... ... ... Ýmislegt

Jæja, búin að fara til Danmerkur.  Þetta var hin skemmtilegasta reisa ásamt 7 skemmtilegum ferðafélögum!  Áslaug og strákarnir virða fyrir sér Kaupmannahöfn og stræti þeirrar vinalegu borgar.  Ferðin hófst hlæjandi og endaði, allir pínu þreyttir en hlæjandi.  Skoðaðir voru tveir skólar sem bjóða upp á rythmiska tónlistarkennslu.  Mest var þó setið svolítið og talað, eiginlega talað svo mikið að ekkert okkar þarf að tala meira í svona mánuð!  Borðað…  Fyrsta kvöldið var borðað á stað sem heitir “Sá litli feiti”, fengum 5 rétta surprise máltíð – alveg geggjað.  Annað kvöldið var svo afmæli hjá Önnu systur og þau hjónin klikka sko ekki á matseldinni… Italian, mmmm.  Þriðja kvöldið var svo borðað á “Vesúvíusi”… Italian líka og klikk gott!  Já, mikið stuð og mikið gaman!  Allir voða góðir vinir, kannski ég segi nánar frá þeirri ferð síðar.

Hálfdán Helgi tilkynnti fyrir stuttu að hann ætlaði að verða trúður, tók upp þrjá steina og byrjaði að joggla.  Steinarnir fóru auðvitað allir aftur fyrir hann, þar sem Matthías rölti í humátt á eftir honum.  Matthías slapp þó naumlega undan skothríðinni og Hálfdáni Helga fínlega bent á að trúðar notuðu venjulega ekki steina til joggla með… það gæti jafnvel verið pínu hættulegt.  Þó ekki verra að vita af því að maður eigi von á frímiðum í sirkusinn í ellinni!

Matthías Davíð fór í 3 og hálfs árs skoðunina í gær.  Hjúkrunarfræðingur frá heilsugæslunni kom og lagði fyrir hann allskyns þrautir og spurningar.  Matthías Davíð sem er talinn afbragðs gáfaður í familíunni sýndi sína verstu hliðar.  Sagði ekki orð fyrsta hálftímann, horfði undrunar augum á hjúkkuna og rak út úr sér tunguna þess á milli eins og hann skyldi ekki orð af því sem hún sagði, td. Hvað heitir mamma þín? Matthías-þögn og tungan út.  Foreldrarnir horfðu forviða á þetta barn sem hvorugt hafði nokkurntíman séð á ævinni.  Eftir hálftíma var ákveðið að gera pásu og fara aðeins fram með hann.  Foreldrarnir reyndu að sannfæra Matthías um að hann yrði að tala við hana og þá svarar Matthías loksins úr þagnarbindindinu “Nei, ég er að fara heim”.  Mamman brá á það ráð að ljúga að syninum að ef hann talaði ekki við hana þá gæti hann ekki farið á stóru deildina í haust.  Það virkaði, Matthías settist inn og skoraði fullt hús stiga.  Aftur: “hvað heitir mamma þín”? Matthías: ”Áslaug Helga Hálfdánardóttir” og foreldrarnir önduðu rólega aftur. 

Sjónprófið kom þó á óvart eins og með Hálfdán Helga þegar hann fór í þetta sama próf!  Já, ótrúlegt en satt en hann sér bara frekar illa frá sér.  Ég var svo heppin að eiga tíma fyrir Hálfdán Helga hjá augnlækninum í dag og breytti og sendi Matthías í staðinn.  Matthías er með +9 á öðru auga og +7,5 á hinu auganu.  Þetta er ótrúlegt en allavegana veit maður að þetta er genetískt í karllegg, Matti næstum blindur á öðru auganu, pabbi hans líka, Baldur Snær stóri hans Matta, Hálfdán Helgi og nú Matthías Davíð.  Kannski eins gott, því ef Matthías væri sá eini, þá myndi maður tengja þetta við dularfulla sjúkdóminn sem enginn veit hver er.  En gleraugu eru góð uppfinning!

kveðja, Áslaug


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Hæ velkomin heim úr danaveldi. Var ykkur ekki boðið í danska brúðkaupið hehehhhhhe ???? Ég hef sagt það áður og segi það aftur, fólk með gleraugu er það fallegasta á jörðinni

Alltaf gaman að lesa bloggið þitt elskan. Knús til ykkar.

Kv Sibba

Sigurbjörg Guðleif, 28.5.2008 kl. 18:19

2 Smámynd: Þráinn Árni Baldvinsson

Gleraugu eru kúl :)

Þráinn Árni Baldvinsson, 31.5.2008 kl. 17:44

3 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 1.6.2008 kl. 13:17

4 identicon

Þetta þroskapróf er bara bull! Hvað er að marka börnin á ókunnum stað með ókunnri konu sem vill stöðluð svör strax. Kristinn minn var spurður hvað geriru ef þér er kalt og hans svar var fer undir teppi, en "rétta" svarið var fer í meiri föt!! Hans svar var vitlaust! Hann var sko ekki tilbúinn til að sýna einhverjar kúnstir og tala við þessa konu sem hann þekkti ekkert.  Fræðingurinn vildi láta skólann vita að von væri á þroskaheftu barni til þeirra en ég sagði þeim bara að troða þessu prófi þar sem sólin ekki skín ef fóstrurnar hans segðu að eitthvað væri að þá skyldi ég skoða það en þetta próf væri ekkert að marka. Að hafa stöðluð svör fyrir 3 1/2 árs börn er nú bara della. Það ætti að gera þetta próf inni á leikskólanum og fóstrurnar sem þekkja börnin að leggja það fyrir þau.

Magga B, Sig (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1326

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband