7.4.2008 | 14:03
Blaðrrrr...
Skemmtileg helgi, fór með tveimur vinkonum út að borða á Rossopromodoro, já ég veit gífurlegt surprise. Sátum og átum og áttum gott spjall. Þá var ákveðið að halda eitthvert annað, en hvert? Töltum fyrst inn á stað sem heitir Boston lúkkaði eins og þetta gæti verið doldið skemmtilegur staður, en engin laus sæti. Of gamlar til að standa!, Ölstofan sama vandamál, of gamlar til að standa og of mikið af fólki. Sólon, HJÁLP! Fengum sæti, fengum drykk, byrjuðum að tala, aðeins hærra, öskra, heyrðum ekki neitt hvor í annarri. Ég hef verið í rokkhljómsveit og það frekar háværri hljómsveit, en DJ-inn á þessum stað myndi mala hvað band sem er í hávaðatíðni. Hlupum út frelsinu fegnar og inn á Næsta bar, engin tónlist, sitja, tala, voða notó, vá hvað maður er orðinn gamall!
Einn svona mömmudjókur sem vert er að muna eftir þessa helgi. Dóttir mín var að ræða við mömmu sína um ójafnréttið í fjölskyldunni, það væru 3 strákar en bara 2 stelpur. Henni fannst mamma sín eitthvað treg til að samþykkja að það bráðvantaði eina stelpu í viðbót. Gefst upp og segir þegar ég verð fullorðin, þá ætla ég að eignast stelpu, og þá flytjið þið út!
Og svo er komin ný vika... Stundum veit ég ekki alveg með mig, húmor eða ekki?, kannski gömul en enn óttalega vanþroska eitthvað! Þú manst kannski hvað stafsetningaræfingar voru skemmtilegar eða þannig þegar þú varst í grunnskóla. Langar og leiðinlegar setningar sem stundum eru hálf samhengislausar. Ég var að lesa upp eina slíka í einum af eldri bekkjunum og ein setningin byrjaði svona Tungan milli fljótanna, ha sagði einn nemandinn, tungan milli fótanna,nei! fljótanna sagði ég og mín auðvitað svo barnaleg reyndi að halda andlitinu og hemja hláturskastið. Bót í máli að mér leiðist allavegana ekki í vinnunni!
Kveðja og eitt stórt knús til þín!
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
sax
-
metal
-
thoragudmanns
-
sibbulina
-
ragnaremil
-
fjolan
-
benjonikla
-
siggav
-
ingvarvalgeirs
-
peturorn
-
nesirokk
-
saxi
-
ktomm
-
gudnim
-
jakobsmagg
-
ivg
-
swiss
-
millarnir
-
fjola
-
hjolaferd
-
smarijokull
-
kristmundsdottir
-
joningvar
-
hogmogskhihollandi
-
judas
-
hallurg
-
bless
-
josi
-
hofi
-
gunnarfreyr
-
ingo
-
olafurfa
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
charliekart
-
gunnarpalsson
-
gossipp
-
handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fleiri tungur...... man eftir þessu úr stafsetningaræfingu úr MR ....."rætnisfullra rægitungna" .....en tungan milli fótanna, ekki viss um að ég hefði ráðið við hláturinn
Magga B. Sig (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 17:21
Júdas, 7.4.2008 kl. 22:52
Flott lausn á stúlkuskortinum.
Fjóla Æ., 8.4.2008 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.