17.1.2008 | 08:51
Oprah
Horfði á Opruh í gær, þar sem tvær Hollywood stjörnur voru að ræða um börnin sín sem greind eru með einhverfu. Þær vildu báðar rekja einhverfu m.a til bólusetninga, en sögðu jafnframt að auðvitað sé það ekki sannað, bara þeirra tilfinning. Ég mundi þá eftir því að vinkona mín, sem er menntuð í utangarðs læknabransanum (óhefðbundnar lækningar) sagði mér einhvern tíman að í bólusetningum sé m.a. notað (að mig mynnir), formalin ásamt ýmsum efnum sem maður myndi aldrei innbyrða, ef það lægi á borðinu fyrir framan mann. Ég ætla ekki að rökræða um hvort þetta sé satt eða logið, hef bara enga þekkingu á þessu öllu saman. Hins vegar fór ég að hugsa aftur á bak, en ég geri doldið af því, og fór að spá í Matts minn.
Þegar hann var pínu kríli þá auðvitað hrjáði hann þessi dularfulli sjúkdómur í meltingunni, en að öðru leiti þá var ekkert að honum. Hann var td. greindur með RS- vírusinn 2-3 mánaða (man nú ekki alveg nákvæmt), sem getur lagst mjög þungt á lítil börn. Ég man líka að deildin var full af RS-um (lítil börn með RS), en ég man okkur fannst þetta bara fyndið (að greina hann með RS), því hann var með smá hor og það má segja að hann hafi snýtt RS-inum út og eina sem við græddum á þeirri greiningu var einangrun.
Hins vegar 10 dögum eftir 18 mánaða sprautunu, þá verður Matthías rosalega veikur og mig mynnir (þarf nú að tékka á þessu, því það kveiknaði LJÓS við að horfa á Opruh), að þetta sé í fyrsta sinn sem crp. rýkur upp úr öllu valdi og blóðflögurnar fækka sér lífshættulega. Hafði reyndar fengið eina leggsýkingu og crp auðvitað í tómu tjóni, en engin blóðflögufækkun. Það fannst engin skýring á sýkingunni, en við ræddum, ég og doktorarnir að undir venjulegum kringumstæðum er ekkert verið að mæla crp. hjá börnum eftir 18 mánaða sprautuna. Þau verða bara veik, eins og stendur í bæklingnum og sagan búin. Matthías bregst greinilega samt mun ýktar við og nú er svo komið að hann má varla verða veikur án þess að þessi sama rútína endurtaki sig. Var það bólusetningin? Ég veit það ekki, en best ég ræði nýjustu kenninguna mina við doksann hans Matthíasar í dag!
Tek þó fram að ég hef ekki hundsvit á læknisfræði (nema sjálflærðri) og ég hef þannig séð ekkert á móti bólusetningum, hef látið bólusetja öll mín börn. Hef heldur aldrei tekið því þannig að viðmælendur hjá Opruh boði heilagan sannleik. Mér fannst þetta bara pæling!
Kveðja, Áslaug
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
sax
-
metal
-
thoragudmanns
-
sibbulina
-
ragnaremil
-
fjolan
-
benjonikla
-
siggav
-
ingvarvalgeirs
-
peturorn
-
nesirokk
-
saxi
-
ktomm
-
gudnim
-
jakobsmagg
-
ivg
-
swiss
-
millarnir
-
fjola
-
hjolaferd
-
smarijokull
-
kristmundsdottir
-
joningvar
-
hogmogskhihollandi
-
judas
-
hallurg
-
bless
-
josi
-
hofi
-
gunnarfreyr
-
ingo
-
olafurfa
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
charliekart
-
gunnarpalsson
-
gossipp
-
handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sömuleiðis, hugsa svo oft til þín... nú verðum við að láta verkin tala! Með hækkandi sól kemur framkvæmdaorkan. - Átti ég ekki inni Herbó með baylís, ha?!
Tröllaknús til baka, Helga María mín!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 19.1.2008 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.