13.2.2008 | 19:51
Ný kynslóð...
Ég lenti inn í doldið skemmtilegri kennslustund um daginn. Frekar stórir krakkar sem áttu að æfa sig fyrir heimsókn frá Tónlist fyrir alla! Mín ákvað auðvitað að deila með nemendum smá fróðleik víst að tónlist var námsefnið.
Ég: Andrea Gylfadóttir söng þetta lag, en vitiði í hvaða frægu íslensku hljómsveit hún er.
Einn sem vissi greinilega aðeins meira en hinir svarar: Já, Todmobil
Ég: einmitt, vitði hverjir fleiri eru í þeirri hljómsveit?
Þögn!
Ég: Þorvaldur Bjarni, þið vitið hver hann er?
Já, þau vissu það, Idol, Laugardagslögin, og þá allt í einu tekur sá sem vissi meira en hinir við sér og kallar: Jaaaá og gaurinn sem keyrði á staurinn!
Næst var tekið fyrir lag sem er eftir Magnús Eiríksson. Mín reyndi að skapa smá umræðu um Magnús, hvað hann hefur samið og reyndi að sannfæra krakkana að maður þyrfti nú að muna þetta nafn, svo maður liti ekki út eins og kjáni að þekkja ekki einn okkar ástsælasta dægurlagahöfund
Þá segir einn doldið hress: Ég þarf ekkert að muna það, mér leiðist hvort sem er svona dægurtónlist! - Þar með var það útrætt.
Marsbúar cha cha cha,
Ég: Sigtryggur Baldursson syngur þetta, vitiði hver hann er?
Horfði á næstum 20 gjörsamlega tóm augu.
Þið þekkið hann kannski undir nafninu Bogomil Font.
Augun 20 enn jafn gjörsamlega tóm
Jæja, hann söng þetta með hljómsveit, sem heitir eitthvað sem tengist peningum .?
Nokkrir: Jaaaaaá Miljónamæringarnir
Alltaf stuð að kenna!
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
sax
-
metal
-
thoragudmanns
-
sibbulina
-
ragnaremil
-
fjolan
-
benjonikla
-
siggav
-
ingvarvalgeirs
-
peturorn
-
nesirokk
-
saxi
-
ktomm
-
gudnim
-
jakobsmagg
-
ivg
-
swiss
-
millarnir
-
fjola
-
hjolaferd
-
smarijokull
-
kristmundsdottir
-
joningvar
-
hogmogskhihollandi
-
judas
-
hallurg
-
bless
-
josi
-
hofi
-
gunnarfreyr
-
ingo
-
olafurfa
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
charliekart
-
gunnarpalsson
-
gossipp
-
handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kvitt fyrir mig
Magga B. Sig (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 20:22
Sko þig. Krakkaormarnir að baki og þá er að snúa sér að næsta viðfangsefni
Fjóla Æ., 13.2.2008 kl. 23:00
Hæ, hó, Magga mín, þú hefur nú örugglega gaman að svona kennarasögum!
Já, Fjóla mín er að mana mig í andvökuverkefnið sem þú lagðir fyrir!
Já Hallur, liðið þekkir nú pottþétt N. og B.H. En fyrir þetta Tónlist fyrir alla dæmi, þá voru ákveðin lög sem þau eiga að læra. Kalk og K.X - það væri nú bara fornaldartónlist í þeirra eyrum!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 14.2.2008 kl. 07:28
he he he
Einar Bragi Bragason., 14.2.2008 kl. 10:11
Nákvæmlega, Hallur minn! Ég held að þessi forna sveit hafi aldrei fengið jafn mikla athygli og í Laugardagslögunum (eins furðulega og það kom málinu nákvæmlega ekkert við). Í gamla daga hrópuðum við "sjáið okkur" "Athygli, Halló" og núna þegar bandið er löngu hætt (Kalk kom á eftir K.X), þá var þetta eitthvað voða flott dæmi (ekki það að bandið var flott)! Höfum nú stundum rætt að halda eins og eina tónleika, 3 barna móðirin er bara ekki alveg sannfærð um að stíga á stokk undir hljómsveitarnafninu Klamedía X... Allt í lagi þegar maður er 23 en ekki 33..
Já, Saxi minn, við kennararnir hlæjum að svona djókum!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 14.2.2008 kl. 10:22
Ha, ha, ha! Við reyndum nú oft á árum áður að koma fólki í skilning um að nafnið væri ekki eins og hin ógeðfelda klamYdía.. töldum fólki trú um að (kla)medía, væri miðill, en fundum aldrei neitt nógu sannfærandi fyrir kla! Svo auðvitað gáfumst við bara upp á þessu, fólk mátti bara hafa það eins og það vildi! Ég lifi auðvitað í blekkingu og tengi ekki saman þessi tvö nöfn! En jú, áhugavert.. en samt doldið ROKK! - er það ekki?
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 14.2.2008 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.