15.1.2008 | 09:19
JESS!
Það ótrúlega gerðist! Þrátt fyrir ljótari blóðprufur, þá snéri Matthías við um hádegi í gær. Fékk annað skot af sýklalyfi í æð og hitinn púmm niður! Var með nokkrar kommur í gærkvöldi, en er núna hitalaus og hinn sprækasti. Hann á auðvitað eftir að jafna sig og þarf líklega að fá nokkrar lyfjagjafir enn, en nú held ég að bataferlið taki við. Hann er búinn að vera veikur í viku og þarf örugglega vikuna í að snúa til baka og ná blóðflögunum upp, svo hann geti mætt aftur í leikskólann. Hann er einmitt mikið að spá í það, hvenær hann geti nú mætt þangað En núna er ég ekki lasinn lengur, get ég þá farið í leikskólann á morgun???.
Sjálfri líður mér eins og ég hafi verið á togara í viku, hef reyndar aldrei verið á togara, en ég held að tilfinningin sé svona, allavegana ef ÉG hefði verið SEND á togara í viku!
En þó þessari hrinu sé vonandi lokið, þá má samt ekki leggja árar í bát, því leitin að leyndarmálinu heldur áfram! Maður verður að leita, til þess að finna!
Jæja ætla að snúa mér að barnaefninu, spurning hvað prinsinn velur núna að horfa á!
Ps. Áður en ég eignaðist börn, þá hneykslaðist ég rosalega á sjónvarpsglápi hjá litlum börnum, mín börn áttu sko bara að horfa á sjónvarp spari! Svona er Ísland í dag!
Knús og kveðja, til þín, frá mér,
Áslaug
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
sax
-
metal
-
thoragudmanns
-
sibbulina
-
ragnaremil
-
fjolan
-
benjonikla
-
siggav
-
ingvarvalgeirs
-
peturorn
-
nesirokk
-
saxi
-
ktomm
-
gudnim
-
jakobsmagg
-
ivg
-
swiss
-
millarnir
-
fjola
-
hjolaferd
-
smarijokull
-
kristmundsdottir
-
joningvar
-
hogmogskhihollandi
-
judas
-
hallurg
-
bless
-
josi
-
hofi
-
gunnarfreyr
-
ingo
-
olafurfa
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
charliekart
-
gunnarpalsson
-
gossipp
-
handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að heyra að honum líði betur. Sendi þér orkuknús í gegnum netið :)
Þóra Marteins (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 10:00
Vona að guttinn þinn nái heilsu.
Fjóla (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 13:31
Takk Þóra mín, alltaf gott að fá smá auka orku!
Fjóla - vona það líka, en er allavegana á réttri leið í bili!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 16.1.2008 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.