Tónleikar

Tónleikar í kvöld á 7-9-13, staðsettur á Klapparstíg, ská á móti Sirkus.  Á boðstólnum verður léttur jóla-jazz spilaður af þeim Matta sax á saxafón, Rafn á gítar og Ingó á bassa.  Ég ætla að gaula eitthvað með líka, enda komin í mikið jólaskap  og í gríðarlegu stuði til að syngja nokkur jólalög!  Veitslan hefst kl.21.30 og það væri auðvitað voða gaman að sjá þig.

Við hjónin skelltum okkur á Akureyri í vikunni og gistum tvær nætur.  Fyrra kvöldið var öllu rólegra, en gömlu hjónin voru sofnuð kl. 20.30.  Ég man eftir að hafa heyrt eina eða tvær sögur af þreyttum foreldrum sem ætla að eiga rómantíska daga en enda steinsofandi uppi í rúmi, þegar loksins gefst tækifæri til.

Seinna kvöldið var mun hressilegra, kannski jafnvel aðeins of hressilegt.  Matti var að spila á tónleikum með Sniglabandinu.  Þeir buðu til veislu á veitingastaðnum Friðriki V, þar sem var borðað og drukkið ýmislegt mjög spennandi.  Ótrúlegur staður og mæli ég með honum!  Tónleikarnir voru vægast sagt frábærir.  Miklir snillingar í þessu bandi, hver öðrum betri hvort sem telja má í orði eða puttunum.  Eftir tónleikana var tekið vel á því.  Talaði við aðeins fleiri en ég þekki , ýkti ýmislegt og bullaði svo aðeins meira. – Ég held að þetta muni flokkast sem ofurdjamm ársins, þetta árið.  Nú jæja, aðeins seinna í bólið þetta kvöldið eða um kl.2.

Greinilega margt á prjónunum, þó ég sé nú ekki þekkt fyrir mikla handavinnu.  Í gærkvöldi fór ég á jólahlaðborð… þvílíkt hlaðborð mmm á Hilton hótlelinu.  Veistu hvar það er? Nordica eða bara gamla hótel Esja.

Þá held ég að flest allt sé upptalið… nema ef þú ert ekki búinn að hlusta á jólalagið mitt “Sögur á jólum”, í spilaranum hér við hliðina.

Sjáumst kannski í kvöld

Knús, Áslaug


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Aslaug

Höfundur

Áslaug Helga Hálfdánardóttir
Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Tónlistarspilari

1.Happy family - Áslaug Helga
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband