna, svo í staðinn var boðið upp á sellóið fyrir þá sem hafa áhuga.  Sama regla, nú eru foreldrarnir komnir á sellónámskeið og svo þegar þeir fara að standa sig, þá fara tvibbarnir að mæta í tíma.  Sjáum fram á mikið góðæri í strengjaleik á heimilinu, skellum svo bara Hálfdáni Helga á kontrabassann eftir nokkur ár og verðum þá komin með þetta fína trío, fiðla, selló og kontrabassi.  Jafnvel djókað með að leggja í fjórða barnið sem yrði pínt á víólu og fullkominn strengjakvartett yrði starfræktur.  Nei, við erum ekkert fríkí!  En svona í alvöru   talað, þá er þetta bara besta mál að allir fái að prófa og svo sjáum við hvort áhuginn sé fyrir hendi.

Þriðja mál á dagskrá

Muniði eftir myndbandinu sem var sýnt í grunnskóla, þar sem eldri kona leiðir súrefniskút á eftir sér og er með sígarettuna í hinni hendinni?  Þessi mynd hefur poppað ansi oft upp í kollinn á mér síðustu daga.  Afhverju?  Jú, af því að ég er farin að sjá fyrir mér að þessi eldri kona sé ég, eftir nokkuð mörg ár.  Ég hef ekki orðið svona lasin í mörg ár, búin að taka núna tvær vikur í þessi ósköp.  Ekki nóg með að kljást við minn eigin hroka gagnvart veikindum sem mér finnast “ekki alvarleg”, að allan tímann þá hef ég samt ekki lagt sígarettunni.  Kannski reykt minna, en ekki hætt. Ég gæti gubbað yfir sjálfri mér.  Ég finn mér sífelldar afsakanir fyrir því að hætta ekki að reykja.  Afsökunin sem hefur haldið mér hvað best við efnið síðustu ár er. “Það tekur því ekki að hætta að reykja, því um leið og Matthías lendir inni á spítala, þá byrja ég hvort sem er aftur”.  Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er fáránleg afsökun.  Nei, mig langar ekkert að verða eldri konan með súrefniskútinn í annarri og sígarettuna í hinni.  Fyrsta skref, farin að hugsa um af “alvöru” að hætta að reykja.

Fjórða mál á dagskrá

Kveðja, þetta er þegar orðið allt of langt raus um allt og ekkert.

Stórt knús, Áslaug


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matti sax

Jahá, þú segir nokkuð

Matti sax, 3.2.2009 kl. 16:18

2 identicon

Góður pistill....

Gaman að þau séu komin inn, held hreinlega að Sara á deildinni sé líka komin inn á Selló, hún er búin að vera að bíða eftir fiðluplássi.  Þetta verður snilldin ein, það fer að verða kammermúsikfært hjá okkur í hæðinni

Bryndís (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 21:31

3 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Já Matti minn, alveg komin tími á reykingapásu!

Bryndís mín, heldurðu, hverfið ómar hreinlega af strengjaleik... Verðum góðar saman í ellinni að mæta á Sinfó og dást að afkvæmunum. 

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 4.2.2009 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband