Hvað ætlar þú að verða væni..

Eftir 6 ár og 4 daga, þá verð ég 40 ára!  Mér finnst það doldið smart aldur, hugsa að ég haldi veislu og bjóði familíunni.  Jú, jú og vinum, sumum sem eru á listanum ef veislan væri í dag, einhverjir hafa kannski dottið út af listanum þegar og ef að af verður og mjög líklega einhverjir nýjir bæst í hópinn.  Svo eru það þeir sem eru hvað þaulsetnastir á listanum og  hafa þá setið þar í a.m.k. 30 ár!

Ég er svo hress og skemmtileg í sambúð að minnst 2 sinnum í viku fer ég að sofa um leið og börnin mín þ.e. um kl. 19.30.  Það ætlaði ég að gera eitt kvöldið, þegar mér var hugsað til athugasemdar frá henna Fjólu minni Æ.. “Hvað ætlar þú að afreka fyrir 40?”.  Ég lá bara andvaka yfir þessari pælingu.  Hugsaði til þess tíma þegar ég átti 16 ár og 4 daga í að verða 40 og var með þetta allt á hreinu.

Mér datt bara ekkert í hug sem ég á eftir að afreka.  Hvað er að mér? – hugsaði ég.  Ekkert sem mig langar til að afreka, er ég orðin svona sjúklega metnaðarlaus!  Auðvitað er kannski eitthvað sem mann langar að gera, en svo sem ekkert sem ég þarf endilega að afreka. 

Fyrir 16 árum og 4 dögum lifði ég líka voða mikið í framtíðinni.  Ég held að breytingin sé mest sú að í dag þegar 6 ár og 4 dagar eru þangað til að ég verð 40 ára, að ég lifi mest megnist bara í núinu.  Plana kannski vikuna og einstaka atburði fram í tímann.  Hef alltaf verið mikið fyrir svona “surprise” og læt lífið bara um að koma mér stöðugt á óvart.  Metnaðarleysi?, Ég veit það ekki, kannski leti?

Ég á nú reyndar eftir að ganga á Esjuna, kannski ég hafi það bara sem markmið fyrir 40 ára.

 Jú, ég á eina ósk og það er að sjá börnin mín vaxa úr grasi, en það verður samt vonandi langtímaverkefni (oh, væmin) – en samt satt!  Jú og heilsan, hún er jú það eina sem maður virkilega þarf á að halda (þá er nú kannski ekki seinna vænna en að fara að drepa í, hummm!)

Svona er nú það, kominn föstudagur, ætla út að hitta nokkrar steypuvélar.

Knús, knús, Áslaug

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarf maður endilega að afreka eitthvað? Þarf maður endilega að eiga markmið?  Af hverju má maður ekki bara lifa kæruleysislega eins og maður gerir án þess að fólk sé að pressa mann til að hafa markmið?  Þurfa allir að vera hetjur?  Það er bara fínt að vera yndisleg meðalmanneskja og neita að þurfa að sanna sig fyrir einum eða neinum.  Ég þarf ekki að verða forseti til að vera hamingjusöm;)

Ragnheiður (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband