31.3.2008 | 19:57
Heimur barnanna
Eins og ég hef örugglega einhverntíman sagt þér, að þá eignaðist ég tvíburana mína og 18 mánuðum seinna fæddist Matthías litli. Þegar svona stutt er á milli, þá eru þau þrjú meira eins og þríburar, heldur en tvíburar og yngri bróðir. Það er líklegast bara frábært að Matthías sem hefur barist allt sitt líf hefur aldrei fengið neinn afslátt hjá systkinum sínum. Flestir aðrir dansa í kringum litla prinsinn. Það er nú ekki skrítið að hann sé frekur, eftir allt sem hann hefur gengið í gegnum er setning sem heyrist nú ekki sjaldan frá fólkinu í kringum hann. Duddan sem var tekin af tvíburunum á slaginu 3 ára, hangir enn í munninum á litla prinsinum og er ekkert á förum, þó hann sé orðinn 3+. Tvíburarnir voru farin að sofna sjálf í sínum rúmum rúmlega 2 ára, Matthías 3+ fær enn mömmu hendi til að klóra og sofna út frá. Okkur finnst þetta bara eðlilegt.
Gengið hefur verið að skoða myndir og nýjasta orðið í orðaforðann hjá börnunum sem er allt annar en normal, er orðið sonda. Þau eru að skoða myndir og koma svo öðruhverju og spyrja hvað er þetta aftur á Matthíasi (á gömlum myndum), svarið er sonda, Já sonda svara þau í kór.
Um daginn áður en ungarnir lögðust til hvílu segir Hálfdán Helgi:mamma þegar ég var lítill, þá var ég líka með legg,
Nei Hálfdán minn (segir mamman), þú varst aldrei með legg, Matthías er með legg af því að hann er alltaf veikur í mallanum sínum. Þá sem sagt halda þau að þegar maður er lítill, þá er maður með legg!
Hálfdán: Er Matthías þá eini sem er veikur?
Mamman: Já, hann er eini sem er veikur
Hjördís Anna: En ég var einu sinni veik!
Í þeirra huga, þá er maður veikur þegar maður þarf að vera heima og er með hita, sem þeim finnst nú ekkert alstæmt, því þegar maður fer svo í leikskólann, þá má maður vera inni og jafnvel velja sér einn til að vera inni með manni.
Í þeirra heimi er bara eðlilegt að börn séu með legg, tengd við dælu, fái spes næringu, aftengja Matthías, tengja Matthías, blóðprufur og ýmis fleiri góð orð sem eru bara eðlilegur hluti af tilverunni. Afhverju ætti hann þá að fá eitthvað special treatment.
Gleymi því aldrei þegar Matthías kom aftur heim af spítalanum eftir fyrstu og lengstu dvölina sem voru rúmir 3 mánuðir. Hálfdán Helgi að verða 2 ára segir: ÞESSI kominn aftur!
knús, mamman
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
sax
-
metal
-
thoragudmanns
-
sibbulina
-
ragnaremil
-
fjolan
-
benjonikla
-
siggav
-
ingvarvalgeirs
-
peturorn
-
nesirokk
-
saxi
-
ktomm
-
gudnim
-
jakobsmagg
-
ivg
-
swiss
-
millarnir
-
fjola
-
hjolaferd
-
smarijokull
-
kristmundsdottir
-
joningvar
-
hogmogskhihollandi
-
judas
-
hallurg
-
bless
-
josi
-
hofi
-
gunnarfreyr
-
ingo
-
olafurfa
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
charliekart
-
gunnarpalsson
-
gossipp
-
handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá hvað þau eru yndislegust, öllsömul
Kv.Bryndís
Bryndís Baldv. (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 23:51
HA HA HA HA HA - Börn eru ekkert nema snillingar...
hgret (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 08:51
Þessi? hahahahaha... Þetta eru bara merki um snilld!
Þráinn Árni Baldvinsson, 1.4.2008 kl. 15:28
awwww....
Þóra Marteins (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 23:39
Já vinir mínir, skemmtilegir ungar sem mamman á!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 2.4.2008 kl. 17:32
Ég þykist nú eiga eitthvað í þessum stubbum líka
Matti sax, 2.4.2008 kl. 17:37
Hittingur annað kvöld?
Þóra Marteins (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 22:48
Já, þú heldur það, Matti minn
Þóra mín ég er svikakvendi og ætla að sitja heima og borða ibufen, en þú átt inni gott rauðvín (fyrr en þú heldur)
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 3.4.2008 kl. 13:38
Barnsleg einlægni er umhugsunarverð og margt hægt að læra af þeim.
Júdas, 4.4.2008 kl. 21:55
Bjóða mér með á hitting!!! ( þó ég stingist undan amk 50% hittingum þessi síðustu ár :)
En ef ég og þú erum báðar Áslaug þá ætti Þóra allaveganna að ná annarri okkar :)
Steina (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 09:20
Ekki spurning Steina mín.. Það er alltaf þetta bissí mömmusyndrom!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 16.4.2008 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.