Já, nú meiga menn fara að vara sig!

Fékk skærbleikan Hello Kitty gítar í afmælisgjöf, Hello Kitty ól og skærbleikar gítarneglur í stíl.  Já, gítarhetjur landsins skulu bara vara sig þegar “Áslaug and the pink guitar” eru komin á kreik.  Nei, ég mun ekki sýna neina vægð.  Ég mun taka öll giggin og það án þess að skammast mín.  Já, fann strax að ég hef taktíkina á gítarinn enn í puttunum D, D7, A og G hljómarnir ruddust fram.  Aðrir hljómar eru hvort eð er bara svona show of! ..Nema kannski ef lög eru í moll, en þau eru hvort sem er eitthvað svo “sad”, ég ætla hvort sem er bara að spila svona hressa slagar á gítarinn.. moll, smoll!

Annars átti ég góðan afmælisdag og fyllti bílinn minn af snjó.  Ætlaði að vera æðislega sniðug og sleppa því að skafa.  Ætlaði að opna gluggan smá og ýtti á opna takkann og nema hvað að hann neitaði að stoppa, opnaðist upp á gátt og snjórinn hrundi inn.  Í stað þess að fara út úr bílnum að skafa, þá þurfti ég að leggja á mig mun meiri vinnu við að standa og moka snjónum út úr bílnum, plús það að verða blaut á rassinum þegar ég settist inn aftur.  Já, maður á alltaf að spara sér sporin! 

Varð hugsað til þess þegar ég bakkaði næstum niður aumingjans póstinn í innkeyrslunni, af svipuðum orsökum, en póstkonan ætlaði að færa mér einhverja glaðninga.  Ekki það að ég opna hvort eð er næstum aldrei póstinn.  Einn vinur minn spurði mig um daginn: Áslaug hefur þú aldrei áhyggjur af peningum?  Ég svaraði ægilega kúl einhverju um secret, að ef maður hefur aldrei áhyggjur af peningum, þá verður þetta ekkert vandamál.  En, kannski er raunverulega ástæðan bara að ég nenni ekki að opna póstinn.  Ég keyrði nú samt ekkert niður póstinn, bara næstum því!

En nóg um póstinn.  Fékk út að borða boð og fór á Rossopromodoro, Italian auðvitað.  Spaghetti Carbonara og sat í alsælukasti með matinn minn! Mmmm ítalskur matur og rauðvín, besta blanda í heimi!

Ekkert afmælisboð þetta árið, en kannski færðu boð á því næsta!

Kær kveðja til þín, frá mér 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Ég mun reyna að mæta þar sem þú verður með þann bleika. Tek myndavélina með.

Fjóla Æ., 21.2.2008 kl. 09:36

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Sko ekki spurning, er reyndar að spá hvort Höllin sé of lítil!  Ein úr vinnunni ætlar að lána mér Hello Kitty náttfötin sín, svo er það bara bleiki varaliturinn og heimurinn er minn!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 21.2.2008 kl. 10:00

3 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Vá mín kona. Áfram Áslaug !!

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 21.2.2008 kl. 20:16

4 identicon

Fær maður ekki að sjá mynd af gripnum?

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 22:13

5 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Því miður er ég enn ekki nógu tæknivædd til að setja inn myndir... en ég í dressinu, með gítarinn er auðvitað samsetning sem getur ekki klikkað! Ha!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 22.2.2008 kl. 11:06

6 Smámynd: Fjóla Æ.

Já þessi samsetning getur engan veginn klikkað.

En hurru hvar getur maður fundið lag þar sem söngurinn er ekki með en þó jafnvel með bakröddunum? Veit ekki einu sinni hvað þetta heitir en er að leita eftir ákveðnu lagi svo prinsessan mín geti sungið við það í svöngarakeppni.

Fjóla Æ., 22.2.2008 kl. 22:42

7 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Það kallast playback, Fjóla mín, þú getur prófað að googla lagið og mjög líklega finnurðu síðu með playbackinu, allavegana ef þetta er mjög þekkt lag!   Annars get ég líka bara spilað undir á gítarinn (jók) :)

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 23.2.2008 kl. 10:22

8 Smámynd: Matti sax

Svo er líka hægt að finna illa sándandi midi fæla af öllum lögum. Það dugar oft ágætlega fyrir krakka. Googlaðu  nafninu á laginu og skrifaðu midi file fyrir aftan þá finnurðu örugglega eitthvað sniðugt

Matti sax, 23.2.2008 kl. 10:35

9 Smámynd: Fjóla Æ.

Takk fyrir kærlega. Verð að játa fávisku mína á þessu sviði en ég finn samt ekki þetta lag. Hugsa að ég sendi bara emil á flytjendur, kannski þær séu til í að redda stelpunni.

Fjóla Æ., 23.2.2008 kl. 15:16

10 identicon

Til hamingju með afmælið skvísa og þann bleika. Skil ekkert í öllu þessum mollum og skrollum. En það væri samt ljúft að fá að heyra í gripnum.

Ekkert að frétta frá Boston. Læt vaða á þá eftir helgina. Er farin að halda að sýnið hafi týnst. Hvað ætli þeir séu annars að bauka með þetta? Er verið að finna nafn á eitthvað nýtt sem sést í sýninu hans Helga í þessari electrone microscope? Vonandi koma svör við þessum spurningum í næstu viku...

Sigga Valdimars (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 17:33

11 identicon

Ég á einmitt bleikan gítar.  Svona bleikir gítarar fá mann til að langa ógurlega að kunna á þá!  Svo ég lærði "Stál og hnífur"...vakti mikla lukku;)

Ragnheiður (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 20:24

12 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Við getum þá tekið dúó á bleiku gítarana í sumar í garðinum hjá Önnu.  Það verður sko stuð!!!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 26.2.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband