Nýtt ár..

Stundum rætast óskirnar.  Ég fékk það sem ég vildi, gleðileg jól.  Allir heima og jólin gengu sinn vanagang með tilheyrandi, mat, pökkum, jólaboðum, almennri leti og þakklæti í hjartanu. 

Aðfangadagur var eins og hann átti að vera.  Það sem kom kannski mest á óvart er hvað ég á góð börn.  Ekki það að mér hafi ekki alltaf fundist þau yndisleg og góð.  Ég man að ég sjálf var ekki svona róleg og yfirveguð með alla þessa pakka í kringum jólatréð.  Börnin í Ólátagarði vissu bara alveg að maður opnar pakkana eftir matinn, dunduðu sér og voru hin mestu prúðmenni og sátu meira að segja til borðs eins og fínt fólk og enginn að flýta sér.  Þegar loks kom að seremóníunni þá var tekin röðin á að sækja pakkana.  Hjördís Anna fyrst, því hún er elst, alveg mínútu eldri en Hálfdán Helgi, sem var næstur og að lokum Matthías Davíð.  Svo var lesið á pakkann og þeim fært sem átti.  Hálfdán Helgi var líklegast sá sem kátastur var með þetta allt saman og í hvert sinn sem pakki var til hans var eins og við hefðum öll saman unnið fyrsta vinning í lottóinu.  Hoppað upp og yes!!  Það var ótrúleg tilviljun að þegar röðin kom að honum að sækja pakka, þá sniglaðist hann vel og vandlega og kíkti á kortin og valdi svo einn.  Oftar en ekki var pakkinn til hans.  4 ára guttinn er búinn að læra að lesa nafnið sitt og því engin tilviljun að hann átti alla pakkana sem hann sótti.  Þriggja tíma pakkamaraþon og allir sáttir og sælir.

 

Fyrsta árið í langan tíma sem mér hefur tekist að lesa á þessum tíma árs.  Þvílík sæld.  Börnin á náttfötunum allan daginn og ganga sjálfala um húsið og mamman situr í stólnum og neitar að hreyfa sig.  Mjög ljúft.  Ég las bókina um “Bíbí” eftir Vigdísi Gríms.  Snillingar báðar tvær! Saga um gleði, sorgir, ástir og örlög.  Bókin er svo myndræn að ég sat límd og sá þetta allt fyrir mér.  Ef ég væri einhver af snillingunum í kvikmyndageiranum, þá myndi ég tryggja mér réttinn hið snarasta, því þessi saga selur.  Ég sveiflaðist með í ofsagleði niður í argasta hyldýpi og allt þar á milli.  Eftir þessa stóru bók vildi ég einfaldleikann og las á einu kvöldi “Öll trixin í bókinni”, ég lærði kannski enginn trix, en skemmtileg lesning um íslenskan ofurhuga með stórt hjarta og vel skrifuð af Arnari Eggerti.  Í morgun opnaði ég svo “Rimla hugans” eftir Einar Má, ég var loksins tilbúin eftir lesninguna miklu.  Mér lýst vel á, en þó ekki búin!  Fæ víst ekki að eyða þessum degi í stólnum.  Erum í stóraðgerð við að vera fullorðins og sjá um kalkúninn sjálf!

 

Mér finnst þessi síðasti dagur ársins alltaf doldið spennandi.  Fæ smá kvíðahnút og smá tilhlökkunarhnút í mallakút.  Það er eins og allt sé að byrja á núllpunkti aftur og enginn.. eða allavegana fáir hvaða ævintýri nýja árið ber með sér. 

Fyrir einu ári á sama tíma þá var yfirvofandi London ævintýrið mikla.  Matthías fer í flugvél að hitta einhverja flinka karla sem ætla að finna út úr því hvað sé að prinsinum.  Það ævintýri reyndist svo frekar glatað.  Ekkert meira hefur verið gert í þeim efnum þetta árið.  Mamman ætlar þó í bardagagírinn á nýju ári með tilheyrandi frekjukasti.  Bind þó miklar vonir við ferð sem lítill vinur okkar er að fara í til Boston, vonandi núna í janúar, því ef eitthvað kemur út úr því þá er Matthías næstur.  Allt ferlið í kringum þá ferð er svo tilviljanakennt að það getur ekki verið tilviljun.  Segi vonandi meira frá því síðar!

Já nýtt ár og ný ævintýri.  Auðvitað lofar maður öllu fögru um að ná loksins af sér fæðingarspikinu, það er náttúrulega löngu hætt að vera afsökun að vera núbúin að eiga barn (ekki nema 3 ár síðan).  Nú kannski gerist eitthvað skemmtilegt tónlistar.. en það er svo gott fyrir sálina. 

…Og ef þú ert enn að lesa, enda orðið heldur langt, þá segi ég að lokum..

GLEÐILEGT ÁR og sendi þér stórt stubbaknús!

Kveðja, Áslaug 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Megi nýtt ár færa þér gæfu og gleði Áslaug mín

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 31.12.2007 kl. 13:54

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Sömuleiðis Fjóla mín.. og eigðu góð áramót!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 31.12.2007 kl. 14:17

3 identicon

Elsku Àslaug mín. Òska ykkur öllum gleðilegt ár.  Vona að 2008 verði árið, sem Matts fær heilsuna. Hlakka til að sjá ykkur öll í sumar. knús Anna systir

Kristin Anna Einarsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 16:02

4 identicon

Árið og jólin:)

þáb (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 10:02

5 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Já Anna mín, vonandi sjáumst við nú fyrr en í sumar - en þribbarnir eru ákveðnir að fara til Danmörku í Önnu hús! - Eigum við bara ekki að segja að þetta verði árið hans Matthíasar.

Þráinn minn, sömuleiðis.. farin að sakna kaffisins! 

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 2.1.2008 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband