mússí múss

Greinilega kominn smá sumarfílingur í mann, með tilheyrandi bloggleti.  Sest frekar út á pall með kaffið en að sitja yfir tölvunni!

Óvissuferðin á föstudag var skemmtileg, enda með endæmum skemmtilegt fólk sem ég vinn með.  Ferðin hófst í Keiluhöllinni þar sem hópurinn minn Skytturnar sex(y) rústuðum keppninni, þrátt fyrir að vera með mig í liðinu.  Ég er sum sé með þeim lélegri sem hefur sést.  Var ekki nema þriðja lægst með smá svindli.  Ég held að allavegana fyrstu3 umferðirnar þá felldi ég ekki eina keilu og geri aðrir betur.  Endaði með 40 stig, með því að láta eina úr hópnum spila eina umferð fyrir mig á meðan ég fór út að fá mér nikótínblandað súrefni með smá blásýru og græddi 16 stig á því.  Það fyndna er að áður en við byrjuðum, þá hugsaði ég “þetta er nú örugglega ekkert mál”, en svo var ég bara ógeðslega léleg.  Næsta stopp var potturinn á Mecca Spa, voða notó tókum nokkur sundtök og spor úr Svanavatninu í bland.  Þriðji og síðasti viðkomustaður var heim til einnar úr vinnunni, þar var borðað, drukkið og SUNGIÐ.  Já eiginlega bara sungið þar til tími var til að halda heim. Mikið stuð!

Á laugardag var haldið í bústaðinn, þar sem öll stórfamilían var saman komin.  Þrátt fyrir leiðinda rigningu létu ungarnir það ekki stoppa sig og maður var svona í því að klæða í og úr pollagallanum.  Fórum í menningarferð á Gullfoss og Geysi, já börnin mín hafa séð Gullfoss en sváfu af sér Geysi.  Kannski pínu vonbrygði en þau áttu auðvitað von á að sjá foss úr gulli.  Annars fannst mér svaka gaman að rifja upp þessi gömlu kynni, ekki komið þarna í mörg, mörg ár og deila útsýninu með 300 túristum.

Framundan er menningarreisa til Kóngsins Köbenhavn í lok næstu viku.  Ætla með strákunum í Tónsölum að skoða rythmiska Konsið og annan rthmyskan tónlistarskóla fyrir yngri nemendur  Og græði auðvitað að mæta í afmælið hennar Önnu systur!  En alveg róleg Áslaug mín, heil vika í það!

Eitthvað hálf andlaus, svo hvernig væri að þú myndir segja mér eitthvað skemmtilegtSmile….(athugasemda dálkurinn hér fyrir neðan)

Knús í krús


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Skemmtilegt já?

Það er komið sumar  sól í heiði skín.

Fjóla Æ., 15.5.2008 kl. 11:56

2 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Vantar ekki bakraddar söngkonu???? Mig langar líka til Köben í menningarferð með þér ehheeh. Knús á þig duglega kona

Sigurbjörg Guðleif, 15.5.2008 kl. 15:08

3 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Já, Fjóla mín sumar er skemmtilegt og sól er toppurinn!

Sibba mín skelltu þér bara með!.. og takk f. síðast! 

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 17.5.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband