Steikin, ég

Ætlaði að gera tilraun og reyna að blogga á hverjum degi í eina viku. Afhverju huxarðu? Til hvers? En þannig er það nú bara, stundum dettur mér bara svona lagað í hug.  En ótrúlegt en satt, þegar maður setur svona pressu "Úúúú, daglegt blogg", þá dettur mér bara ekkert í hug. Ekkert, nix!

Bloggfærsla dagsins er því:  Ég ætla að blogga á hverjum degi næstu 5 daga

Spurning dagsins er: hvað á ég að blogga um á morgun? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Þú getur bloggað um svo margt. Eins og til dæmis tónlist, krakkaormana, veðrið, hvað þú ert að hugsa, hvað þig langar til að gera einhvern daginn og síðast en ekki síst hvað þú stefnir á að vera búin að gera fyrir 40.

Gangi þér bara vel og ég hlakka til að lesa bloggið þitt næstu 5 daga

Fjóla Æ., 12.2.2008 kl. 17:05

2 identicon

Hlakka mikið til að lesa bloggið þitt næstu daga. Alltaf gaman að heyra, hvað er ad ske hjá familien í Roðasölum.

Anna systir

Kristin Anna Einarsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 20:22

3 identicon

Jei :) Ég kíki nefnilega hingað inn á hverjum degi hvort eð er. Hlakka til að lesa :D 

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 22:22

4 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Tónlist,börnin þín, útsýni, sett inn lögin þín.............áfram kona.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 12.2.2008 kl. 23:45

5 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Jæja Fjóla Æ, mín kæra þér tókst að halda vöku fyrir mér með pælingunni "hvað ætla ég að vera búin að gera fyrir 40" - mjög líklega efni í LANGAN pistil!

Já, Anna mín Roðasalagengið er auðvitað endalaus uppspretta af stuði til að skrifa um.

Þóra mín, gott að þú mætir á hverjum degi, en nú þarf ég að mæta þér fyrr en seinna vantar hljóma og nótur af Kópavogslaginu þínu, áttu það ekki til?  Tónlist fyrir alla er með það á listanum, heyrði það í gær (eftir mjög langan tíma) - Æðislegt lag!

Já Fjóla mín Þ.  Maður verður að standast smá ögrun við sjálfan sig.  Hver veit nema ég uppljóstri bandinu hennar Áslaugar.. en upptökurnar koma víst ekki strax! - Persónulegi trúbadorinn kominn í gang!

Svo gæti ég auðvitað reynt að tjá mig um þorskveiðar og kvótakerfi, en þá myndi ég líklegast uppljóstra um fáfræði mína í beinni á netinu! 

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 13.2.2008 kl. 07:48

6 identicon

Ég hélt ég væri löngu búin að senda það á flesta tónmenntakennara Kópavogs (úbbs). Sendi þér þetta í kvöld. Hvaða netfang viltu nota?

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband