Spænskunámskeið óskast

Ég er ekki tölvunörd.  Jú, kannski er ég tölvunörd í þeim skilningi að ég er rosalega ótæknilega sinnuð.  Ótæknilegur er orð, er það ekki?  Ég er ekki vinkona tölvunnar og hún er ekki vinkona mín.  Þess vegna er kannski með ólíkindum að ég geti haldið úti bloggsíðu!  Ég hef aldrei farið í heimabankann og ef ég þyrfti að sjá um að borga reikningana, þá færi ég í röðina með öllu eldra fólkinu sem er eins og ég, nota ekki tölvur.  Ekki það að það er fullt af eldra fólki, sem kann á tölvur, en ekki allir og við yrðum saman í röðinni!  Afhverju er ég að spá í þetta?  Jú, myspace- síðan mín, sem er annað ólíkindatól sem ég er með, er á spænsku!  Síðan er búin að vera á spænsku í tölvunni minni (eða ekki minni, ég á ekki tölvu), í marga daga.  Líklegasta skíringin er að einhver hafi krakkað sig inn í tölvuna.  Ég spyr, afhverju?  Til hvers?   Svarið sem ég fæ er, afhverju er fólk að senda vírusa í tölvur?  Vá skemmtilegt hobbý! 

Facebook, það er nú annað.  Allir á facebook, allir að tala um facebook.  Ég er með facebook en ég skil ekki facebook.  Ég skil ekki afhverju ég ætti að selja vini mina og kaupa nýja í staðinn.  Ég reyndar kann ekkert á þetta, ýti bara á einhverja takka og vona að ég móðgi ekki neinn.  Svo fæ ég skilaboð að einhver maður úti í heimi, sem heitir hjfghjdshf og spyr hvort við getum ekki verið pennavinir – penfriends.  Og hvað á ég að gera, rífa upp skrifblokkina og byrja að skrifa, ha?  Googla heimilisfangið, setja frímerki á og setja í póst.  Þá værum við alvöru pennavinir, en nei, hann og allir hinir eikdkhæ og jsdkææ og dsajksaæ verða sko ekki pennavinir mínir!

Þarf að hætta, er nefnilega að fara og læra spænsku eða ekki

Knús!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikid skil ég thig vel. Èg skil heldur ekkert í facebook. Gerdist vinur Matta en hann sendi mér tölvupóst, hvort ég vildi vera vinur hans. Èg vildi audvitad vera vinur hans og skrifadi nafnid mitt og ekkert meir. Vissi ekki hvad ég átti ad gera. Hann er sennilega búinn ad selja mig. 

Kristin Anna Einarsdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 19:42

2 identicon

Þú ert yndisleg :-*

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 21:07

3 Smámynd: Matti sax

Ég er búinn að laga þetta með spænskuna ástin mín

Matti sax, 11.4.2008 kl. 08:03

4 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Nei, Anna mín, hann myndi nú ekki þora að selja mágkonu sína

Þóra mín, sömuleiðis!  Ferlega fúlt að þú komist ekki á morgun, en stefnum á seinna mót!

Matti minn, doldið seint í rassinn gripið, ég er búin að kaupa spænsk-íslensku orðabókina! Ola, ola! 

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 11.4.2008 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband