Morgunstund á laugardegi

Í gær lærðu 4 börn að maður veiðir ekki kóngulær með grjóti.  Þríburagengið var að leika í garðinum ásamt besta vininum, þegar Hálfdán Helgi kemur hlaupandi inn.  “Mamma, mamma, Atli meiddi sig og það kemur rautt úr hausnum á honum”.  Mamman hleypur út á harðaspani og sér besta vininn alblóðugan í framan.  Mamman bisar við að þurrka blóðið til að sjá hvaðan það kemur og í leiðinni að fá nánari upplýsingar um málið.  Blóðið kemur úr nefinu og svo er augljóst að það er gat efst á hausnum.  Mamman hringir í mömmu hans Atla og svo er brunað af stað 1,2,3,4, inn í bíl og niður á slysó, þar sem lítill kútur var mjög glaður að hitta mömmu sína, því á svona stundum er mamma alltaf best!  Málið var víst að liðið var að veiða kóngulær eða aðalega kóngulóarvefi (sem eru reyndar að gera mig brjálaða hérna úti) og Atli miðar með grjóti og kastar, en það vill ekki betur til en svo að steinninn lendir beint á honum sjálfum.  Þannig að öll 4 lærðu það að maður veiðir ekki kóngulær með grjóti!  Sár reynsla og verður gaman að sjá hversu lengi maður man þessa lexíu, kannski þangað til á morgun.  Mamman fékk auðvitað hrikalegan móral að hafa ekki staðið vaktina og horft stanslaust  á börnin leika sér, en maður er farin að treysta liðinu betur þegar gengið er orðið stærra og meira sjálfbjarga, hefur opna hurð og kíkir svo hvort ekki sé allt í góðu (var einmitt rétt nýbúin að kíkja).  Hugsaði svo með mér að það hefði verið skárra að mínir gormar hefðu fengið grjótið í hausinn heldur en að barn í heimsókn endi upp á slýsó! – En svona er víst lífið slysin gera oftast ekki boð á undan sér.  Til allrar lukku var skurðurinn ekki mjög stór og hægt að lima hann saman!

Oft er í Umræðunni “ systkini langveikra barna”.  Heimurinn lítur auðvitað kannski aðeins öðruvísi út svona utan frá séð, en mér hefur alltaf fundist að tvíburarnir hafi ekkert orðið þannig séð útundan og farið á mis við svo marga hluti við það að eiga langveikan bróður.  Sé kannski stundum hlutina sem gætu virst argasta óréttlæti td. að tvíburarnir þurfa að klára matinn sinn en Matthías ræður hvað hann borðar mikið… sem auðvitað byggist á því að hann fær líka næringu í æð en þau ekki!  Auðvitað sér maður líka að hann hefur fengið að komast upp með hluti sem tvíburarnir hafa fengið skömm í hattinn fyrir og er þá orðin ef pent skal orðað “pínu ákveðinn ungur maður”, eins og ein fóstran í leikskólanum orðaði það svo skemmtilega “Matthías er alltaf svo góður svo lengi sem hlutirnir eru eftir hans höfði”!  Mamman sá þó vel gott dæmi þess hvar skóinn hefur kreppt þegar tvíburarnir fóru á sundnámskeið.  Það má telja það á fingrum annarar handar hversu oft tvibbarnir hafa komið ofan í sundlaug, þannig að þegar sundnámskeiðið hófst voru þau eins og hræddir ungar, sem forðuðust að fá vatnið framan í sig.  Ástæðan:  Matthías má ekki fara í sund, af því hann er með legg (lína sem gengur inn í stóra æð og út úr brjóstinu á honum, á stærð við þykkan merkipenna), og vegna sýkingarhættu, þá má hann ekki fara í sund.  Matthías segir reyndar sjálfur að þegar hann verður 5 ára eins og tvíburarnir, þá ætlar hann að fara í sund!  Sum sé af því hann má ekki fara í sund, þá fer enginn í sund.  Mamman var því rosalega stolt af þessum duglegu tvíburum sem köfuðu og létu sig fljóta í lok námskeiðisins!

Loksins er komið að því, fyrsta lagið af disknum mínum er tilbúið!  Svo er bara að spíta í lófana við að klára hin, svo diskurinn láti sjá sig einhverntíman á haustdögum!  Á mánudag fer ég í Popplandið til hennar Heiðu og  “Lögmálið” heyrist opinberlega í fyrsta sinn.  Allir að hlusta á Heiðu í Popplandi á mánudag!  ..Svo hendi ég þessu hérna inn á bloggið!! 

Sólin skín, knús og kveðja, Áslaug


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1326

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband