11.10.2008 | 10:00
Verði ekki allir að tjá sig
Kreppa smeppa! Hvað á maður að segja, ekkert annað svo sem í gangi. Allar umræður snúa að kreppunni. Hver var ekki stoltur af því að vera Íslendingur, vera frá eyjunni þar sem allt var í svoddan blússandi blóma. Nú er djammið búið, allt áfengið búið í veislunni og reynt að finna sökudólgana. Háværar raddir hljóma.. Grýtum þá sem störtuðu partýinu og skilja svo húsið eftir í rúst...en mættum við ekki allflest í partýið, þó við hefðum fæst fengið inngöngu í v.i.p herbergið? Þannig að verðum við ekki bara að sameinast um að taka til eftir veisluna, drekka ódýrt heimabrugg í nokkur ár eða þangað til kampavínið fer að flæða aftur... enda svo sem ekkert annað í boði og þá vonandi að hafa lært eitthvað af reynslunni.
Ég er nú líklega ekki sú snjallasta til að tjá mig um kreppumál, segi þó að í fyrsta sinn í morgun tók hjartað í mér verulegan kypp, þegar ég las í Fréttablaðinu þriggja mánaða lyfjabirgðir í landinu! Ótrúlega furðuleg tilfinning að á einni viku hefur tilfinningin um að búa í ameríkanseraða Íslandi snúist í að fíla sig sem hluta af löndum, sem efnalega hafa nú ekki þótt sérlega fínn pappír hjá okkur Íslendingum. Í sjálfhverfu minni var þetta fyrirsögnin sem kveikti í mér.
Getum þó huggað okkur við að allt tekur enda, hvernig sem það endar. Get ekki gefið þér neinn pening, en býð upp á lag úr spilaranum Lögmálið!
Knús, Áslaug... sem er alveg viss um að þetta reddast...e haggi?
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
sax
-
metal
-
thoragudmanns
-
sibbulina
-
ragnaremil
-
fjolan
-
benjonikla
-
siggav
-
ingvarvalgeirs
-
peturorn
-
nesirokk
-
saxi
-
ktomm
-
gudnim
-
jakobsmagg
-
ivg
-
swiss
-
millarnir
-
fjola
-
hjolaferd
-
smarijokull
-
kristmundsdottir
-
joningvar
-
hogmogskhihollandi
-
judas
-
hallurg
-
bless
-
josi
-
hofi
-
gunnarfreyr
-
ingo
-
olafurfa
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
charliekart
-
gunnarpalsson
-
gossipp
-
handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1326
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Áslaug ég verð altaf Íslendingur og er ánægður með það.
Guðjón H Finnbogason, 12.10.2008 kl. 18:52
Já Guðjón minn, kannski þjóðarsálin pínu særð.. en það jafnar sig, en Íslendingar erum við (allavegana þangað til annað kemur kemur í ljós
)! Kveðja
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 13.10.2008 kl. 07:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.