Ef þig vantar eitthvað að gera..

Ég á vin sem heitir Jón Geir.  Jón Geir er afskaplega hæfileikaríkur maður, ég held að nærri því allt sem hann snertir verði að einhverju skapandi.  Hann finnur sér alltaf eitthvað nýtt til dundurs, enda á hann frekar erfitt með að sitja kyrr!  Ég held ég sé búin að þekkja hann í nærri 14 ár.  Ég man að fyrst þegar ég kynntist honum þá fannst mér þessi stráklingur sem var uppfullur af upplýsingum um tilgangslausa hluti afskaplega skemmtilegur.  Ekki það að hann er enn mjög skemmtilegur og uppfullur af gagnslausum upplýsingum. Ég man að með fyrstu upplýsingum sem Jón Geir deildi með okkur vinunum  var hversu hratt nákvæmlega Síberíuhraðlestin fer, ég er auðvitað búin að steingleyma hversu hratt hún fer en ég er handviss um að Jón Geir hefur haldið því til haga í heilabúinu sínu.

Í gær var mér boðið í kaffi til Þráins vinar míns.  Síðasta sumar held ég að ég hafi deilt því með þér að hann er ákaflega duglegur að safna dóti og öllu sem viðkemur hans tónlistariðkun og annara sem með honum starfa.  Í umræddu kaffiboði fékk hann nýtt starfsheiti “skjalavörður”, gott nafn á góðan dreng.  Tilefni boðsins var að hitta annan gamlan vin, hann Snorra Hergil, bassaleikarann mikla, sem hefur þó snúið sér að leiklist og uppistandi.  Rokkhundurinn vinur minn bauð upp á kaffi og osta, Snorri fékk hins vegar te að enskum sið, enda búsettur í London.  Aðrir sem staddir voru í boðinu voru Nanna, umræddur Jón Geir og Úlfhildur dóttir þeirra hjóna.  Margt skemmtilegt var spjallað, en aftur að Jóni.

Jón Geir var nýverið tímabundið án allra skuldbyndinga um að mæta nokkursstaðar í vinnu.  Hann sagði okkur söguna af því hvað hann hefði dundað sér við í þessum óvænta frítíma.  Nú hann fór auðvitað á internetið og googlaði símanúmerið sitt og komst að því að þetta væri sama símanúmerið og hjá blómaskreytingarverkstæði í Jerúsalem.  Eftir að hafa fundið bræður og systur um allan heim með sama símanúmer, þá tók við að leit í ýmsum skjalasöfnun og einn merkasti fundurinn var doktorsritgerð í einhverjum Háskóla í Bandaríkjunum sem hafði sama skráningarnúmer.  Mjög svo gagnlegt, því næst tók við að finna hluti með sama serial númer og hvort hann hafi fundið ekki fundið einhverja ryksugu sem deilir með honum númeri.  Þegar hann var væntanlega kominn með leið á að finna samnefnara við sitt eigið númer tók hann númer konunnar sinnar og byrjaði upp á nýtt! 

Þar sem Snorri hefur verið langan tíma fjarri við nám og ýmislegt, þá var það auðvitað spurningin um hvort við hefðum þroskast eitthvað á þessum tíma.  Helsta breytingin er sú að núna erum við flest komin með börn og hvort sú staðreynd hafi breytt okkur til betri vegar.  Við komumst að því að við værum líklegast enn sömu vitleysingarnir, nema hvað að Jón Geir benti á þá áhugaverðu staðreynd að nú gætum við legið í sófanum allan daginn, horft á teiknimyndir og í leiðinni flokkast sem ábyrgir foreldrar sem eyða tímanum með börnunum sínum (burt séð frá því hvort sjónvarpsgláp teljist til merkra uppeldisþátta)!

Alla ævina telur maður sig vera að þroskast. Vonandi, en er það endilega rétt?  Sjálf á ég það ennþá til að stökkva upp á innkaupakerruna og láta mig renna eftir ganginum í búðinni.  Kannski hef ég þroskast örlítið, því núna síðustu ár þá geri ég mér alveg grein fyrir því að svona á maður auðvitað ekki að gera, en held samt áfram þessari iðju.  Hvenær fær maður titilinn “fullorðins”? 

Knús, knús og kveðja, Áslaug 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Árni Baldvinsson

Hvar eru upptökurnar frá útskriftartónleikunum þínum!?

...takk fyrir síðast :)

Þráinn Árni Baldvinsson, 30.3.2008 kl. 10:36

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Ó, elsku Þrási minn, án þín myndi ég ekki einu sinni muna, að ég hefði nokkurn tíman hafa útskrifast! - Þessu verður auðvitað að koma í kassann góða!  Sömuleiðis takk fyrir gott kaffi og góða osta, rokkarinn minn.. verður ekki örugglega heimabakað af húsföðurnum næst?

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 30.3.2008 kl. 11:07

3 identicon

hann verður áræðanlega kátur með að hafa fengið um sig heila loffærslu frá öðrum en mér..:Þ

mikið held ég að verði gaman þegar við fáum loksins að sjá allt dótið sem þráinn hefur falið í skápnum... 

nanna (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 21:57

4 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Já Nanna mín, og án þín væri þessi elska einhverstaðar í fjarskanistan að dunda sér við að sortera hvít sandkorn frá svörtum!  Hvað ég þakka fyrir að eiga skemmtilega vini eins og ykkur!  Spurning hvenær við brjótumst inn og rænum kistlinum góða.. það væri spennandi svipurinn á Þrása þá!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 1.4.2008 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband