Allt og ekkert

Nýja áhugamáliđ FACEBOOK í fullum blóma, var kannski of gagnrýnin, ţó ég skilji ekki enn tilganginn.  Skemmtileg afţreyjing ađ sjá gömul (ţó ekki endilega í árum) andlit.  Er enn óttalegur illi og ýti á fullt af vitlausum tökkum.

Fékk bođ á tónleika FTT (félag tónskálda og textahöfunda) á fimmtudagskvöldiđ.  Ţađ var svei mér áhugaverđir tónleikar og ánćgđ međ ađ búiđ sé ađ ćttleiđa hann Svabba inn í ţessa miklu tónlistarfjölskyldu sem flutti megniđ af prógramminu.  Fór út ađ borđa á Caruso á undan og fékk mér Canelloni međ spínati, osti og kjötfyllingu.  Mjög gott og bráđnauđsynlegar upplýsingar til ađ varpa fram á alnetinu.

Bakađi köku og fylgdist međ öđru auganu á hina  “spennandi” keppni um söngvarastöđuna í bandinu hans Bubba á föstudagskvöldiđ.  Frábćrir söngvarar báđir ţessir strákar.  Sigurvegarinn lofađi ađ taka aldrei ţátt í Evróvision, en sú bón stjórnandans fannst mér doldiđ eins og ađ skammast út í hćgri löppina, ţegar mađur stendur á ţeirri vinstri , staddur í miđjum raunveruleikasjónvarpsţćtti.  Kakan var hins vegar mjög góđ, heit súkkulađikaka međ ís!

Laugardagskvöld, Borgarleikhúsiđ, Jesus Christ Superstar.  Var ekki alveg viss hvađ mér fannst, allir söngvararnir komu mér ţó á óvart, hver á sinn háttinn.  Leikmyndin sem fór í taugarnar á mér fyrir hlé var tekin í sátt eftir hlé og ţjónađi vel sínum tilgangi.   Hljómsveitin var klikkgóđ, ótrúlega ţétt, sannfćrandi og flott útsett!  Alveg gaman ađ sjá ţetta í doldiđ öđruvísi búning, engar gćsir ţó sem flugu hátt ţegar ég sá ţetta fyrir einhverjum doldiđ mörgum árum. 

Sunnudagur og hersingin fór í gönguferđ út í Gróttu.  Ţvílíkt sport og stuđ ađ henda steinum út í sjó.  Stubbarnir reyndu ţrír saman ađ rogast međ risastóra hnullunga sem hćglega gátu lent á litlum tám, samt skárra en ţegar litlu steinarnir fuku í áttina ađ  nćstu hausum.  “Hjördís mín, ţú verđur ađ miđa!” – “Ţađ er enginn miđi á ţessum stein!”.  Hálfdán Helgi ćtlar ađ fara fljótlega aftur og byggja sér hús úr stráum, en stráunum sem hafđi veriđ safnađ, var vinsamlegast vísađ út úr bílnum!  Já, ţetta fullorđna fólk er svo skrítiđ.

Knús knús, Kv. Áslaug 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hć hć!

Mér finnst ţú nú barasta vera ađ standa ţig vel á fésinu. Hefur alla vega ekki móđgađ mig ennţá. Vona líka ađ ég móđgi engan heldur, ţví ég hef stundum enga hugmynd um hvađ ég er ađ gera.

Begga (IP-tala skráđ) 23.4.2008 kl. 14:48

2 Smámynd: Sigurbjörg Guđleif

Vá skemmtilegir dagar hjá ţér og ykkur. Vona ađ allt gangi vel og ég hlakka rosalega til ađ hlusta á diskinn ţinn:)

Knús Sibba

Sigurbjörg Guđleif, 23.4.2008 kl. 15:44

3 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Hć Begga mín og takk fyrir síđast.. já, mín alveg dottin í alls konar próf um hitt og ţetta.. og takk fyrir póstinn aldrei ađ vita nema mađur klambri einhverju saman!  Ánćgđ međ ţig ađ kommenta

Já Sibba mín, um ađ gera áđur en aupairin fer í frí, ţví ţá eru ţađ bara ég og amerísku vinkonurnar saman-gaman og heima!  Ţú verđur sko ein af fyrstu til ađ fá ađ hlusta, förum fljótlega ađ taka törn í upptökum og vonandi get ég hent inn einu demói fljótlega! Knús til baka

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 23.4.2008 kl. 18:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband