21.8.2008 | 09:43
Menningarnótt og stuð
Þá er komið að árlegri árshátíð hjá dixiebandinu Öndinni á Menningarnótt, staður: Hressó, stund:20-22 og þér er boðið! Að tónleikum loknum verður skrúðganga ásamt götuleikhúsi um miðbæinn kl. 22:30, þar sem ég þen gjallarhorðnið. Ég verð að segja þér í trúnaði að þetta eru tónleikar sem þú bara mátt ekki missa af, alltaf stuð og stemmari í þessu bandi elskan!
Á hverju ári eru einhverjar mannabreytingar í ár spila:
- Matti sax spilar á klarinet
- Sævar á trompet
- Freysi trompet spilar á básúnu
- Magga klarinet spilar á saxafón
- Össur Geirs básúnuleikari og stjórnandinn mikli spilar á túpu
- Ingólfur Magnússon bassafantur spilar á banjó
- Jón Óskar á trommur
- Stefán Henrýsson á píanó
..og að vanda gaula ég eitthvað í takt, svo mæta velvaldir gestir í slagverksdeildina!
Stuð - stuð - stuð!
Vinkona mín sem er tónmenntakennari var stödd í sumarbústað ásamt stórfjölskyldunni. Sonur hennar 7 ára kemur til mömmu sinnar og spyr: Mamma hvað er aftur G-strengur, vinkonu minni bregður örlítið en ákveður nú samt að upplýsa soninn: Það eru svona konunærbuxur með bandi upp í rassinn. Sonurinn sem leit út eins og eitt stórt forviða spurningarmerki svarar mömmu sinni: Núúú!, ég hélt að að það væri strengur á svona nótnastreng! (enda hafði sá hinn sami lært á blokkflautu veturinn á undan)
Skemmst frá því að segja að vinkona mín, tónmenntakennarinn,fékk nokkrar háðsglósur frá familíunni.
og þetta fannst mér fyndið!
Knús, knús og sjáumst vonandi á menningarnótt!!
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
sax
-
metal
-
thoragudmanns
-
sibbulina
-
ragnaremil
-
fjolan
-
benjonikla
-
siggav
-
ingvarvalgeirs
-
peturorn
-
nesirokk
-
saxi
-
ktomm
-
gudnim
-
jakobsmagg
-
ivg
-
swiss
-
millarnir
-
fjola
-
hjolaferd
-
smarijokull
-
kristmundsdottir
-
joningvar
-
hogmogskhihollandi
-
judas
-
hallurg
-
bless
-
josi
-
hofi
-
gunnarfreyr
-
ingo
-
olafurfa
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
charliekart
-
gunnarpalsson
-
gossipp
-
handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1326
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vildi óska að ég kæmist, en ég verð úti í eyjum...
svo bara góða skemmtun og gleðilega menningarnótt
KV.Bryndís
Bryndís (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 14:06
Él lem fast í kúabjölluna hérna í Hollandinu, vonandi heyrið þið og getið spilað í takt
hgret (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 18:33
tíhíhíhíhí
Þóra Marteins (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 17:15
Hæ, vinkona! Þetta með G-strenginn er alveg frábært. HAHA
.
Til hamingju með lagið, flott lag! Það er verst hvað ég sakna þín mikið þegar ég hlusta á fallegu röddina þína
.
Kær kveðja Þóra og fjölskyldan í Atlanta
Þóra S. Guðmannsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 15:14
Bryndís mín, vona að þú hafir haft það gott í útlöndum!
Gott Hjalti minn, heyrði vel í þér í göngunni, varst það ekki þú sem varst alltaf á offinu?
Hallur minn, ha, ha, ha
fyndin saga!
Þóra mín Marteins, var gaman að sjá þig, en þú og Gunni áttuð auðvitað að rífa upp slagverk og spila með! - verðið með næst!
Þóra mín Guðmanns, dugleg stelpa að kvitta fyrir mætingu! Sorry, sorry hvað ég er slöpp í tölvupóstinum, en ætla að bæta ráð mitt! Og takk, takk!
Knús á ykkur öll!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 25.8.2008 kl. 14:06
ó.... gerum það næst. Geggjað flott skrúðganga :D
Þóra Marteins (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.