17.6.2008 | 16:26
Déskotans dóni í Danmörku
Rupplað og rænt í ræningjaborg!
Nú ætla ég að segja þér sögu sem við sem búum í sveitamenningunni á Íslandi búumst eiginlega ekki við að sé til.
Finnst þér í lagi að ræna staf af gamalli konu? En að ræna gleraugum af 5 ára barni? Kannski bara almennt ekki í lagi að ruppla og skruppla!
Við vorum á leiðinni út úr lestinni á Lyngbystadion, þegar Hálfdán Helgi öskrar upp yfir sig gleraugun mín, gleraugun mín! Einhver arfa sniðugur rekst í hann og kippir af honum gleraugunum!! Við berumst með þvögunni út úr lestinni, öll nema Matti, sem verður eftir í lestinni til að aðgæta hvort þeim hafi nokkuð verið hent inn aftur. Því í allri mannmergðinni sjáum við ekkert hvert rugludallurinn fer, en Hálfdán Helgi staðhæfir að maður í bláum jakka hafi rekist í hann og eins og fyrir töfra, þá hverfa gleraugun! Við hin stöndum á brautarpallinum og ég leita þar og á lestarteinunum, því oft er hlutum stolið og svo hent skömmu síðar. Maður spyr sig, hvað ætlar þrjóturinn að gera við barnagleraugu? Matti fer á endastöðina í Hillerod, þar sem lestin tæmist sem gefur gott svigrúm til frekari leitar að gleraugunum. Matti hittir frekar súran róna, sem er að safna flöskum, en er alls ekki hress á svip og spyr Matta að hverju ert þú að leita?, Matti svarar því til að hann sé að leita að gleraugum sonar síns. Róninn kættist við það, að Matti væri ekki að safna flöskum á hans svæði og áfram leituðu þeir, Matti að gleraugunum og róninn að flöskum.
Hvergi fundust gleraugun og hefur þjófnaðurinn verið tilkynntur til lögreglu hér á Lyngby svæðinu. Það versta er að Hálfdán Helgi sér ekkert voðalega vel án þeirra! Já, allt er nú til, en að stela gleraugum af 5 ára barni hlýtur að fela í sér samviskuleysi af hæstu gráðu.. nú eða allavegana nettgeggjaða bilun!
Hálfdán Helgi sagði að kannski hefði hann bara verið fátækur og vantað gleraugu og þá væri hann eiginlega ekki að stela .tja það er auðvitað ein afsökunin fyrir bófana, eins og barnaskarinn segir. Það voru nefnilega BÓFAR og RÆNINGJAR sem stálu gleraugunum hans Hálfdáns Helga!
Sendi kveðju og gleðilegan þjóðhátíðardag
Knús, Áslaug
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
sax
-
metal
-
thoragudmanns
-
sibbulina
-
ragnaremil
-
fjolan
-
benjonikla
-
siggav
-
ingvarvalgeirs
-
peturorn
-
nesirokk
-
saxi
-
ktomm
-
gudnim
-
jakobsmagg
-
ivg
-
swiss
-
millarnir
-
fjola
-
hjolaferd
-
smarijokull
-
kristmundsdottir
-
joningvar
-
hogmogskhihollandi
-
judas
-
hallurg
-
bless
-
josi
-
hofi
-
gunnarfreyr
-
ingo
-
olafurfa
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
charliekart
-
gunnarpalsson
-
gossipp
-
handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1326
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ojbara, þvílíkt og annað eins :@ Og það í gamla bænum okkar! Minn 8 ára gutti yrði líka algerlega sjónlaus án sinna, kannski ágætt að hann er ekki að koma með okkur til Danmerkur í næstu viku...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 17.6.2008 kl. 18:27
Ja hér og hér, allt er nú til segi ég nú bara
. Vonandi finnast brillurnar sem fyrst.
Bestu kveðjur frá okkur í Lómasölum.
Bryndís B. (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 20:41
Já, stelpur mínar, ef ég hefði ekki verið á staðnum, þá hefði ég haldið að þetta væri lygasaga!! ...Hildigunnur, góða skemmtun í landi bófa og ræningja, kannski öruggara að skilja börnin eftir heima
Bryndís, engin gleraugu hafa dúkkað upp ennþá, Hjördís biður að heilsa Bergdísi. Helga María, ég veit, maður er bara orðlaus, og það í dejlige Denmark!!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 19.6.2008 kl. 07:23
Orðlaus með öllu !
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 19.6.2008 kl. 22:26
Ný inntökuskilyrði í Hells Angels?
hgret (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 21:40
Fólk er ekki í lagi. Vona að þið hafið það sem best:)
Sigurbjörg Guðleif, 22.6.2008 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.