páskar

Gleðilega páska, vona að þú hafir fengið stórt og gott páskaegg.

Við skelltum okkur í bústað, tvær nætur.  Mikið stuð.  Á skírdag varð reyndar rafmagnslaust og vatnslaust í rúma þrjá klukkutíma.  Allt sló út rétt eftir að “Stundin okkar” byrjaði í sjónvarpinu.  Liðið var nú ekkert of kátt með þetta rafmagnsleysið, prófuðu alla slökkvarana í bústaðnum og urðu doldið pirruð að fullorðna fólkið gæti ekki kveikt aftur á sjónvarpinu.  Þegar uppgötvunin um vatnsleysi kvissaðist út á meðal ungana, þá var engu líkara en þau hefðu verið dregin í gegnum eyðimörkina tímunum saman, svo þyrst voru þau.  Ekki mjólk, ekki djús, nei orðið var vatn, þau þurftu að fá vatn að drekka.  Eins þurfu auðvitað allir líka að fara á klósetið, eftir að klósetkassinn tæmdist.  En gamaldags stemning réði ríkjum.  Þegar ungarnir áttu að fara að sofa kom auðvitað í ljós að ekki var hægt að hlusta á sögu úr tækinu, sem notar rafmagnssnúru, þá var grátið!  Til allrar lukku sló á þeirri stundu inn rafmagnið aftur og þá var fyrsta setningin “nú getum við horft á Stundina okkar”.  Mikil dramatík!

Alltaf gaman að leika úti í sveitinni. Þá hefst fjörið við að klæða alla í alklæðnað, tekur smá stund svona.  Við gerum stundum grín að því að Hálfdán Helgi sé alveg eins og hann afi, nafni sinn, alltaf pínu lengi að hlutunum.  Þegar komið var að Hálfdáni (sko Helga, ekki afa) að fara í öll úti fötin, þá er alltaf eins og mamman sé með kartöflupoka sem hreyfir hvorki legg né lið og hengslast ofan á hnénu á mömmu sinni.  Mamman var orðin nett pirruð á syninum sem sýndi engin merki þess að ætla að aðstoða við að koma sér í fötin.

Mamman: Hálfdán minn, stattu í lappirnar

(Hálfdán lippast niður á gólfið)

Mamman (nett pirruð): Hálfdán minn, hvernig gengur þér eiginlega að klæða þig í leikskólanum? (þar eiga þau að klæða sig sjálf)

Hálfdán: Bara vel!

Mamman: Nú, það væri nú gaman að sjá það!

Hálfdán:  Þú verður þá bara að fá þér vinnu í leikskólanum!

Það er nú ekki annað hægt en að knúsa svona gorma og pirringurinn horfinn út í veður og vind.  Sigurlín föðursystir og Dóri maðurinn hennar komu með hestana sína úr bænum.  Við fórum í hesthúsið, sem er á Selfossi að skoða stóðið.  Rosa fjör.  Eigandi hesthússins hún Ásta bauð öllum að fara á bak og voru krakkarnir teymdir stóran hring.  Allir þvílíkt kátir og hápunktur ferðarinnar.

Páskadagur og leytin að páskaeggjunum bar árangur.  Eins og venjulega smakkar Hjördís Anna aðeins, en finnst svo að venju nammi bara frekar vont.  Bakkabræður sitja hins vegar með súkkulaði úti um allt, kampakátir með risabros á vör!

Var í vinnunni stuttu fyrir páska, þá kom auðvitað klassíska spurningin “afhverju heitir þetta skyrdagur?”, Júdas var auðvitað orðinn gaurinn í símaauglýsingunni og á teikningum af síðustu kvöldmáltíðinni sat Jesú með lærisveinunum kringum borð þar sem á var teiknaður risastór kassi merktur Dóminos pitza!

Páskaknús, Áslaug


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júdas

Greinilega fjör á þeim bænum

Júdas, 24.3.2008 kl. 22:12

2 identicon

Hæ skvís. Er það rétt sem ég heyri að það sé möguleiki á Klamedíu X endurkomu?

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 15:53

3 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Já, Júdas alltaf mikið fjör!

Ég veit ekki Þóra mín grunar að þessi sögusögn komi frá Nönnu, ég geri auðvitað bara það sem mér er sagt.. óttalega eitthvað ósjálfstæð kvensnifti ... væri frekar einhver bræðingur af k.X og Kalki, en annars er Gaukurinn orðinn teknó staður, svo ég veit eiginlega ekki hvar sá gjörningur gæti mögulegast átt heima! Annars veit maður ekkert hvað gerist á morgun, svo við skulum sjá!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 26.3.2008 kl. 20:20

4 identicon

Ef af þessu verður þá munum við Siggi Ingi mæta, sitja fremst og syngja með í ÖLLUM lögum. Reikna einnig fastlega að ég taki Gunnar í pínu uppeldi og kenni honum Kavíarpervertinn og fleiri svona snilldarlög svo hann geti tekið undir með okkur :D

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 09:24

5 identicon

Ætluðum við ekki að hittast í fyrradag? Var að muna eftir því núna :-p Næsta fimmtudagskvöld?

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 10:26

6 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Við erum nú alveg magnaðar.  Jú verum í bandi þegar nær dregur fimmtudegi!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 29.3.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband