´Þvílíkt spennt

Hálfu ári eftir að Matthías fæddist, þá leit dagsins ljós annar lítill strákur (já, já og örugglega margir fleiri), en sum sé fljótlega kom í ljós að þessi ákveðni drengur virtist eiga við svipað meltingarvandamál að stríða, en eins og hjá Matthíasi, ekkert finnst.  Eru þeir eins? Eru þeir ekki eins?, Við getum ekki svarað því fyrr en við vitum hvar vandamálið eða vandamálin liggja.  Allavegana eru þessir tveir flottu strákar háðir næringu í æð, sem er auðvitað heilmikið inngrip. 

Engin hefur getað svarað spurningunni um hvað sé að.  Fyrsta árið fór því að miklu leiti í fjölmörg  panikköst, er hann með þennan sjúkdóm?, þennan? Eða þennan?  Næsta pæling var: Víst að ekkert finnst þá eldist þetta kannski af þeim, kannski.  En það er auðvitað ekki hægt að sitja endalaust og bíða.  Maður situr bara ekki rólegur og bíður!!  Það verður að leita og leita, þangað til eitthvað finnst.

Áður en ég eignaðist Matthías, þá hélt ég að læknar vissu allt.  Eða allavegana hér um bil allt, sem snýr að læknisfræði.  Maður hélt að víst að hægt er að skipta um nánast hvert einasta líffæri mannslíkamans, nema heilann og þarmana (uh þarmana, þeir eru víst reyndar farnir að gera tilraunir með það), þá myndu læknavísindin auðveldlega geta “læknað”niðurgang (ég veit smekklegt).  En árið 2008, þá er það ekki svo, allavegana ekki hérna á Íslandi.  Og ég sem hélt að læknar vissu allt!  En málið er auðvitað aðeins flóknara en að “lækna” niðurgang.

Fyrir rosalega tilviljun þá ráða örlögin ferðinni og er þessi umræddi litli drengur kominn til Boston ásamt mömmu sinni og fleiri ferðafélögum.  Þeir í Boston sögðu kokhraustir “við skulum finna greiningu” svo nú hangi ég inni á síðunni hennar Siggu (Sigga V bloggvinur, frekar neðarlega) vinkonu minni og bíð spennt eftir því hvað kemur í ljós. 

Við fórum til London í fyrra, sem var reyndar frekar glötuð ferð, en þó nokkrir hlutir sem hægt er a ð elta komu í ljós td. aminósýrutap.  – sem reyndar má alveg fara að spíta í lófana með að elta.

Nú eru þau komin til Boston og ég þvílíkt spennt, því það getur opnað möguleika fyrir Matthías ef þeir virðast vera doldið sniðugir þar úti.

Fólk segir svo oft, afhverju fariði ekki þangað eða hingað eða bara út um allt!  Málið er bara ekki svona einfalt, nema auðvitað að verða öreygi á viku og er maður þá eitthvað betur staddur, nei hélt ekki.

Við búum við ágætis heilbrigðiskerfi innan vissra marka, en samt er svo rosalega margt sem þarf að skoða og bæta úr.

Eigið góðar stundir, knús, kveðja, Áslaug


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð og sæl mín kæra,

Flott blogg hjá þér. Kannski nauðsynlegt hjá mér að útskýra málið nánar fyrir bloggheimum. En frúin kom mér til hjálpar, takk takk.

Erum útskrifuð og Helgi ótengdur í kvöld. Fer á djammið með Heiðu vinkonu sem er að lenda rétt í þessu. Mam´s nite tonite!

Fæ einkakennslu á dæluna góðu annaðkvöld. Heimahjúkrun kom með allt dótið áðan. Pokarnir eru minni og tvískiptir, fita og sykur, sem er blandað saman rétt fyrir notkun. Vítamínum er líka sprautað sér rétt áður. Dælunni má síðan bara stinga í vasann þegar maður fer í ferðalagið! Saltvatnið og heparinið kemur innsiglað tilbúið í sprautum. Og millistykkið á leggnum þarf ekki að skrúfa af heldur er sprautunum bara húkkað á og bingó. Þetta er allt saman töluvert einfaldara og öruggara en Flinston dæmið okkar. Förum í business!

Helgi lítur ekki vel út eftir föstuna. Léttist um 500 gr. og er með bauga dauðans. Fór að gráta í fyrsta skipti í dag í langan langan tíma. Rosalega vont að bíða svona eftir niðurstöðum. Sýnin voru tekin mánudag. Upphaflega áttu niðurstöður að koma miðvikudag síðan föstudag og loks n.k. miðvikudag. Svona er lífið á spítala, bíða bíða.

Nú bíð ég eftir að Heiða lendi. Vona að Matti Davíð hafi það gott og sé bara heima hjá sér. Finnst þetta blogg bara soldið gaman.

Verð í bandi

Sigga

Sigríður Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 00:00

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Sigga mín:  Frábært að þú kíkir aðeins út á lífið, algjörlega nauðsynlegt að gleyma sér í smástund.  Veit nefnilega líka alveg að þó það sé frábært að vera loksins komin út í rannsóknir, þá er það gígantískt stress líka, því maður hugsar alltaf "fæ ég kannski einhver svör, sem ég vil ekki fá"!  Er samt handviss um að eitthvað gott kemur út úr þessari ferð!  Þetta er nefnilega svo ótrúlegt allt saman.. þú ættir kannski að segja frá því á blogginu þínu hvernig þessi ferð varð að veruleika. Ha?

Kannski þú updeitir Ísland í tækjabúnaði eftir þessa ferð og við heimtum báðar að fá svona talandi dælur, sem hægt er að stinga í vasann... en núna þurfum við helst flutningabíl til að fara eitthvað (kannski pínu ýkt, en samt). 

Þetta er ekkert smá hvað hann hefur lést, ég trúi því að prinsinn sé baugóttur... en nú fær hann næringuna sína aftur og allt "back to normal" - af því það er svo "normalt" að vera með næringu í æð. 

"Bið endalaus bið" - "þolinmæði, þolinmæði og þolinmæði"

Risaknús og orka til þín Sigga mín!! Kveðjur frá öllum hér! 

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 2.2.2008 kl. 11:29

3 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Hallur minn, ég held ég sé komin með heilan disk (sko, geisla-) af lögum.  Fíla mig samt doldið eins og ég sá á leiðinni með að verða eins og persónulegi trúbadorinn úr Fóstbræðrum.  Stefnan hefur samt verið sett á upptökur og það vonandi fljótlega á þessu ári!

Ég held samt að enginn fái meiri skammt af "töff stöffi til að höndla"en hann ræður við.  Aðlögunarhæfni mannsskeppnunnar er með ólíkindum.  Knús í krús!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 2.2.2008 kl. 11:52

4 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Kvitt, kvitt hetjukona.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 3.2.2008 kl. 11:38

5 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Alltaf gaman að fá þig Fjóla mín.

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 3.2.2008 kl. 18:54

6 identicon

Hæ elsku vinkona. Hetjuknús til ykkar beggja. Ég er einnig búin að fá nóg af "niðurgangi" for LIVE. Þetta er bara Toddlers diaria, sem á að eldast af honum, en en hann er ekki lengur TODDLER hvað þá!

 Gangi ykkur innlega vel, ykkur báðum en þá er allavega gott að vera á bleyjustyrk!!

jona (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 20:02

7 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Já, Jóna mín, þú átt heiðurinn af bleyjustyrknum!!!  Var farin að sakna þín, kannski maður fari að gera tilraunir með nýtt tæki sem heitir SÍMI!  Knús

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 7.2.2008 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband