29.4.2008 | 13:27
Það er komið sumar..
Matthías minn ætlar greinilega að verða einn af þessum stórlöxum sem þurfa að toppa allt og alla í samræðum. Hann var uppi í Mosó um daginn hjá Helgu systur (eins og svo oft áður) og var að spjalla við Arnar frænda sem er notabene 23 árum eldri en Matthías. Arnar var að segja Matthíasi að hann hefði verið á Akureyri og hefði farið í flugvél, þá segir Matthías: Vinur minn hann Atli (sem er n.b. besti vinur hans Hálfdáns Helga en ekki hans), hann fór líka til Akureyrar. Nú já, segir Arnar, og fór hann líka með flugvél. Nei, segir Matthías, hann fór gangandi!
Í dag sit ég heima með hálsbólgu og hálfa rödd, óttalega rám og rokkuð eitthvað! Held að allt súrefni helgarinnar hafi alveg farið með mig. Maður er búinn að sitja inni í allan vetur, kemur svo ekki bara sólin og maður er eins og kýrnar á vori hlaupandi um í garðinum að týna ruslið. Gera pallinn sómasamlegan aðkomu. Fara með liðið í hjólaferð. Og það sem gerist er auðvitað óverdós af súrefni. Í dag dunda ég mér við nótnalestur og sex and the sity svona á víxl!
Og enn af facebook, tímaþjófur af bestu gerð. Búin að taka svo mörg sjálfspróf að ég er farin að stór-efast um sjálfa mig, lífið og tilveruna. Það sem ég hélt að ég væri og vildi, það er bara ekki þannig! Allavegana ekki samkvæmt útkomunum sem ég fæ varðandi sjálfa mig í þessum greinilega óyggjandi sjálfsprófum. Hvað um það, ég er greinilega bara svona klofinn persónuleiki , sem heldur.. að ég viti, en í raun.. veit ekkert um sjálfa mig. Ég og hin ég, verðum bara að reyna lifa saman í sátt og samlyndi. Þetta eru örugglega vísindalega útfærð próf, er það ekki?
Knús í krús, Áslaug
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
sax
-
metal
-
thoragudmanns
-
sibbulina
-
ragnaremil
-
fjolan
-
benjonikla
-
siggav
-
ingvarvalgeirs
-
peturorn
-
nesirokk
-
saxi
-
ktomm
-
gudnim
-
jakobsmagg
-
ivg
-
swiss
-
millarnir
-
fjola
-
hjolaferd
-
smarijokull
-
kristmundsdottir
-
joningvar
-
hogmogskhihollandi
-
judas
-
hallurg
-
bless
-
josi
-
hofi
-
gunnarfreyr
-
ingo
-
olafurfa
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
charliekart
-
gunnarpalsson
-
gossipp
-
handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ elskan. Líttu bara á björtu hliðarnar, ef Matti eða einhver annar ætlar að skamma þig fyrir eitthvað geturðu alltaf sagt að hin þú hafir gert þetta heheheheheheheheheheheheh mjög sniðugt. Ég geri það alltaf:)
Kv Sibbalibb
Sigurbjörg Guðleif, 29.4.2008 kl. 15:29
Getur sagt Matthíasi litla frænda að hann megi koma gangandi (með fjölskyldu) á granda 1.maí og hitta stóru frænku í körfuboltagleði á shell:)
kv.kristrún
Kristrún Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 22:39
Mjög vísindaleg þessi blessuðu próf á facebook ;)
Þóra Marteins (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 22:54
Já Sibba mín, mjög gott að segja að hin ég hafi gert þetta!
Frábært elsku BESTA mín, við leggjum af stað í nótt gangandi með Matthías í broddi fylkingar
Já Þóra mín sérðu td. ekki svip með mér og Jennifer Love Hewitt, við erum næstum eins!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 30.4.2008 kl. 09:19
Heilmikinn svip en þú ert mun sætari :)
Ég ku vera eins og dökkhærða gellan í Smallville.....
Þóra Marteins (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 14:22
Vá ef ég vissi ekki betur, þá myndi ég einmitt halda þið væruð tvíburar! Svo eru ég og Björk náttúrulega alveg á samskonar línu í tónsmíðum.. ótrúlega nákvæm þessi próf!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 30.4.2008 kl. 15:35
Eintóm snilld. Dásamleg tímasóun :)
Þóra Marteins (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 20:19
Gættu þín á súrefninu!
Júdas, 3.5.2008 kl. 22:01
Nei kæri Júdas, maður lætur nú ekki gabba sig svona aftur á íslensku veðri!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 4.5.2008 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.