Flakkarinn

Þá er búið að taka 10 daga törn í flakk um Vestfirðina og Strandirnar.  Dvöldum eina viku í Súðavík, þar sem skoðaðir voru helstu búsetustaðir vestfirðinga, Ísafjörður, Flateyri, Suðureyri, Bolungarvík o.s.frv.  Fjöllin himin háu, sjórinn, kyrrðin og hin magnþrungna orka, mikil sálarfæða þar!  Keyrðum svo yfir á Strandirnar, lentum í Djúpavík, þar sem við dvöldum í góðu yfirlæti 2 nætur á hótelinu þar.  Tókum nokkra tóna í tankinum (besta sánd í heimi), skoðuðum verksmiðjuna og sigldum með trillunni út voginn.  Magga verður nú að fá eitt knús HÉR fyrir frábærar móttökur!  Stoppuðum í Trékyllisvík, en þar spilaði hljómsveitin Kalk dansiböll 3 sumur í röð sem er eitt af því minnistæðasta frá þeim flakk árum.  Í Norðurfirði óðu börnin berfætt út í sjó á sandströndinni, sem er örugglega ein fallegasta strönd á Íslandi.. mjúkur sandur og í sól og blíðu færðu sólarlandafíling (fyrir utan mun magnaðara landslag). Strandirnar veita mér vellíðunnar tilfinningu, sálarheill og sálarfrið, ótrúlegt að vera þarna eins og í ævintýraheimi.

Það kom að því að Matthías litli færi á flakk um landið.  Fengum næringuna senda fyrst til Danmerkur og nú á Ísafjörð, já fólkið í næringarblöndun fá sko miklar þakkir fyrir það.  Og allt gekk eins og í sögu.

…Talandi um sögu, þá fóru börnin að safna blómum handa mömmunni í Súðavík.  Mamman setur blómin í vasa. Guðrún Thelma er að laga blómin í vasanum, þegar Matthías litli birtist með fleiri blóm.  Mamman segir:  Matthías settu blómin í vasann hjá Guðrúnu Thelmu.  Matthías horfir hugsandi á mömmu sína og réttir mér aftur blómin.  Mamman segir aftur: settu þau í vasann hjá Guðrúnu Thelmu.  Matthías röltir í áttina að Guðrúnu Thelmu og hefst handa við að troða blómunum í vasann (peysuvasann)… það var doldið mikið hlegið!

Svo mætir maður aftur bæinn og næst á dagskrá er smá jazzí gigg á Café Cultur á Hverfisgötu.  Þeir sem spila eru Matti sax og Pálmi Sigurhjartarson og ég þen raddböndin.  Nú er um að gera að taka smá rölt í bænum í sumarblíðunni á FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ , setjast svo inn á KAFFI KULTUR, kl. 22:00, fá sér eitthvað gott að drekka, spjalla og hlusta á lifandi tónlist!  Kósí stund og njóta lífsins, ekki satt?  Vonandi sjáumst við!

Sumarknús og kveðja, Áslaug


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

8_4_145

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 12.7.2008 kl. 14:41

2 identicon

Það hefði nú verið gaman að rekast á ykkur, en svona er þetta bara

Begga (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 17:07

3 identicon

æ mússímússímússí vorum á eftir ykkur í Súðavík og þvílík dýrð!! þetta er nú alveg hreint dásamlegur staður, vorum eiginlega öfugt við ykkur, byrjuðum á Hornströndum (reyndar norðar en þið, gistum í Hornbjargsvita og löbbuðum helling, sigldum frá Norðurfirði og svo aftur þangað) en Vestfirðir eru bara Buck og þannig er það bara!

Bústaðurinn var geekt fínn maður eftir ykkur :D

knús og kram

Hallveig 

Vælan (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 01:28

4 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Elsku Fjóla, sömuleiðis!

Begga mín, hefði verið gaman, en landshlutinn er líka svo stór!

Hallveig mín, veit að þið hafið notið ykkar á Hornbjargi hjá Unu og Ævari, ég á eftir að prófa það.. báturinn og aðkoman að landi pínu hræðir mig, en er að safna kjarki!  Já, vona svo sannarlega að þrifin hafi borgað sig (höfðum mikið fyrir :)), það var nefnilega svo leiðinlegt að koma og allt í skít!  Nennti samt ekki að taka bakaraofninn, enda notuðum við hann ekki neitt! 

Knús á ykkur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 21.7.2008 kl. 19:49

5 identicon

hehe já þau borguðu sig, var æðislegt að koma í húsið svona fínt! Pössuðum svo extra vel að skilja eftir jafnfínt eftir okkur :P Notuðum ofninn ekkert heldur þannig að ég lét hann líka eiga sig :D

Jamm Ævar og Una eru snillingar og þið ættuð endilega að drífa ykkur, þetta er dásamlegt! Lentum reyndar í að þurfa að labba úr Hornvíkinni (ekki með farangurinn samt sem betur fer) þar sem það var viðbjóðslegt í sjóinn þegar við fórum en Reimar segir að þetta sé bara í annað skiptið sem hann þurfti að láta fólk út í Hornvík, hitt skiptið var daginn áður og þá var enn verra! Yfirleitt er víst bara mjög fínt. 

Vælan (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1326

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband