mmmmmm...

Hef svo sem frá engu að segja en segi samt..

Fór á geggjaðan nýjan Ítalskan veitingastað í gærkvöldi “Basil og Lime”, þar sem Pasta Basta var eitt sinn til húsa.  Skemmst frá því að segja að þetta er nýi uppáhalds veitingastaðurinn minn!  Mig langaði í allt á matseðlinum, en valdi af kostgæfni “humar tagliatelli”, alveg rosalegt.  Allt pasta á staðnum er handgert og ég held þetta sé besta tagliatelli sem ég hef smakkað.  5 stjörnur af 5 mögulegum.  Mæli með þessum stað ef þér vantar að eyða verðlausu krónunum þínum.

Skrítið, en ég hef alltaf verið mikill Íslendingur í mér, nei það er sko ekkert skrítið, en það sem er skrítið er að minnst einu sinni á dag poppar upp hugsunin hjá mér hvort maður ætti að flytja úr landi.  Ætla samt ekkert að flytja úr landi en hugmyndin doldið heillandi, já skrítið!

 Jæja, áður en ég verð meira skrítin, þá sendi ég á þig stórt knús

Bestu kveðjur, þessi skrítna 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ég segi sama og þú með að vera Íslendingur í mér og líka hefur þetta skotið upp í kollinn og ég setti það fram hér á blogginu og fékk svar um að það væri lítill veitingastaður til sölu í þorpi í nálægð við Kaupmannahöfn en þá kemur hvort maður sé ekki of gamall,en samt spennandi.

Guðjón H Finnbogason, 23.10.2008 kl. 14:02

2 identicon

Ekki svo vitlaus hugmynd Àslaug mín. København mundi ég leggja til, að yrði fyrir valinu. Mörg góð ítölsk veitingahús!!                      Knús Anna systir

Kristin Anna Einarsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 17:14

3 Smámynd: Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir

Hæ, vinkona :0)

Ég verð að prófa þennan veitingastað þegar ég kem til 'Islands næsta sumar. Kannski þú komir bara með mér og við getum spjallað um heima og geima og fengið okkur svo kaffi og súkkulaði í eftirrétt. Ég sakna þín alveg hrikalega, er alltaf að hugsa til þín og ykkar, hafið það sem allra best :0)

 Kær kveðja héðan frá Lilburn :0)

Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir, 23.10.2008 kl. 18:52

4 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Já Guðjón minn, það væri sko eitthvað fyrir þig að opna restaurant, enda ertu snilldar kokkur.. ég myndi mæta!

Já, Anna mín, þegar hugsunin um að flytja úr landi poppar upp, þá kemur bara einn staður til greina - Köben og þá í Lyngby og í sömu götu og þú... helst við hliðina á besta ítalska restaurantnum þ.e. heima hjá þér hjá kokkunum Önnu og Palla!

Já Þóra mín, sakna þess mikið að geta ekki droppað inn í kaffi og spjall til þín mín kæra... Stefnum á staðinn næst þegar þú kemur til landsins. Saknaðar knús og bið að heilsa genginu 

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 25.10.2008 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1326

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband