Trallalala

Nei, nei var bara svo nálægt en það dugði eigi.  Já ég er að tala um óskina mína.  Var sum sé ein af tveimur söngkonum sem áttu séns í stórhlutverk, í stuttu máli – hin vann!  En hvað um það, eins og ég segi alltaf svona sénsar eru bónusar í lífinu.  Hefði verið gaman, en er kannski ekki það sem skiptir máli!

Á fimmtudag voru teknir upp flest allir grunnar á plötuna mína, í studíói FÍ H.  (grunnar:trommur og bassi).  Það var doldið skemmtilegt og tilviljanakennt.  Ætluðum eiginlega bara að taka upp trommur, þar sem Jón Geir gat mætt, en höfðum engan bassaleikara.  Labbar ekki Ingólfur Magnússon bassaleikari inn um dyrnar og við djókum aðeins hvort hann sé laus í session (session: upptökur).  Hann er mættur til að spila í einhverjum prófum hjá flínka fólkinu í FíH, en annars bara laus.  Þar með spilaði hann og algjör snilli (enda með próf upp á það Smile).  Held þetta verði fínasta plata, bara doldið stolt af stelpunni að eiga efni á heila plötu og rúmlega það.  Sel kannski ekkert í neinum bílförmum, en þú kaupir kannski eina! 

Árshátíðin um daginn var skemmtileg.  Tók reyndar smá pirringskast yfir fólksfjölda 1780manns, hver rakst í annan, svaka stuð.  En skemmtiatriðin voru skemmtileg og hljómsveitin Buff auðvitað löngu komin með doktorsgráðu í dansiballleik.  Hugsað fyrir öllu m.a. að hafa bara einn bar fyrir 1780 manns, svo fólk hefði þurft að leggja á sig mikla vinnu til að ná ofurölvanum.  En Kópavogsbúar eiga hvort sem er nóg af vatni svo þetta reddaðist!  Kópavogsbúar eru líklegast líka mjög sportí þenkjandi þar sem í fljótu bragði get ég talið upp 6 líkamsræktarstöðvar í bænum (en þetta var nú bara svona út-úr-dúr).

Fórum eina nótt í bústað um síðustu helgi, það var gaman.  Gaman líka hvað ungarnir eru orðnir sjálfstæðir og maður getur setið og lesið blöðin, hlustað á tónlist og svona almennt tjillað á meðan þau leika.  Af sem áður var, þegar það var eiginlega meiri vinna að fara eitthvað með þau, og maður var sveittur á að elta liðið og æpa “passaðu þig”,”nei! eeeeeekkki” o.s.frv.

Reyndar spurning hvort þau séu að verða of sjálfstæð?  Eina nóttina í síðustu viku vaknar Matti við að Matthías er að læðast út úr rúminu klukkan 4 að nóttu og heyrir frammi Hjördísi Önnu kalla á Hálfdán Helga:  “Hálfdán, þú kannt að opna hliðið, förum niður og náum í Carolinu” (aupairin okkar).  Sæll, já hver vekur annan og allir saman nú!  Liðinu var auðvitað smalað upp í rúm aftur! Púff!

Fórum í leikhús á sunnudag á Skilaboðaskjóðuna, æðislega skemmtilegt og frábær tónlist. Fannst við doldið eins og nýsloppin úr torfkofanum, hjónin, afinn, tribbarnir, stóru tvö hans Matta og besti vinur hans Hálfdáns Helga með í för. Einn tveir og nú allir í röð, leikskólinn mættur, varið ykkur og farðu frá!!  Allir skemmtu sér konunglega, síðast í gærkvöldi sagði Matthías (sko litli) “í nótt ætla ég að dreyma um tröllkallinn, en hann verður að steini”! – Hæfileikarík börn sem sjálf stjórna draumum sínum, eins og ég hef áður komið að.

Þá er munnræpu ársins lokið að sinni, kveðja og knús í krús

Áslaug


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svekkur að þú fékkst ekki hlutverkið en ég kaupi auðvitað plötuna þína sæta mín :)

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 18:47

2 identicon

oj, svekkj.  þú hefðir auðvitað glansað í hlutverkinu. þá er bara að finna annað hlutverk...

nanna (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 21:15

3 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Já, já, stelpur mínar, svo nálægt!!!  Gott, ég er þá búin að finna einn kaupanda að plötunni, ert þú ekki farin til London, Þóra mín? ...Nanna við plottum einhvern gjörning! Knús!!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 19.3.2008 kl. 11:46

4 identicon

Jú ég er í London en það er reyndar hægt að komast á netið í útlöndunum líka;)

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 18:57

5 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Nú já, svo tæknin er orðin svona svakaleg .  Góða skemmtun!!!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 19.3.2008 kl. 19:16

6 identicon

Takk. Hér er æðislegt :D

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband