21.12.2007 | 09:38
21 desember 2004
Konan frá heilsugæslunni kom að vikta litla 2 vikna stubbinn. Þetta var þriðjudagur og hún hafði líka komið á föstudeginum áður og við sammælst um það að ég myndi gefa honum ábót á pela til að ná upp þyngdinni. Nota sama trixið og ég hafði gert við Hálfdán Helga 18 mánuðum fyrr. Það hafði virkað. Ég taldi mér trú um að kannski væri ég bara ekki mesta mjólkurkýr í heimi. Reyndar var eitt svolítið skrítið og það var að barnið kúkaði stanslaust, fyrir gjöf, eftir gjöf og á milli gjafa, gulleitur vökvi sem sprautaðist út. Ég hafði eignast tvíbura 18 mánuðum fyrr og mundi bara alls ekki eftir því að þetta hefði verið svona. Allir sögðu:þetta eru bara ungbarnahægðir, ljósmóðirin, heilsugæslan, eftirskoðunin. En þetta var ekkert eðlilegt!
Konan frá heilsugæslunni setti hann á viktina, hann hafði lést um 500 gr. Hálft kiló fyrir svona lítinn kropp er ekkert smávegis. Hann hafði verið 3710gr. við fæðingu, en var núna 3200gr. Við ákváðum að réttast væri að láta kíkja á hann. Ég hringdi í Helgu systur og bað hana að koma og passa tvibbana. Þegar hún sá hann sagði hún mjög yfirvegað, þannig að ég pældi ekki því fyrr en eftir á búðu þig undir að þið verðið lögð inn. Seinna þegar ég sá myndir af honum, þá er hann rosalega tekinn í framan.
Við fórum með hann niður á Bráðamóttöku og líklegasta skýringin var að hann væri með einhverja niðurgangspest. Stubburinn barðist og barðist, þegar verið var að pota í hann og enginn gerði sér því grein fyrir hversu veikur hann var orðinn. Það voru teknar blóðprufur, settur upp vökvi hjá honum og við fórum lögð inn. Stuttu eftir að við vorum komin upp á deild kom læknirinn og sagði að það þyrfti að endurtaka blóðprufurnar, því þær væru svo brenglaðar að það kæmi ekki annað til greina en þær hefðu klúðrast. Seinni prufurnar voru alveg jafn brenglaðar. Á þeim tíma skyldi ég auðvitað ekki orð af því sem læknirinn sagði, en heyrði fullt af skrítnum orðum eins og joniserað calcium- frítt kalk í blóði, sem varð óvinur minn næstu mánuði. Það hefði ekki mátt muna degi að hann var lagður inn, annars hefðum við misst hann.
Niðurgangspest var þetta ekki, en miðað við þá útskýringu hefðum við komist heim fyrir jól. Ekki komumst við heldur heim fyrir áramót. Fyrst í byrjun janúar var farið að rannsaka hann fyrir utan eina hjartaómun sem var gerð milli jóla og nýárs. Í lok janúar fékk hann næringu í æð, sem ég hef einhverntíma áður útskýrt að er allt annað en vökvi í æð. Þá hafði hann í rauninni lifað heilan mánuð til viðbótar á viðhaldsvökva í æð.
Ég man að ég hélt ég kæmist aldrei heim! 3mánuðum seinna fórum við svo heim, með dæluna, næringuna og allan pakkann.
Nú eru að koma jól 21 desember 2007. Ég á mér bara eina ósk, ósk um að við verðum öll saman fjölskyldan og enginn lasinn. Mér er alveg sama þó ég sjái ryk í einhverju horni, þó sósan sé ekki nákvæmlega eins og í fyrra, sama þó ég fái ekki Grace Anatomi seríuna í jólagjöf frá Matta, þó það sé rok og rigning en ekki nýfallinn jólasnjór og svo framvegis.
Það sem áður skipti mig máli skiptir mig nú engu máli.
21. desember 2007 flotti strákurinn minn fór í leikskólann í morgun, með legginn sinn, voðalega kátur og fær svo næringuna sína í nótt. Ef þú spyrð hann hvernig hefurðu það Matthías?, þá svarar hann örugglega ég er bara hress!.
Jólaknús, ekkert stress, bara hress, kveðja Áslaug
Um bloggið
Aslaug
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
sax
-
metal
-
thoragudmanns
-
sibbulina
-
ragnaremil
-
fjolan
-
benjonikla
-
siggav
-
ingvarvalgeirs
-
peturorn
-
nesirokk
-
saxi
-
ktomm
-
gudnim
-
jakobsmagg
-
ivg
-
swiss
-
millarnir
-
fjola
-
hjolaferd
-
smarijokull
-
kristmundsdottir
-
joningvar
-
hogmogskhihollandi
-
judas
-
hallurg
-
bless
-
josi
-
hofi
-
gunnarfreyr
-
ingo
-
olafurfa
-
saethorhelgi
-
steinibriem
-
charliekart
-
gunnarpalsson
-
gossipp
-
handtoskuserian
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að sjá að Lille-Matt er allur að skána. Mesta furða með þessa krakka hvað þau bera sig oft vel þó svo allt sé í klessu og hitinn sé yfir hættumörkum. Maður einmitt lærir líka á þessu hvað allt annað skiptir engu máli og það er ekkert mál þó allt annað fari til andsk...
Grace Anatomy... híhíhíhíhí.
Jólaknús til baka handa ykkur öllum í familíunni.
Ingvar Valgeirsson, 21.12.2007 kl. 09:52
Æi, hvað það er yndislegt að heyra svona setningar frá þessum hörkukrílum "bara hress"! Hvað ég skil þig innilega með hvað er mikilvægt á jólunum - skítt með ryk, sósuna má meira segja kaupa, sem og hálftilbúinn kalkún, osfrv. Sitjum einmitt uppi á spító núna og fáum að fara heim á Þorlák, breyttum og einfölduðum matarplönum, þrifin geta átt sig (fyrir utan að við fáum yndislega konu heim sem þreif í gær og meir verður sko ekki þrifið), innpökkunin verður í höndum pabbans og ungmeyjarinnar á heimilinu (sem er frábært!), og fyrir okkur Benjó mega jólin bara koma ef við fáum að vera heima og fíla það að vera saman og opna pakka! Innilegar jólakveðjur til ykkar allra.
Eygló og Benjó
Benjamín Nökkvi Björnsson, 21.12.2007 kl. 09:57
Þessi litlu kríli breyta sko öllum viðmiðum sem maður hafði. Lífið er mikilvægara en ryk.
Óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökkum fyrir liðið ár.
Fjóla Æ., 21.12.2007 kl. 11:17
Ingvar: hi, hi, sjáum hvort Matti fatti! Eygló: Vonandi farið þið heim í dag, annað er bannað, Fjóla: vonum að næsta ár verði minna viðburðaríkt, Hallur: ekki hetjuskapur, bara aðlögun og sjáum hvað setur. Knús á ykkur öll og gleðileg jól!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 23.12.2007 kl. 13:42
Mikið var þetta góð lesning, þetta á eiga allir að reyna að temja sér, njóta samvistanna, njóta hvers annars og bara njóta....
Gleðileg jól til ykkar allra.
Kv.Bryndís ( á Spóa)
Ps. Nú kem ég fljótlega tímabundið til vinnu og verð í afleysingum á Spóa og hlakka mikið til að knúsa hann Matthías minn aftur, þetta eru flott systkin
Bryndís Baldv. (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 23:22
Gleðilegt ár Bryndís mín og það verður æðislegt að fá þig aftur inn á Rjúpnahæðina... þar sem þú ert nú algjört æði og ekki verra þegar þú matar börnin á smá tónlist!
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 2.1.2008 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.