..og þá var kátt í höllinni!

Jibbí skribbí og fjölskyldan kættist ógurlega!  Gleraugun hans Hálfdáns Helga dúkkuðu upp á Lyngbystation, ferðasöguna verða gleraugun víst að eiga fyrir sig.   Ýmsum vöngum hefur verið velt yfir ferðalagi gleraugnanna, en alls óvíst hvaða saga mun vera rétta sagan.  Eitt er þó víst að enn eru til skilvísir Danir og fyrir það þakkar móðurhjartað, sem nærri felldi tár fyrir hönd sonarins.  En nú þarf engin tár og sárin í garð fáráðsins gróin um heilt!

Höfum það afskaplega gott í höllinni og borðað ógrynni af mat, góðum mat og mikið af yndislegum ítölskum mat.  Dýragarður, bakkinn og Bon Bon land hafa verið skönnuð ásamt lestum og hraðbrautum.  Eins og í fyrra þá flúði íkorninn Rauðtoppur ágang Íslendinganna, en ég sá honum bregða fyrir um daginn, þar sem hann kíkkaði eftir því hvort óhætt væri að snúa heim í Önnu garð.  Svo var þó ekki og ég held að hann hafi skotist burtu bölvandi!

Kveðja og eitt stórt knús, Áslaug


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Æ þetta eru nú frábærar fréttir.

Knús á ykkur öll

Sigurbjörg Guðleif, 22.6.2008 kl. 12:29

2 identicon

gott að heyra að þau skiluðu sér :D

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 01:58

3 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Já, þetta var mikil lukka og líklegast hefur þeim verið hent einhversstaðar í nágrenni stöðvarinnar!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 26.6.2008 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1326

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband