8.5.2008 | 16:42
Tækni smækni
Velkomin á tækniöld Áslaug mín, hugsaði ég inni í sjoppunni í hverfinu mínu. Nei, ég var ekki að kaupa nammi! Auðvitað var ég að svala þessari óþolandi fíkn, sem heitir nikótín. Ég leit í kringum mig og spurði svo afgreiðslumanninn hva, eruð þið hættir með vídeóleiguna? Nei, nei svaraði hann, sérðu skjáina á gólfinu þarna og við mér blöstu 4 svartir stautar upp í loftið sem upp á voru voða penir tölvuskjáir, meira að segja svona snertiskjáir. Sum sé öll video og DVD hulstur horfin og maður notar skjáinn til að velja sér mynd og segir svo afgreiðslumanninum hvað mann langar að sjá! .. Ég veit, þú auðvitað löngu búinn að prófa þetta og allt og ég bara einhver svona steinaldarfígúra. Er ekki viss um samt að þetta muni auka viðskipti mín, en ég svo sem enginn markhópur í sjálfu sér.
Allir kátir í höllinni og svo sem ekkert markvert gerst svona á helstu vígstöðvum.
Ég á leið í óvissuferð með vinnufélögum mínum á morgun. Held að þetta sé doldið spennandi, en ég skal lofa sögu af ævintýrinu mikla. Mæti með sundföt og sólgleraugu og svo eitthvað sem kallast söngvatn. Hef svo sem aldrei þurft neinn vökva til að láta til mín taka á þeim vettvangi, nema kannski í hávaðatíðni.
Upptökurnar mínar eru að keyrast í gang aftur og annaðkvöld verður spilaður inn Hammond af ekki ómerkilegri manni en Stefáni Henryssyni sem er grúvbolti mikill. Ég verð samt fjarri góðu gamni, já á bólakafi í sundfötunum í söngvatninu, en hlakka mikið til að heyra afraksturinn! Prímadonna? Nei, ég ber bara svona mikið traust til strákalinganna vina minna að þeir massi þetta án mín! Þeir eru nefnilega allir svo duglegir að lesa hljóma þessar elskur!
Held að þetta sé ágætis updeit í bili og sendi bara stÓÓÓÓrt knús til þín frá mér!
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
sax
-
metal
-
thoragudmanns
-
sibbulina
-
ragnaremil
-
fjolan
-
benjonikla
-
siggav
-
ingvarvalgeirs
-
peturorn
-
nesirokk
-
saxi
-
ktomm
-
gudnim
-
jakobsmagg
-
ivg
-
swiss
-
millarnir
-
fjola
-
hjolaferd
-
smarijokull
-
kristmundsdottir
-
joningvar
-
hogmogskhihollandi
-
judas
-
hallurg
-
bless
-
josi
-
hofi
-
gunnarfreyr
-
ingo
-
olafurfa
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
charliekart
-
gunnarpalsson
-
gossipp
-
handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Áslaug. Já það er voðalega gaman í svona óvissuferðum ég fór með minni vinnu fyrir hálfum mánuði það var geggjað gaman
Kannski drukkið svolítið mikið af söngvatninu góða ehheheheeheheheheheh.
Hrikalega góða skemmtun og ég hlakka til að heyra af disknum:9
Sigurbjörg Guðleif, 8.5.2008 kl. 21:29
Sæl Áslaug bloggvina.Hlakka til að heira afraksturinn frá þér,hlustaði á tengdapabba blús eftir Matta og fannst hann þrusugóður eins og Villi naglbítur mundi segja nema hann mundi líka hafa drullu á milli.Kærar kveðjur til ykkar og von að allt gangi vel hjá ykkur.
Guðjón H Finnbogason, 8.5.2008 kl. 23:14
Já svona er Ísland í dag og nú geturðu meira að segja valið myndina á netinu heima og farið svo og sótt í bónusvídeó.....
Bryndís (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 22:13
Hæ esskan. Takk fyrir síðast. Söngvatnið virkaði mjög vel á þig heima hjá Soffíu og held að þú ættir að fara að hugsa um leggja keiluna fyrir þig!!! Þú ert bara æði
Beta bjútí (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 23:36
Já Sibba mín og þetta varð mikið stuuuð, greini frá því um leið og ég hef tíma
Guðjón minn, þetta verður spennandi. Vil líka hrósa þér fyrir snilldar síðu, enda snilldar kokkur... og bendi öllum á að kíkja þangað eftir uppskriftum!
Bryndís mín, vá þetta er sko orðið allt of tæknilegt fyrir mína, enda ofur íhaldsöm.
Elsku Beta bjútí... þetta var sko stuð, söngvatnið virkaði mjÖg vel..enda kannski tilgangur þess. Þetta með keiluna er sko efni í heilan pistil.. hvernig er hægt að vera svona lélegur, ég hélt það væri ekki hægt, verð greinilega að fara að æfa! Og hlakka mikið til á morgun að fá endinn á sögunni....ha, ha, ha!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 12.5.2008 kl. 11:38
Ég hef ekki leigt mér DVD í mörg ár, nuna þori ég ekki útá leigu...
hgret (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.