Ferðasaga

Home sweet home. 

Ferðasagan er að verða sú sama aftur og aftur og aftur og aftur og aftur.  Matthías fær hita, crp (sýkingafactor í blóði) hækkar óeðlilega mikið.  Í þessari umferð mynnir mig að hann hafi slegið sín fyrri met “364”.  Það versta er þó að miltað étur upp blóðflögurnar.  Hann var komin niður í 20 þúsund í gær (eiga að vera minnst 150 þúsund og yfir).  Í “annað” sinn er hann svo kominn með þvagfærasýkingu.  Ég segi “annað” sinn því það fyrir október innlögnina höfðu ekki verið teknar þvagprufur svo ótrúlega lengi, þegar hann lendir í þessum sýkingum.  Hann var auðvitað með hita í kringum 40, og settur á sýklalyf í æð.  Vonandi er hann að snúa við núna, en það er gangurinn í þessu, en mér finnst hann sjaldan eða aldrei hafa komið heim aftur jafn veikur!  Hann liggur eins og slitti, sem getur auðvitað stafað af blóðskorti (orðin frekar lár í “hemo,um 90”).  Svo lítur hann svo veiklulega út, hakan orðin eldrauð af húðblæðingu, sem gerist við svona mikin skort á blóðflögum – duddan nuddast við hökuna. 

Nokkur ævintýri gerðust á þessu ferðalagi.  Leggurinn stíflaðist og leit út á tíma að Matthías þyrfti að fá nýjan legg, en þetta voru kannski ekki kjöraðstæður fyrir aðgerð.  Þá var sett upp nál fyrir vökvann en það vildi ekki betur til en svo að nálin fór úr um miðja nótt og hálfa nóttina rann vökvinn undir húð og Matthías vaknar með fjórfalda hendi og brunasár eftir umbúðirnar.  Hebarin (blóðþynning) leysti líklegast upp stífluna í leggnum, sem betur fer, svo hægt var að nota legginn aftur.  Nýrun voru ómuð og Matthías fór í DMSA (vona að þetta sé rétt) eða Ísatópaskann – Nú er mamman nefnilega að læra nýtt, þ.e. Nýrun.  Komin með sérhæfða doktorsgráðu í meltingarfræðum og þá er um að gera að að mamman stoppi ekki þar og læri svolítið um nýrun – þökk sé Matthíasi!

Matthías er þó alltaf jafn klár í kollinum og átti sín moment, æpti td. á aðstoðarlækninn sem setti upp nál, aftur og aftur: “FARÐU VONDI” – maður verður að verja sig, þó maður sé bara 3 ára.  Matthías kannski ekki líklegur til að afla sér vinsælda á þeim bæ.

Hann hlustaði vel á meðan hans læknir talaði við mömmuna í gær og þegar læknirinn var farinn út þá segir Matthías: “L. sagði að ég mátti fara heim”! – alveg með þetta á hreinu.

Jæja, þá er vonandi þessi törn sé búin í bili, þangað til næst!

Elskið hvert annað og verið stillt!

Knús , Áslaug


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Bara stuð semsagt hjá ykkur undanfarið. Vona svo innilega að þú þurfir ekki að verða sérfræðingur í nýrum líkt og meltingarfærunum. Held að meltingarfærin séu nægilegur pakki.

Gangi ykkur bara vel.

PS. ég lofa að vera stillt en bara á minn mælikvarða

Fjóla Æ., 12.1.2008 kl. 22:04

2 identicon

Hvenær ætla þessir %$#&/&$%#$##$%$ læknar að viðurkenna að þetta er eitthvað sem þeir vita ekki rass.... um og senda barnið til alvöru lækna í útlöndum? Gott samt að þið eruð komin heim og ég vona að allt gangi vel.

Bestu kveðjur til ykkar allra.

Margrét Birna (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 22:11

3 identicon

Vá.... baráttukveðjur að venju.

Hgret (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 07:43

4 identicon

Gott að þið eruð komin heim :)

Sjáumst...

þáb (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 08:09

5 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Fjóla - nákvæmlega það sem ég segi alltaf: "Mætt í stuðið" , bara ekki allir sem fatta svona djóka, nema þeir sem þekkja - og nei, nei, ekkert vera of stillt

Magga mín - ósköp sammála þér, maður má bara ekki hafa of hátt.... í bili! 

Hjalti - Nei svona er þetta bara: "lífið er nefnilega ekki alltaf eins og manni finnst að það eigi að vera", Hafðu það gott í sólinni!

Þrási -  Sjáumst, og það  fyrr en seinna - rokk og ról!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 14.1.2008 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband