Fyrsta færsla ársins

Gleðilegt ár, vona að þú hafir átt ánægjuleg áramót.  Hér var allt með kyrrum kjörum og voða notalegt, nema kannski veðrið, en hverjum er nú ekki sama um það!  Græddum reyndar að brennan var ekki fyrr en á nýársdag og á mun skikkanlegri tíma fyrir mína unga, svo allir gátu farið með.  Ég fór í fyrsta sinn á brennu í Kópavogi, en barnfæddi Kópavogsbúinn sem ég bý með, hefur alltaf haldið því fram að þetta sé besta brennan tja, já örugglega á öllu landinu.  Ég gat nú ekki séð að þessi brenna væri neitt frábrugðin öðrum spítnahrúgum sem kveikt er í, en jú, jú, hún var fín!  Börnin höfðu takmarkað úthald í að horfa á eld, en fannst Valgeir Skagfjörð þeim mun skemmtilegri, en hann sá um að halda uppi stemmningunni.  Þau tóku smá snúning og á meðan flugeldasýningunni stóð, þá var Matthías meira að horfa í átt að sviðinu og tékka hvort að píanógaldramaðurinn væri ekki að koma aftur.  Annars var flugeldasýning rosa flott, ekki það að ég hef nú sjaldnast sérlega gaman að svona sprengingum.  Eiginlega bara skíthrædd við þetta flugeldadrasl!  Já, ég er svona hress!

Eigum við ekki bara að vona að ég hressist enn meira við að fara og láta lita á mér hárið og segi því staðar numið hér

Kveðja, Áslaug


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hej Àslaug mín. Þú ert ekki mikið lík henni systur þinni í flugeldamálunum. Var sú eina sem skaut upp rakettum í minni götu með hóp áhorfenda frá húsunum í kring. Reyndi að vekja áhuga þinn á brennum og blysum, þegar þú varst lítil en þad tókst nú ekki sérlega vel eins og heyra má.  Anna

Kristin Anna Einarsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 20:20

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Ég hafði nú voða gaman af þessu þegar ég var lítil, en hef greinilega ekki orðið hugaðri með árunum.  Ég er hins vegar mjög ánægð með að þú, Íslendingurinn, sýnir Dönunum hvernig á að fagna nýju ári.  Knús

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 5.1.2008 kl. 12:25

3 identicon

TAkk fyrir matinn - hann var góður. Nú ertu komin í hóp snillinga á mínu bloggi. Til hamingju.

Hgret (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 13:35

4 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Takk sömuleiðis fyrir góðan félagsskap.  Mikill heiður að verða einn af snillingunum!  Mun pota þér hér, þegar ég fæ aðstoð tölvumannsins!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 5.1.2008 kl. 15:43

5 identicon

Hæ elsku vinkona og gleðilegt ár og takk fyrir öll gömlu góðu.

 Ég átti ánægjuleg jól í sólinni á Tenerife með allri stórfjölskyldunni sem var BARA ÆÐI. Þetta er e-h sem allir þurfa að gera. Það er hálf ömurlegt að koma aftur í rokið og rigninguna.

Eigið við ekki að heita áramótaheit að hittast oftar á nýju ári!

Knús Jóna

Jóna vinkona (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 17:45

6 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Sömuleiðis Jóna mín - gleðilegt ár og takk fyrir gömlu, ég held að þau séu orðin tuttugu og eitthvað - þrjú eða fjögur, vá hvað það er furðulegt þ.e. að við séum orðnar svona gamlar.  Jú, mér finnst það góð hugmynd, "hittast oftar" og það í verki. ... ég öfunda þig ekki neitt, þú misstir af svaka roki, snjó, rigningu og hellings hálku, - það var sko klikkað gaman hér á klakanum! Knús til baka!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 5.1.2008 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband