Amm'li

Tvibbarnir mínir eru 5 ára í dag.. Mér finnst eiginlega BARA furðulegt að liðin séu svona mörg ár!

Fimmtudagskvöld – á morgun og trió Matta sax leikur fyrir gesti og gangandi á kaffi Culture á Hverfisgötu klukkan 22:00.  Um er að ræða jazzprógramm og ég gaula nokkur vel valin lög.  Verður örugglega mjög skemmtilegt, Matti á saxinn, Rafn á gítar og Stefán á hammond, doldið spes samsetning en þeim mun forvitnilegra að mæta!  + Frítt inn!!!

Alltaf svolítið hressandi þegar hinir ýmsu sumarstarfsmenn mæta til leiks um borg og bý.  Fór í Hagkaup og ætlaði að kaupa skó á gengið.  Fann númer sem passa á tvibbana en vantaði á stubbinn.  Lít eftir afgreiðslu og vind mér að tveimur ungum stúlkum sem eru önnum kafnar að raða kössum og kjafta “eigiði þessa Spiderman skó í 24?”,  önnur svarar “nei, ég held ekki”, ég: ”en eigiði einhverja aðra íþróttaskó í 24?”  Hin svarar:  “alveg örugglega, einhversstaðar í hillunum”!  Ok!!  Mín gafst upp á að leyta og fannst þetta heldur fyndin afgreiðsla!

Annars bara Danmörk aftur á næsta leiti..

Knús í krús, kveðja Áslaug


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með tvíburana :D

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 22:04

2 identicon

já, til hamingju með gengið...

Arnar (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 23:21

3 identicon

Innilega til hamingju með þau

Bryndís (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 00:27

4 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Til hamingju með tvíbbana. Kisses

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 5.6.2008 kl. 10:05

5 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Til hamingju með tvíburana  Hafið það sem best

Sigurbjörg Guðleif, 6.6.2008 kl. 00:41

6 identicon

Hey já,

til hamingju með tvíbbana. Er ekki með barnaafmælin í faceabook, reddum því...

hgret (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 16:52

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Til lukku með tvíbbó - þeir eiga þá sama ammlissdag og nýjasti meðlimurinn í Svepparækt Ingvars!

Húrra fyrir því og allir hressir!

Ingvar Valgeirsson, 8.6.2008 kl. 22:42

8 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Takk öll elskurnar!  ...og Ingvar litli sveppurinn þinn valdi sér MJÖG góðan dag

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 11.6.2008 kl. 13:43

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sæl .Áslaug,.

Ég er að reyna að ná á Matta Sax sem er væntanlega góður vinur þinn varðandi pródjekti hann hyggst að spila inná en ég veit ekki hvað hann heitir fullu nafni. Gætir þú verið svo vinsamleg segja mér hvað hann heitir fullu nafni svo ég geti hringt í hann ? 

Virðingarfyllst..

Brynjar  

Brynjar Jóhannsson, 13.6.2008 kl. 13:52

10 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Já Brynjar, ég kannast aðeins við kauða og ekki er hann Saxófónsson eins og ætla mætti!  Baldursson er eftirnafnið og ég hlakka til að heyra afraksturinn!  Kveðja Áslaug

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 14.6.2008 kl. 12:15

11 Smámynd: Þráinn Árni Baldvinsson

Til lukku með liðið!

...ha, tvíburar?

Hilsen!

Þráinn Árni Baldvinsson, 14.6.2008 kl. 14:05

12 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

ha,ha,ha, alltaf fyndinn Þrási minn! - og jú takk!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 14.6.2008 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1338

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband